Litlu sigrarnir í nóvember // The small victories

Í nóvember eru þrjú ár síðan ég vaknaði upp í mína verstu martröð, ég vaknaði á laugardagsmorgni heima hjá mér í Vesturbænum, níu dögum eftir að ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, ég var að fara að hitta vinkonur mínar. Þegar ég reyndi að fara fram úr þá gat ég ekki hreyft hægri hluta líkama míns, í þetta sinn hafði ég fengið blóðtappa. Næstu sjö mánuði var líf mitt sveipað kvíðaþoku og ég var svo ótrúlega reið og hrædd við gjörsamlega allt lífið og allt sem lífið hafði upp á að bjóða. Út á við setti ég upp fake andlit, það mátti engann gruna að mér liði svona ógeðslega, ég náði engum svefni því annað hvort var ég svo kvíðin að ég grét alla nóttina eða ég vaknaði upp með martraðir, ég man enn eftir sigur tilfinningunni sem ég fylltist þegar ég náði í fyrsta sinn að komast fram að nóttu til án þess að vekja nokkurn þá fann ég stað þar sem ég gat grenjað og verið reið í friði. Við seinni blæðinguna, sem var miklu stærri og hún hefti mig meira líkamlega, en þá losaði hún mig úr þessum myrkraböndum. Það hafa margir sagt að ég sé fangi í eigin líkama núna, því ég tala nánast óskiljanlega og sé ekki með neitt jafnvægi þegar ég stend og geti því ekki gengið án stuðnings. En mér líður alls ekki sem ég sé einhver fangi núna, þó orðin séu óskýr þá hef ég mikla rödd og ég get skrifað. Í þessa sjö mánuði sem ég sá ekki skýrt vegna kvíðans og hræðslunnar við lífið, þá var ég fangi. Þessi eilífi feluleikur og ég reyndi að blekkja hvern þann sem hélt að ekki væri allt í himnalagi hjá mér. Ég kveið alltaf morgundeginum sama hvaða rökréttu hugsanir ég reyndi að hugsa. Í sjö mánuði lifði ég full ótta, kvíða og stressi fyrir því sem framundan væri. Þegar ég vaknaði eftir seinni blæðinguna þá áttaði ég mig á því að þetta yrði að hætta, ég ætlaði hér eftir að njóta alls hins besta sem lífið hefur uppá að bjóða. Ég hugsa bara að allir þurfa að takast á við erfiðleika. Ég myndi ekki vilja skipta á mínu verkefni við einhvern annan. Ég óska engum að takast á við svona stórt verkefni. Ég er sannfærð um að ég sé heppnasta manneskja í heiminum nú hefur lífið mitt komist á botninn og þá er bara ein leið í boði og það er upp og ég ætla mér að komast á toppinn!

. . .

//This November there are three years since I woke up to my worst nightmare. I woke up at home on a Saturday morning, nine days after I got my first stroke, I was going to meet my girlfriends. When I tried to get out of bed I could not move the right side of my body, this time it was a blood clot. For the next seven months my life was filled with anxiety and I was very angry and full of fear towards everything in life. To the outside world I put on a fake face, I did not want anybody to know how terrible I felt, I could not sleep, I was either so filled with anxiety that I cried all night or I woke up with nightmares, but I remember the triumph I felt one night when I was able to get out of bed without waking anybody up and found a place where I could just cry and be mad by myself. When I got my last stroke, which was much bigger and took more from me physically, it made me get rid of those terrible feelings. Many people have said that I am a prisoner in my own body since my speech is blurred and hard to understand and I have no balance when I stand and therefore I can not walk without help. But I do not feel like a prisoner at all, even though my words are not clear, I do have a big voice and I can write. I was a prisoner for the seven months I could not see clear because of anxiety and fear towards life. I did put on a fake face and tried to make everybody believe I was totally fine and was always scared for tomorrow and it did not matter how hard I tried to reason with my self. For seven months I lived full of fear and anxiety for the future. When I woke up after the last stroke I realized this had to stop, I was going to enjoy all the good things life has to offer. I just think that everybody have their own challenges to overcome. I would not like to change places with someone else. I do not wish for anybody to conquer such a big challenge. I belive I am the luckiest person in the world, now my life has reach the bottom and there is inly one way out, up, and I am going to reach the top.

Þennan dag fyrir þremur árum missti ég svo mikið meira en nokkurn gæti einhvern tíma grunað. Ég var ákveðin í að ég ætlaði sko aldrei að biðja um hjálp við nokkurn skapaðan hlut, því hætti ég frekar að gera hluti sem ég gat ekki gert í stað þess að þiggja hjálpina. Til dæmis þá henti ég alveg gífurlegu magni af fatnaði sem var í minni stærð því ég gat ekki klætt mig í svo þröng föt með annari hendi, þess vegna keypti ég mér bara stærri föt og sagði öllum að mér fyndist mikið flottara að ganga í oversized fötum. Öðru máli gegndi síðan með þessa bölvaða skó, nú var hægri fóturinn minn orðinn svo lélegur rétt eins og hægri hendin svo ég tók öll skópörin mín og taldi mig hafa hent þeim, því ég varð svo reið og ég grét svo sárt þegar ég komst að því að ég annað hvort komst ekki ofan í skóna eða ég gat ekki gengið á hælunum á þeim, því þeir voru með of háum hælum.

Ég fékk sko að troða þessu bévítans stolti upp í mig aftur því núna þegar ég þarf hjálp frá einhverjum öðrum við nánast allt sem ég geri, þá dregur mamma fram Timberland skónna mína þegar fyrsti snjórinn kom og ég komst ofan í þá í spelkunum, svo núna get ég gengið í snjónum án þess að verða vot eða köld á tánum. Takk,takk, takk elsku heimsins besta mamma mín fyrir að bjarga þeim frá ruslinu!

. . .

// On this day three years ago I lost more than anybody could ever imagine. I was determent to never ask anybody for help to do anything, instead I would just stop doing the things I could not do. For example I threw away allot of clothes in my size because I could not dress myself with one hand if they were tight, I just bought bigger clothes and told everyone I thought that look was much cooler. Same thing went for my shoes, (or so I thought), my right foot was not able to use my shoes and I felt so mad and sad when I found out that I was either not able to fit the foot in them or the heel was to high. Now when I need help with doing almost everything and have had to swallowed my pride in regards to that, my mom digs out my Timberland winter boots and they fit me even with my braces on so now I can walk in the snow without getting wet or cold feet. Thanks, thanks, thanks wolds greatest mom for saving them from the trash!

Ein athugasemd við “Litlu sigrarnir í nóvember // The small victories

Leave a Reply