Þessar myndir voru teknar síðasta fimmtudag en sá dagur var vægast sagt dásamlegur. Ég vaknaði við sólina sem var að brjóta sér leið í gegnum gluggatjöldin á glugganum mínum og þegar ég sá það þá varð ég viss um þessi dagur yrði dásamlegur. Ég flýtti mér fram úr og plantaði mér á pallinn okkar og þar borðaði ég morgunmatinn og naut sólarinnar fram á miðja dag eða þar til við mamma ákváðum að fara í bíltúr og við fórum nánast því jafn langt og vegurinn nær hinum megin í firðinum, í glampandi sólskini, við urðum að setja rúðurnar niður hitinn var svo óbærilegur og þá lék ilmurinn af náttúrunni um okkur, ég veit ekki um betri leið til að fagna nefinu sem virkaði ekki í tvö ár, en núna loksins finn ég lykt þannig að ilmurinn af högunum, fjörunni og sjónum var alveg dásamlegur. Við stoppuðum alveg óvart á bakarleiðinni í Holtsfjöru og mamma fór út með myndavél og reyndi að fanga alla fegurðina sem verður og sem magnast svo upp þegar sólin skín svona bjart á heiðbláum himninum og gerir svo litskrúðugt og fínt, ýkir upp alla kátínuna í manni og gerir allt svo mikið glaðlegra og skemmtilegra. Samspil himins, sjávar, fjalla og hvíta fjörusandsins verður magnað. Því gefur það auga leið að ég gat ekki neitað þegar mamma spurði hvort ég vildi prufa að ganga í mjúkum sandinum, ég bjóst ekki við að geta það, en svo gat ég loksins aftur fundið þegar ég gekk í sandinum hve töfrandi tilfinning það er að vera frjáls og ég fyllist einhverskonar stórkostlegri tilfinningu þegar ég var í fjörunni, og ég sem var viss um að ég myndi aldrei geta gengið í sandi aftur!
Vonandi var vikan ykkar góð og ég vona að seinustu dagar ágústmánaðar og byrjun september fari vel með ykkur 🙂
. . .
// These pictures were taken last Thursday, but that day was nothing but wonderful to say the least. I woke up by the sun that was peaking through the curtains on my window and when I saw it I was sure that this day would be wonderful. I hurried out of bed and on to our porch where I enjoyed my breakfast and the sun until midday or until my mom and I decided to go for a car ride and we went almost as far as the road could take us in the glowing sun. We had to put the windows down the heat was unbearable and the aroma of nature was all around us, I don’t know of a better to celebrate my nose that didn’t work for two years, but now I can finally smell and the smell of the fields, the beach and the ocean was wonderful. On our was back home we stopped at Holtsfjöru and my mom went and got the camera and tried to capture all the beauty that magnifies when the sun shines so bright in the pale blue sky making it so colorful and nice, soaking up all the cheerfulness in you and makes everything much happier and fun. The interaction of the sky, the sea, the mountains and the white sand is amazing. Therefore, it makes sense that I couldn’t deny my mom when she asked me if I would like to try and walk in the soft sand, I didn’t expect to be able to do it, but then I could finally feel what a magical feeling it is to be free and by body was filled with excitement when I was at the beach something that I was sure that I would never be able to do again!
I hope that your week was good and that the last few days of August and early September are doing you well 🙂