Wonderful days of summer go by a lot more relaxed now 

Seinustu vikur eru búnar að vera dásamlegar þá sérstaklega síðasta vika og verslunarmannahelgin. Það tekur mig alltaf smástund að fatta að nú er verslunarmannahelgin búin, allir farnir eða alveg að fara og allt sumarfjörið búið, haustið er handan við hornið. Mér finnst það alls ekki leiðinlegt, það er bara spennandi ég er búin að eiga yndislegt sumar mér finnst svo gaman að finna hvað margt hefur breyst frá því seinasta sumar núna finn ég hvað allt er orðið mikið léttara fyrir mig og ég fæ að vera miklu afslappaðri, í fyrra var ég svo óörugg og vildi ekki hitta nokkurn mann ég faldi mig inn í herbergi og óskaði þess að enginn kæmi í heimsókn núna fer ég með þeim sem nennir að ýta hjólastólnum út um allt og vona að ég hitti sem flesta. Dagarnir líða svo miklu afslappaðri núna.
.   .   .
//The last few weeks have been wonderful and especially last week and this weekend. It always takes me a little while to realise that the 1st weekend of August (bank holiday in Iceland) is over, people either gone or about to go and all the summer fun is over, the fall is just around the corner. I don’t dislike it at all, it’s just exciting, I’ve had a wonderful summer and I love to feel how much has changed since last summer. Everything has become so much easier for me and I get to be much more relaxed, last year I was so insecure and didn’t want to meet anyone, I just hid in my room and wished that no one would come visit but now I go everywhere with anyone who want’s to push my wheelchair and hope that I meet as many people as possible. The days go by a lot more relaxed now.

Leave a Reply