I’m back 

Ég er búin að eiga brjálaðar síðustu vikur, en núna er ég loksins komin heim eftir vægast sagt mjög svo viðburðaríka daga og vikur. Í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að blogga á þessari síðu þá liðu svo alltof margir dagar á milli blogga. En það er það ljúfa við að hafa loksins tækifæri á því að vera svona færanleg aftur, bæði úthald mitt og þrek hefur aukist svo gífurlega að mér finnst þetta varla vera samanburðarhæft við það sem var bara fyrir nokkrum mánuðum. Mér finnst næstum fáránlegt að hugsa til þess hvemikið hefur breyst og bæst við á næstum óhugnalega en fyrst og fremst ákaflega gleðilega stuttum tíma, það auðveldar mér alla vinnu svo í fyrsta sinn núna er ég farin að vinna á hraða sem að ég kann betur við mig á. Ég ætla að reyna að slappa svo lítið af þangað til ný vinnuvika hefst, þá mun mín venjulega skrifstofuvinna hefjast eftir svo alltof langt hlé.

Leave a Reply