Change of Mindset

Kaupmaðurinn


Sweater: Farmers Market


Um helgina veltist ég um í óplönuðum hversdagsleika, en núna á virkum dögum þá líður mér best að hafa allt planað, ég æfi alla virka daga og vinn svo alltaf eftir æfingar. Um helgina fékk ég nóg af sjálfri mér, það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki náð að koma huganum almennilega inn í það sem ég átti að vera að gera, svo á sunnudaginn var ég komin með algjört ógeð af þessum hugsunarhætti sem hafði verið að íþyngja mér seinustu vikurnar, svo ég ákvað að markmiðið mitt þessa vikuna yrði að ,,hugsa bara um eitt í einu og leggja mig alla fram um að ná að gera það eins vel og ég gæti”. Svo vaknaði ég á mánudagsmorgninum með algjörlega gjörbreytt hugafar, þegar ég ákveð eitthvað þá tekst ég á við það í fúlustu alvöru (haha!). Ég tókst á við æfingarnar sem ég fór í bæði í gær og fyrradag sem allt önnur manneskja, manneskja sem veit hvað hún vill og ég veit sko alveg hvað ég þarf að gera til að ná því. Þessi hugarfarsbreyting varð til þess að mér gekk svo mikið betur í æfingunum og núna er ég að farast úr harðsperrum á leiðinni í aðrar æfingar þar sem ég ætla að leggja mig alla fram um gera þær eins vel og ég á möguleika á að gera! Eigið yndislegann dag <3
.   .   .


// This weekend I had no plan and the days just went by, but now during the weekdays I feel better to have everything planned, PT every day and then work in my office in the afternoon. I got enough of myself over the weekend, I have had so much to do lately but my mind has not been focused on what I should be doing and this Sunday I got enough of the chaos in my mind and decided that my goal this week would be “to just think about one thing at a time and do my very best to achieve it”. When I woke up Monday morning my mind had changed, usually when I set my mind to something I take it very seriously (haha!) Both yesterday and today I did the exercises in PT as a different person, someone who knows what needs to be done to reach a goal. This change of mindset made me do so much better in the exercises and I have sore muscles all over but I’m on my way to PT again where I will push my self to do everything to my very best ability! Have a wonderful day <3

Leave a Reply