BEA-utiful!

Ég elska þessa fallegu haustdaga, núna þegar sólin er farin að lækka á lofti á ég alltaf jafn erfitt með að trúa því að það koma bara í alvöru dagar þar sem hún nær ekki að yfirstíga efstu fjallatindana, þá gægist hún á milli fjallana og skín þá yfirleitt beint í augun á mér og gefur mér svo endalausan kraft til að takast á við það sem framundan er. Ég er svo endalaust heppin að fá alltaf að njóta hvers augnabliks og á sama tíma þá hlakka ég alltaf til morgundagsins. Ég lifði einu sinni svo þjökuð af kvíða og allri þeirri vanlíðan sem honum fylgir, morgundagurinn stressaði mig svo upp og mér kveið svo mikið fyrir því að planið sem ég hafði gert mér fyrir morgundaginn myndi ekki ganga upp. En þegar ég veiktist þá var þessum ímyndunarveika og afar mikilvæga stórsveitastjórnanda kippt frá borði, og þá fyrst fæ ég að njóta alls þess fallega og skemmtilega sem óplanaður hversdagur hefur upp á að bjóða.
.   .   .


// I love those beautiful days of fall, the sun does not go high on the horizon and I have a hard time believing that soon the days will arrive it will not manage to look over the mountain tops, then it will just peek between them and usually shine right into my eyes and gives me endless power to deal with what’s ahead. I’m so very lucky to able to enjoy each and every moment and at the same time to look forward for tomorrow. Once I lived in anxiety, the thought of tomorrow stressed me out and that the plan I had made for it would not work out. But when I got sick this imagined power of anxiety disappeared and now I can enjoy all the fun and beautiful unplanned things each day will bring.

Leave a Reply