Eftir þessa miklu dagskrá sem var hjá mér seinustu vikur þá hef ég bara legið upp í rúminu mínu og sofið alla helgina. Það er besta leiðin fyrir mig til að safna orku, það borgaði sig svo greinilega því ég fór bæði í dag og í gær á æfingar. Ég hef bara farið á æfingar, komið heim og verið á skrifstofunni minni að byrja að vinna að því sem hjarta mitt brennur fyrir. Mér finnst ég vera svo endalaust heppin að þrátt fyrir allar þessar hörmungar sem hafa gengið á þá fæ ég alltaf að hlakka til morgundagsins og þó að þessi heilaáföll hafi lokað á svo alltof mörg tækifæri sem ég stefndi að áður en ég veiktist, þá hafa þau þroskað mig og veitt mér aðgang til að stefna í einhverja gjörólíka átt en ekki síður skemmtilega.
// After last week’s busy schedule, this weekend I just rested. It is the best way for me to regain my energy. It payed off because both yesterday and today I went to physical therapy. I have also worked in my office on the matters I’m passionated about. Despite the disastrous events that happened I feel so very fortunate to always be able to look forward for to tomorrow. The strokes closed the doors on my future plans but they have made me grow and opened the doors to new plans that are no less fun.