My Instagram story 

Ég hef gert mitt allra besta til að sýna öllum sem vilja sjá hjá mér gróflega hvað ég geri yfir daginn á instagram og mér finnst svo ótrúlega gaman að svara skilaboðum frá ykkur og sýna ykkur svipmyndir frá deginum mínum, því minn hversdagsleiki er svo frábrugðinn því sem hann var. Ég fann að ég skammaðist mín fyrir hann þannig ég ákvað að skora á mig og sýna öllum sem vilja sjá brot af mínum hversdagsleika til að ná frekar að sætta mig við hann. Mér finnst það vera svo innilega ömurlegt og óheillandi að vera alla daga ósátt og fúl þannig ég þarf alltaf að breyta því ef það er eitthvað sem veldur mér svona óöryggi og það er einmitt ástæðan fyrir því af hverju ég nota instagram story, ég hélt að þetta væri eitthvað sem ég myndi aldrei þora.
.   .   .
// I’ve done my very best to show everyone on my Instagram roughly what it is I do during the week and I really enjoy answering your messages and showing snapshots from my day because my everyday routine is so mcuh different from what it use to be. I noticed I was ashamed of how my everyday life had become so I decided to challenge myself and show everyone bits and pieces of my day to better accept my new reality. I find it to be very uncharming and just awful being unhappy all the time so I have the need to change whatever it is that makes me feel insecure and that’s exactly why I started to use Instagram story, something I thought I would never dare to do. 

EVEN THOUGH I CAN’T SPEAK, WALK OR HOLD MY PHONE, HERE’S MY INSTAGRAM STORY! @katrinbjorkgudjons

​​

Leave a Reply