Svona litu Jólagjafahugmyndirnar mínar í fyrra út, í ár verða þær mjög svipaðar en ég ætla frekar að deila með ykkur þeim lista sem ég hef skrífað hjá mér í notes til að veita mér hugmyndir þegar komið er að því að velja jólagjafir. Það eru auðvitað ekki allir jafn bilaðir og ég sem byrja að bæta inn á listann í maí. En ég byrja ekki að kaupa neitt fyrr en haustar. Þetta er uppáhalds tíminn minn og ég þarf að passa mig ár hvert á því að jóla ekki yfir mig.
JÓL 2017
Kerti og Hershey’s kossar – Mér finnst þessi gjöf virklega sæt ef kossarnir eru settir í eitthvað sætt ílát. Og helst láta miða fylgja með sem stendur eitthvað sætt á t.d. ,,Ég sendi þér/ykkur ást, hamingju, hlýju og næstum þúsund kossa! Gleðileg jól!” Kertið er þá hlýjan og kossarnir. Allt sett í gjafapoka eða lítinn gjafakassa og þá verður þetta virkilega sæt gjöf.
Múmmín bolli og te eða kaffi ofan í honum – Mér finnst þessi gjöf vera ekta til vinkonu!
Bók, bolli (múmmín eða einhver annar sætur) og sokka – Erfiðu gjöfum er hægt að redda auðveldlega á þennan hátt!
Íþróttaföt – Ég neita að trúa því að einhver segi bara NEI við bara Nike stutterma bol. Ég myndi allavega hoppa og skoppa hæð mína af gleði ef ég myndi fá langerma íþróttabol!
Maski – Ég elska bæði að gefa og fá svona heimadekur.
Naglalakk – Og eitthvað sætt með er gjöf sem getur ekki klikkað.
Föt – Á mínum óskalista eru föt frá Farmers Market, Mango, Zara, Vila, H&M, Vero Moda, GK og miklu fleiri búðum!
Yfirhöfn – Það er gaman að gefa þeim sem maður elskar fallega yfirhöfn.
Skór – Það er bara ekki hægt að eiga of mikið af skóm. Frábært að gefa þá og stórkostlegt að þiggja þá!
Andlitshreinsir — Á mínum óskalista eru bæði Vítamín C hreinsirinn frá The Body Shop og svo hreinsir frá Origins
Skartgripir – Ég er á leiðinni núna í Jón og Óskar til að redda nokkkrum gjöfum.
Náttföt – Ég elska að opna pakka á jólunum og ofan í honum leynast náttföt!
Úr – Klassísk og fàlleg gjöf!
Snyrtidót – Falleg og skemmtleg gjöf sem hægt er að útfæra á marga og mismunandi vegu.
Farmers Market sokkar – Þetta er gjöf sem er ofarlega á mínum óskalista og ég nýt þess að gefa fólki sem mér þykir vænt um gjafir sem hafa reynst mér vel.