Stóri sigurinn // the small victories 

Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta upp á nokkurn hátt ég varð bara að sætta mig við að geta þetta ekki og sagði ekki nokkurri einustu manneskju frá þessu og sofnaði svo bara með heljarinnar hnút í maganum af áhyggjum.
.   .   .
//In August I’m only going to mention one victory, so enormous and massive that I can hardly contain my happiness, only at the thought of finally being able to do this again after two years. For two years I couldn’t do this and I didn’t have any chance to practice it either, I just had to accept the fact that I couldn’t do it, I didn’t tell anyone about it and just fell a sleep at night with a huge knot in my stomach from worries.

En núna segi ég svo glöð og ótrúlega fegin bless við þennan áhyggjuvald ég mun aldrei nokkurn tímann koma til með sakna hans. Ég græt af gleði bara þegar ég reyni að skrifa það, því núna get ég loksins aftur,

ANDAÐ MEÐ NEFINU! Eftir tvö ár þar sem ég gat aðeins viljastýrt og óviljastýrt andað með munninum það er svo ólýsanlega magnað og svo innilega óstjórnlega undursamlegt og gleðilegt að geta loksins eitthvað sem ég var bara búin að sætta mig við að kæmi aldrei aftur, því ég gat ekkert gert til að æfa þetta. En svo vaknaði ég einn morguninn núna í byrjun ágúst og ég fór strax að undra mig á því af hverju tungan væri ekki föst uppi í skraufþurrum gómnum og varirnar voru hvorki þurrar eða fastar við tennurnar, þá runnu bara gleðitár niður kinnar mínar því ég gat andað með nefinu. Nú get ég loksins haldið munninum lokuðum og andað.
.   .   .   .


//Full of happiness and relief I now say goodbye to this thing that’s been a constant cause of worry for me and I will never ever come to miss. I cry from happiness just trying to write this down, because now I can finally,

BREATHE THROUGH MY NOSE AGAIN! After two years of only being able to breathe with my mouth, both controlled by will and not, it’s so beyond belief, so incredibly wonderful and great to finally be able to do something that I had just accepted would never come back, because I couldn’t do anything to practice it. Then I just woke up one morning in beginning of August and it surprised me that my tongue wasn’t stuck to the roof of my mouth and my lips were neither dry nor stuck to my teeth, I could breathe through my nose and tears of joy started running down my cheeks. Now I can finally keep my mouth closed and still breathe

Ég hélt ég yrði alltaf að leggja mikla og erfiða vinnu í hvern lítinn sigur en svo sigrast sá ósigur sem ég hef saknað svo ógurlega sárt og mikið allt í einu og ég hafði enga möguleika á því að æfa þetta upp, en góðir hlutir gerast svo sannarlega hægt. Núna þarf ég ekki að þykjast finna einhverja lykt þegar það er borið upp að nefinu mínu, núna þá get ég bara fundið lyktina.

Mín hljóðu saknaðartár sem ég hef grátið svo ótal sinnum í koddann án þess að nokkurn gruni að ég sé að gráta hafa nú breyst í innilegann og háværann gleðihlátur sem er ómögulegt að hlæja án þess að gleðitárin fossist úr augunum. Það eina sem þessi sigur þurfti til að vinnast var þolinmæði og það vanhagar sko ekkert á henni hjá mér!
.   .   .   .
//I always thought that I would have to work hard for every small victory, but then suddenly a loss that I had truly missed and could not practice becomes a victory. Good things certainly happen slowly. I don’t have to act as if I can smell things anymore, now I can just actually smell.  

//I’ve cried over this so many times without anyone knowing but now my tears have changed into whole-hearted laughter bringing out tears of joy. The only thing needed for this victory of mine was patience and I sure have enough of that!

 

3 athugasemdir við “Stóri sigurinn // the small victories 

  1. Elsku Katrín. Ég fæ bara tár í augun við að lesa um þennan stóra sigur. Þú ert svo frábær penni og bloggin þín eru svo innileg. Þvílíkur baráttujaxl sem þú ert. <3 Til hamingju með nebbann 😀 anda inn-anda út!

  2. Hjartanlega til hamingju Katrín ! 🙂 Þú ert sannarlega hetja og mikill baráttujaxl. Ég óska þér alls hins besta í framtíðinni og gangi þér allt í haginn. Gleðst innilega með þér yfir að geta loksins andað með nefinu. Já, góðir hlutir gerast hægt. Þolinmæði og þrautseigja sigra ótrúlegustu hluti. <3 Bestu kveðjur frá Akureyri.
    Gunna Þóra

  3. Bakvísun: Þegar haustar | Katrin Bjork Gudjons

Leave a Reply