Ég elska að taka vel á því í æfingum! Núna er ég búin að fara á fjórar æfingar síðan á mánudaginn og er að bíða eftir þeirri fimmtu sem verður á eftir. Það er svo dásamleg tilfinning að fá að verða útkeyrð og úrvinda eftir æfingar. Ég nýt þess svo einstaklega að fá að hafa tækifæri á því að fá harðsperrur og verða gjörsamlega útkeyrð í þeim vöðvum sem ég hef verið að æfa. Ég er að leggja mig alla fram um að ná að vera full af orku í æfingunum og vera úthvíld og vel nærð, á sama tíma er ég að læra að eiga tíma til að horfa á þætti, lesa, skoða internetið, svara og senda pósta á meðan hugurinn er allur að sinna vinnunni minni og að skrifa bloggfærslur. Ég elska að bæði sjá og finna agnarlitla bætingu þó að í enda dagsins sé ég úrvinda, lafsveitt og móð, þá er hárið mitt komið í allar áttir og farðinn í andlitinu allur farinn og þá veit ég að ég er pínulitlu agnarsmáu skrefi nær því að geta afkastað aðeins meira yfir daginn.
Ég er svo ótrúlega heppin! <3