Það sem ég ætla mér að gera í september

Vá það er kominn september, mér finnst tíminn aldrei hafa liðið jafn hratt og hann er að gera akkurat núna en það þýðir bara að það sé gaman. Ég er í fyrsta sinn að taka á móti haustinu í sátt og algjörlega stresslaus, mér finnst það alveg stórkostlegt og ég ætla að njóta þess alveg extra vel og njóta áhyggjuleysisins. Stóru markmið mánaðarins eru náttúrulega þau sömu og alltaf: æfa vel og helst skora á mig í flest öllu sem ég geri. Svo ætla ég að gera allt hvað ég get til að halda mér í svona góðu hugarástandi það eru meiri forréttindi en eflaust nokkur getur ímyndað sér að fá að takast á við lífið á þennan hátt en ekki sem þessi hríðskjálfandi kvíðaklessa sem ég var orðin, og núna ætla ég að njóta þess. Mér finnst ég svo heppin að hafa tækifæri á að verða útkeyrð og ég elska þegar ég finn hvern vöðva verða algjörlega úrvinda af þreytu eftir æfingar. Ég er að æfa mig svo ég geti í framtíðinni tekið á móti öllum árstíðum fótgangandi án allrar aðstoðar og talandi.

Ég ætla að njóta lífsins alveg sérstaklega mikið. Ég ætla að njóta hverrar líðandi stundar, sama hvort ég sé bara ein eða með Ásgeiri, fjölskyldunni minni eða vinum.

Ég þarf að búa til vetrarvinnurútínu og bara rútínu á daglega lífið mitt og æfingarnar svo ég nái að afkasta sem mestu í vetur, þá finnst mér best að byrja nógu snemma svo rútínan verði sem fyrst orðin að vana

Í september ætla ég að fara í gegnum fötin mín og skóna ná í vetrarfötin sem ég setti í geymslu í vor og setja sumarföt í geymslu, þá sé ég svo mikið betur hvort mig vanti eitthvað af fötum fyrir veturinn.

Ég ætla að koma mér í góða rútínu með mig sjálfa, mat, vinnu og félagslíf, ég ætla mér í hverjum mánuði að sigra einhverja svakalega sigra í þessum málum en í september ætla ég bara að láta mér líða vel 

Ég ætla að leggja mig alla fram í æfingum. Ég veit ekkert betra en þegar ég er úrvinda eftir æfingar.

Ég ætla að leggja mig alla fram í að ganga upp og niður stigann allavega eina ferð upp og niður á hverjum degi.

Í september ætla ég að búa til margar dásamlegar stundir með fólkinu mínu og öllum sem mér þykir vænt um.

Í september ætla ég að nota röddina meira og pína talfærin á mér til að hlýða. 

Í sepember ætla ég mér að gera einu sinni á hverjum degi aukaæfingar fyrir lötu vöðvana mína í talfærunum.

Í sepember ætla ég að leggja áherslu á að teygja sérstaklega vel, því ég bara nýt þess svo vel að finna teygjuna líða úr vöðvunum.

4 athugasemdir við “Það sem ég ætla mér að gera í september

Leave a Reply