When life becomes a little difficult then I…

Í fyrsta sinn í svo ótrúlega marga daga get ég leyft mér að setjast niður og gert bara það sem mig langar að gera. Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér en þá líður mér líka best. Ég er búin að vera á fullu frá morgni til kvölds alla síðustu viku!

Síðustu mánuði hef ég fundið fyrir vaxandi minnimáttarkennd og algjörum ómögulegheitum, mér hefur fundist það vera svo niðurlægjandi að geta hvorki gengið eða talað. Svo þegar ég las það sem ég stafaði með augunum fyrir styrktartónleikana sem voru haldnir fyrir mig og þá hætti ég þessum aumingjagangi og sjálfsvorkunn því lifið það er ekki erfitt nema maður geri það erfitt. Á vegi manns verða erfiðleikar og áföll en það er okkar að vinna úr og láta það ekki eyðileggja lífshamingjuna. Því gleðiglampinn í augum og brosið fleytir manni svo miklu lengra og ég ætla mér að halda í það eins lengi og ég lifi.

. . .

7// For the first time in a while I can just sit down and do whatever I like. Last week was very busy from morning till night, but that is also the way I like it.

For the last few months I have felt a growing lack of self confidence and the feeling of not measuring up to standards and I have felt it degrading to not be able to walk or talk. Then when I read my post from two years ago, from the fundraising concert held for me, where I could only make words letter by letter by pointing my eyes to them, I stopped feeling sorry for myself because life is not hard unless you make it hard. People go through hardship and they just have to work through it without having it spoil the happiness of life. Twinkly eyes and a happy smile get you so much further and I’m going to hold on to that as long as I live.

4 athugasemdir við “When life becomes a little difficult then I…

  1. Má vera að þér sé erfitt um mál, en þú getur svo sannarlega tjáð þig – og gerir það með miklum sóma – okkur lesendum þínum gefur þú af þér til gagns og gleði. Kærar þakkir fyrir það! 😊

  2. Þú hefur svo sannarlega mál. Fallega brosið þitt segir meira en þúsund orð og þú ert ótrúlega ritfær. Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með úr fjarlægð.

Leave a Reply