I was only two and a half and do not remember anything


Í dag eru 22 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað.

Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum allt veraldlegt en við höfðum hvort annað og það skiptir mig mestu máli.

Ég var tveggja og hálfs þegar ég lenti í atburði sem ég man ekkert eftir en hann hafði áhrif á hugsunarhátt minn fyrir lífstíð. Ég man eftir þegar ég lék mér á grunninum á húsinu mínu, ég man eftir óörygginu, hræðslunni, óréttlætinu og sorginni sem ég fylltist og skynjaði í kringum mig þegar ég skammaði snjóinn og ég man hvernig hugur minn þroskaðist og ég gekk ekki að morgundeginum vísum. 

Ég hef oft verið spurð að því hvort ég líti ekki öðruvísi á lífið eftir heilaáföllin þrjú, svarið er nei, ég var tveggja og hálfs árs þegar hugur minn tók í fyrsta skipti út ótímabæran þroska. Sem lítið barn í blóma lífsins náði ég í gegnum þessa hræðilegu og miklu sorg að halda í blómstrið með ör á sálu minni og skilning á lífinu sem ég vona að ekkert tveggja og hálfs árs gamalt barn þurfi að fá, svona er lífið í hnotskurn og það eina sem ég get gert er að njóta hvers dags sem mér er gefinn.

Okkur fjölskyldunni fannst ósanngjarnt að náttúran gæti rekið okkur frá Flateyri, þannig við þrjóskuðumst við og pabbi byggði aðra höll fyrir okkur á Flateyri. Í dag er hugurinn heima og hjá öllum sem misstu svo mikið. Ég kveiki á kertum og læt hugann reika um liðna tíð.

.   .   .



// It is 22 years today since the event that affected me the most took place.

I was two and a half years old when an avalanche hit my village, Flateyri. Me and my family survived only because my father had built such a strong house that the upper floor, where we were all sleeping, floated on top of the avalanche. We lost everything but we had each other and that is all that matters to me.

I was only two and a half and do not remember this event but it affected my thinking forever. I remember playing on the foundation of my house, I remember feeling insecure, afraid, injustice and I felt the sorrow that was all around me and I scolded the snow and I remeber how my thinking grew from this and I did not take tomorrow for granted.

I have been asked many times if the three strokes haven’t changed how I look at life, the answer is no, I was two and a half when my mind first had to mature, far to soon. As a small innocent child with its whole life ahead, I was scarred but managed to get through the sorrow by looking at the bright sides of life, but with an understanding of life that I hope no small child has to endure. But this is life and the only thing I can do is to enjoy each and every day.

Me and my family thought it was unfair that nature could just make us go from Flateyri so we were determent to go back and my father built another house for us. Today my thoughts are at home with everybody that lost so much. By candlelight I let my thoughts go back in time.

2 athugasemdir við “I was only two and a half and do not remember anything

Leave a Reply