The story of how I lost my speech and am slowly gaining it back 

Þegar ég byrjaði að blogga þá lofaði ég sjálfri mér því að skrifa aldrei nokkurntímann um það hvernig ég tjái mig en þar sem litlu sigrarnir eru orðnir svo ótrúlega margir og ég er fyrst núna farin að trúa því að þetta muni einn daginn loksins koma hjá mér þá fyrst get ég tjáð mig um þetta.
.   .   .
//When I started blogging I made a promise to myself that I would never write about how I speak, but since my I have achieved so many little victories, I am beginning to believe that one day I will achieve everything that I lost from the strokes and that is why I feel that I am able to express myself about this now.

Við stóru heilablæðinguna þá misstu bæði talfærin á mér og lungun allan kraft ég var bundin við öndunarvél fyrstu vikurnar eftir áfallið og ég varð að vera með súrefni í nefinu fyrstu þrjá mánuðina eftir blæðinguna. Ég kom ekki upp viljastýrðu hljóði fyrsta árið. Fyrstu fjóra mánuðina nærðist ég eingöngu á næringu í gegnum sondu og ef ég og mamma mín hefðum ekki gefist upp á sondu næringunni þá væri ég örugglega enn þá að nærast þannig.
.   .   .
//When I had the massive stroke I lost the ability to speak. My lungs got so weak that I had to be tied to a mechanical ventilation for the first weeks and given oxygen through my nose for the first three months. I wasn’t able to make a sound the first year. The first four months I was fed through a tube in my throat and if my mom and I hadn’t given up on the tube then I’d probably still be fed that way.

Ég tala sem sagt óskiljanlega útaf því að vöðvarnir misstu allan kraft þess vegna tjái ég mig stafandi. Mér finnst það reyndar svo brjálæðislega fyndið þegar fólk er bara búið að ákveða að það hafi blætt inn á málstöðina mína og mamma mín sé að halda úti þessu bloggi í mínu nafni, hahaha! Þetta er bara ég því ég er svo heppin að við öll þrjú heilaáföllin þá blæddi bara á vöðvastjórnunina mér til mikillar mildi slapp málstöðin í öll þrjú skipin.
.   .   .
//Since my muscles lost all their ability, my speech is now for the most part incomprehensive and the only way for me to really “speak” is by typing. I find it hilarious when I hear of people that believe that due to me losing my ability to speak, that my mom is the one blogging and not me, hahaha! But it is in fact me that is blogging, I was fortunate that all three strokes did not bleed into the language processing of the brain, only the ability to control the muscles that form my speech. 

Vegna þess að ég er svo heppin þá get ég stafað og lesið allt. Mér finnst ótrúlega merkilegt og fyndið segja frá því en þegar ég var átta eða níu ára þá þráði ég svo innilega að geta tekið þátt í svona keppni þar sem maður átti að stafa flókin orð og ég æfði mig án þess að nokkur vissi að stafa orð í nokkur ár og sú æfing er vafalaust búin að bjarga mér núna í þessu verkefni sem ég er að takast á við núna.
.   .   .


//Because I am so fortunate, I am able to type and read anything. One thing that I find both remarkable and funny to share with you is when I was eight or nine years old, I desired nothing more than to compete in a spelling bee where you had to spell difficult words. I would practice spelling all these difficult words for a few years without anyone knowing about it. That practice has definitely paid off as it has helped me in so many ways in dealing with my new reality.

Fyrst þá hreyfði ég bara augun og blikkaði einu sinni fyrir já en tvisvar fyrir nei, svo eftir því sem vikurnar liðu þá fóru vöðvarnir sem stjórna höfuðhreyfingum að vakna og þá fór ég að geta svarað betur með höfuðhreyfingum bæði kinkað kolli og hrist höfuðið. Þá fór ég að geta gert mig með góðumóti skiljanlega á stafaspjaldinu og mínir allra nánustu gátu skilið það sem ég vildi segja. Með augunum skrifaði ég átta stílabækur og gat haldið uppi samræðum við hvern þann sem gat og kunni að lesa af spjaldinu. Þetta spjald gjörbreytti mínu bataferli, ég fékk loksins stjórnina yfir sjálfri mér aftur ég hafði saknað þess svo sárt.
.   .   .
//To begin with I was only able to “speak” yes and no by using my eyes, blinking once for yes and twice for no. Once the weeks passed by I was able to move the muscles that control the movement of my head and was therefore able to answer yes with a nod and no with a shake. During this time I was also able to “speak” through this sheet of paper that contains letter by using my eyes to point at the letters and in that way form words and sentences. I “spoke” this way through eight notebooks and was able to have a conversation with anyone who knew how to read off of the sheet. This sheet dramatically changed my recovery as I finally had control again, something that I had missed so much in the beginning. 

Í dag fer ég í talþjálfun tvisvar í viku og þar eru stöðugar framfarir, þó ég þurfi enn að stafa á stafaspjaldið þá geri ég það, því ég bendi bara með fingrinum á stafinn sem á að koma og ef ég er með fólki sem ég treysti fullkomlega þá er ég farin að geta sagt næstum öll orðin í setningunni og stafa þá bara lykilorðið í setningunni. Ég tel að stærsti sigurinn sé að vinnast einmitt núna í þessum skrifuðu orðum, ég ætlaði aldrei að búa til sér blogfærslu og skrifa um þetta og hvað þá sýna myndir af stafaspjaldinu en núna þá er trúin á að þetta ástand sé ekki endanlegt þetta tekur bara mikinn tíma og svo miklu meiri vinnu en ég er hvorki tímabundin eða löt!
.   .   .

//Today I have speech training twice a week where I experience constant progress. I still use the sheet of letters to “speak”, but now I point at the letters with my fingers. If I am around people that I trust then I form words and sentences out loud, and may only need to use the sheet for key words. I feel that I am overcoming one of my biggest victories right now by sharing with you my story of how I lost my speech, since I was never going to blog about this part of my life nor show pictures of the sheet of letters, but now I truly believe that this is only a temporary state that takes time and willingness to put in a lot of effort, luckily I have enough of both! 

5 athugasemdir við “The story of how I lost my speech and am slowly gaining it back 

  1. Yndisleg skrif eins og alltaf hjá þér elsku systir, einlæg og falleg <3
    Við erum heppnar með hana mömmu okkar og hún er einstök en að hún færi að skrifa blogg í þínu nafni það er dásamleg fantasía hahahaha. Það er greinilegt að þeir sem halda það þekkja hana ekki neitt 🙂

  2. Snillingur!
    Þú ert svo mikill snillingur í tali og tjáningu. Þú slærð sko hvergi af kröfunum og það er svo yndislegt að heyra röddina þína núna. Í upphafði þá var svo magnað hversu öguð og fáguð þú varst í þinni tjáningu. Hvernig þú hefur alltaf haldið þínum stíl og þínum eigin orðaforða, það var eins og að maður heyrði einhvern vegin alltaf í röddinni á bak við – alveg eins og orðin kæmu frá raddböndunum en ekki upp úr spjaldinu.

  3. Bakvísun: Kosningar | Katrin Bjork Gudjons

Leave a Reply