Ég er búin að eiga stórkostlega viku bæði liggjandi á sólbekk út í garði umvafin yndislega fólkinu mínu og tekið á móti stórskemmtilegum heimsóknum. Mér finnst það svo ómetanlegt að fá að búa heima hjá foreldrum mínum á æskuheimilinu mínu umvafin öllu því albesta fólki sem fyrirfinnst á þessari jörðu.
Lífið litast einhverjum ótrúlega björtum og fallegum hamingjulitum þegar maður byrjar daginn á því að hugsa um allt það litla sem veitir manni svo ómælda hamingju. Ég vandi mig á þetta í fyrstu bekkjum grunnskóla þá var ég með svo æðislegann kennara sem byrjaði hvern skóladag á því að láta okkur nemendurna skrifa í dagbókina okkar einn til fimm hluti sem glöddu okkur daginn áður. Ég stend staðföst í þeirri trú að þetta hafi verið besta kennsla sem ég hef fengið og þetta mun fylgja mér út lífið.
Mér finnst svo dásamlegt að vakna og þegar ég opna augun þá er það fyrsta sem ég sé að það er sól úti, það er fátt sem gleður mig meira á nákvæmlega því augnabliki.
Hlæja með fólkinu mínu
Það er ekkert sem veitir mér meiri hamingju en hlátrasköll með yndislega fólkinu mínu
Vera ein og lesa
Mér finnst fátt vera jafn einfalt og skemmtilegt og lestur.
Sofna við rigningu
Ég held ég viti ekkert jafn notalegt og þegar ég ligg upp í rúminu mínu og ég hlusta á regndropana dynja á þakinu.
Að sitja ein á skrifstofunni minni og vinna.