Milestone of the week 

Svona á sunnudögum er ég farin að þurfa virkilega mikið á æfingum að halda eða alltaf á sunnudögum sakna ég þess að svitna í æfingasalnum fyrst ég hef ekki möguleika á því þá fékk ég mér bara ávexti og labbaði mér á skrifstofuna mína og er núna farin að vinna að svo mörgum mismunandi verkefnum að ég hugsa að ég gleymi mér hér í lengri tíma. Á sunnudögum skrifa ég yfirleitt alltaf hjá mér markmið fyrir komandi viku og eitthvað eitt atvik sem stóð upp úr hjá mér og gerðist i liðinni viku. Ég má til með að deila því með ykkur. Áður en ég fékk áföllin þá var ég nær alltaf úti að hlaupa því mér fannst hugurinn endurnærast svo við það og ég fylltist sömu orku og æfingar gefa mér í dag, og ef það var rigning þá elskaði ég að fara út að hlaupa. Það er svolítið fyndið en ég fylltist nákvæmlega þessum tilfinningum á föstudagsmorgninum þegar ég vildi í fyrsta sinn ganga með stuðning frá mömmu alla leiðina út í bíl og það var rigning, auðvitað eru átökin hjá mér við það að ganga álíka mikil og þegar ég gat hlaupið. Hér eftir mun ég alltaf ganga í bílinn 🙂

. . .

//When Sunday comes around I feel the need to exercise and really miss working out and sweating where I do my training. Since I don’t have the option to go to the training facility on Sundays I decided instead to grab a bowl of fruit and go to my office, where I lose all sense of time as I’m involved in so many different projects at the moment. On Sundays I usually write down my goals for the upcoming week and one incident that stood up for me this past week. I want to share that with you this incident. Before I experienced the strokes I use to go for runs that would clear my mind and I would feel reenergized after, similarly to how I feel once I have completed the exercises I do during the week. If it was raining outside I particularly enjoyed the run. It’s kind of funny to think about it but I experienced the same reenergizing feeling this past Friday morning when it was raining and I walked without the assistance from my mom for the first time all the way to the car. For me today the difficulty of walking to the car is similar to the difficulty when I use to run. Hereafter I will always walk by myself to the car 🙂

Leave a Reply