My life in pictures between strokes

Ég fékk mitt fyrsta heilaáfall 13. nóvember 2015, svo kom annað heilaáfall tíu dögum seinna. Næstu sjö mánuði lifði ég í algjöru hugarhelvíti. Á þessum tíma fannst mér þetta vera óyfirstíganlega ósanngjarnt og mér fannst það nánast því vera óhugsandi að einhver gæti verið svona óheppinn. Ég sem hafði alla tíð verið káta og glaða stelpan svo á einni nóttu umturnaðist sú sjálfsmynd og ég varð að lífshræddri, óöruggri, sígrenjandi, hrikalega óhamingjusamri stelpu sem átti alltaf von á því versta. Ég var sífellt að ögra sjálfri mér og öllum þeim sem stóðu mér næst, en sem betur fer fékk þetta ástand ekki að vara nema í fimm mánuði því þá fékk ég risastóru heilablæðinguna sem tók svo endalaust mikið frá mér en hún bjargaði brotinni sjálfsmynd minni og hleypti mér aftur á þann góða stað sem ég hef alltaf verið á.

Mig langaði að sýna ykkur myndir af mér sem ég tók þessa sjö mánuði sem þessi gífurlega hræðsla, feluleikurinn og óhamingjan einkenndu líf mitt.

BROSIÐ HYLUR SVO ÓTRÚLEGA MARGT!

Frekar uppgefinn sjúklingur

Ég man hvað ég óskaði þess heitt að ég þyrfti aldrei framar að koma nálægt þessari stofnun en svo mánuði seinna fékk ég stóru blæðinguna

Einhent afgreiðsludama í Kaupmanninum á Ísafirði


Sjómannadagurinn 2015, bara nokkrum dögum áður en ég fékk stóra áfallið


Fyrsta skipti sem ég lagði í stigalabb eftir fyrstu tvö áföllin


Að eiga þennan kall og hafa þennan faðm að leita í sáu til þessað ég kæmist í gegnum þennan tíma


Ásgeir lærði að flétta hárið  á einhentri kærustunni sinni

 

Það var gaman að skila hjólastólnum það gerði mig hamingjusama


Þessi skotta var besti sjúkraþjálfinn


Við vorum orðin þreytt á þessu sjúkrahúslífi


Ég æfði mig endalaust þessa mánuði

Ég var alltaf að ögra mér!


Æfa,æfa,æfa


Mr important fléttaði einhentu kærustuna og blaðraði í símann í leiðinni!


Það er ekki til sú búð sem ég naut mín meira að vinna og vera í en Kaupmaðurinn



Svona var útlitið á mér á morgnanna eftir þessar erfiðu nætur sem liðu áfram í óstöðvandi grát


Að hugsa sér að ég hafi í alvöru skammast mín fyrir skakkt andlit!


Ég var alltaf með höndina í raförvun. Ég hætti ekki að ögra mér


Þessi mynd lýsir því hvernig mér leið þennan tíma


Ég nýt þess að ögra mér!

Ein athugasemd við “My life in pictures between strokes

  1. Þú ert ótrúlega sterk Katrín og ótrúlegt hvað hægt er að áorka með þrjósku, áræðni og vilja að vopni. Gangi þér alltaf sem best😘👍👏

Leave a Reply