Magical Days of Autumn 

Þessar myndir voru teknar í gær þegar ég var að keyra heim úr æfingum þá tók þessi fallegi fjörður á móti okkur skartandi sínum fegursta haustbúning, það merlar svo undur fallega á hafið og kyrrðin var bókstaflega töfrandi, samspil litanna í náttúrunni er svo ómótstæðilega fallegt svona snemma á haustin. Að keyra um fjörðinn minn með allar rúður niðri svo ég fengi smá golu á mig og fengi sólina í fangið, fyndi lyktina af sjónum og grasinu, á meðan ég horfði yfir sanda og hlíðar þar sem ég hafði áður hlaupið þá fylltist ég krafti frá fjöllunum, sjónum og náttúrunni. Ég ætla mér að eiga möguleika á því að njóta fjarðarins míns eins og áður, syngjandi og hlaupandi. 
.   .   .


// We snapped those photos yesterday when driving home after PT (Physical Training) and this beautiful fjord greeted us dressed in its most beautiful colors of autumn, the light played on the ocean surface and everything was magically calm, the colors of nature are irresistible beautiful that early in the fall. To drive my fjord, with the windows down, to get the breeze in the air, the sunshine, the smell from the ocean and the grass, at the same time as looking over the sand and the hills where I once ran, filled me with energy from the mountains, the ocean and nature. I will make it happen to have a chance to enjoy my fjord like before, singing and running.

Ég sé það ekki fyrir mér að ég muni búa hér í framtíðinni en sama hvar ég verð þá veit ég að ég mun alltaf koma heim á haustin í þau allra bestu önfirsku aðalbláber sem til eru í þessum heimi og svo eru Flateyrsku jarðaberin svo góð, þau eru bókstaflega himnesk og svo einstök að ég myndi ferðast heiminn á enda bara til að eiga möguleika á að smakka eitt nýtýnt aðalbláber og jarðaber. Það sem mér finnst stórfenglegast er að þessi fjörður sem ég var svo einstaklega heppin að fá að alast upp í kenndi mér að meta náttúruna og umhverfið sem er í kringum mig á hverri stundu, að taka eftir samspili litanna í náttúrunni og umhverfinu í kringum mig, að sjá hin margbreytilegu listaverkin sem birtast fyrir ofan okkur á himninum og að sjá auðveldlega hin stórfenglegu og margbreytilegu listaverk sem náttúran, hafið, himinninn, fjaran og fjöllin birta bara á milli mínútna, það eru forréttindi!
.   .   .


/ I can not see myself live here in the future but no matter where I will be I will always come back home in the fall to get the best wild blueberries that exist in this world and the strawberries that we grow in our backyard are just heavenly. Those berries are so special that I would travel the world just to get a fresh taste of them. What I feel is the most magnificent about this fjord, that I had that privilege to grow up in, is that it taught me to value nature and my surroundings that I’m in in the moment, to see the sky and all the different shapes it can create and the ever changing artworks of nature, the ocean, the sky, beaches and mountains, that is a privileged!

2 athugasemdir við “Magical Days of Autumn 

Leave a Reply