Welcome November 

Mér finnst næstum ótrulegt að það sé kominn nóvember og það lítur svona út úti, hvergi snjór á láglendi en hvítt í fjallatoppum. Ég er samt alls ekki að kvarta, ég kemst ennþá út í göngutúra sitjandi í hjólastólnum mínum í haustsólinni sem leikur um mig og fallega fjörðinn minn.

Í nóvember ætla ég að njóta þess að vera heima, þar er nefnilega best að vera og svo ætla ég að leggja sérstaka  áherslu á allar æfingar. Fyrstu þrjár vikurnar eftir Reykjavíkurferðina þá varð ég að vera bara í teygjum en núna finn ég að ég er búin að ná kraftinum upp aftur og ég er  öll í harðsperrum eftir æfingatímana sem ég hef farið í eftir þessa teygjutörn. 

Fyrst það er kominn 1. nóvember þá byrja ég að hlusta á jólatónlist en ég bíð til 15. nóvember að suða í mömmu og pabba um að setja upp jólaljós og skreytingar, ég veit samt alveg að þau hlusta aldrei á suðið í mér fyrr en aðventan er byrjuð, en ég veit vel að við myndum öll þrjú sakna suðsins svo sárlega ef ég myndi hætta þessari hefð, ég er hreinlega ekkert viss um að jólin myndu koma ef ég myndi sleppa þessum afar mikilvæga sið (Haha!).

Vonandi var dagurinn ykkkur góður! <3

Ein athugasemd við “Welcome November 

Leave a Reply