2 0 1 8

Eftir þessa ljúfu hátíð er ég virkilega endurnærð og ég er sko mikið meira en tilbúin til að takast á við nýtt ár. Á árinu 2018 ætla ég að breyta aðeins áherslum mínum og vinna vinnuna sem ég hef ekki þorað að takast á við hingað til. Eftir svona flott ár eins og 2017 var mér, þá tek ég glöð og full eftirvæntingar á móti 2018! Ég ákvað því að sleppa að deila með ykkur hvað ég ætla að gera í janúar en ákvað frekar að deila með ykkur markmiðunum mínum fyrir allt árið.

. . .

//After those lovely holidays I’m truly invigorated and super ready to tackle a new year. In the year 2018 I’m going to change my focus points a little and do the job I was afraid of doing before. After a year as great as 2017, I welcome 2018 happy and excited! Therefore I decided to skip sharing my plans for January with you and instead tell you about my goals for the whole year.þ

Á þessu ári ætla ég… // This year I’m going to…

  • Byrja að æfa mig að ganga með göngugrind // Start practicing using a walker

Á fyrstu æfingu þessa árs þá bjuggum við til plan og ég ætla mér að ganga með göngugrindina fjórum sinnum í viku! Ég veit alveg að til að byrja með verð ég öll í harðsperrum og ég elska það og ég nýt þess að finna líkama minn læra!

// On the first training of the year we made a plan and I’m going to use the walker four times a week! I know well that to begin with my muscles will be sore and I love it and I enjoy feeling my body learn!

  • Byrja að vinna að nýju verkefni // Start working on a new project

Ég hef ýtt þessu verkefni frá mér í þrjú ár en árið 2018 ætla ég að byrja!

// I’ve been avoiding this project for three years but I’m going to start in 2018!

  • Við Ásgeir ætlum að gifta okkur 2019 og ég má á þessu ári byrja að plana smá // Ásgeir and I are going to get married in 2019 and this year I can start planning a little

Það getur enginn ímyndað sér hvað ég er í alvörunni spennt. Ég byrjaði náttúrulega að dreyma um brúðkaupið mitt þegar ég var fjögra ára stelpukrútt síðan hafa draumarnir ekkert minnkað og á næsta ári er bara komið að þessu! Ég ætla að byrja að plana þennan stóra dag á þessu ári ég leyfi síðan Ásgeiri að plana með mér á næsta ári.

// No one can imagine how excited I am. I started dreaming about my wedding when I was a four year old baby and since then the dreams haven’t gotten smaller and next year it’s time! I’m going to start planning this big day this year and next year I’ll let Ásgeir help me with the planning.

  • Fara til útlanda // Go abroad

Það er bæði gott og gaman að eiga sér drauma.

// It’s both fun and good for you to have dreams

  • Auka jafnvægið hjá mér í uppréttri stöðu // Increase my balance when standing upright
  • Skrifa niður allar bækur sem ég les yfir árið og gefa þeim einkunn // Make a list of all of the books I read through the year and grade them

Ég hef aldrei verið sérstaklega mikill bókaormur en ég ætla mér á þessu ári að velja heldur að ég lesi áður en ég sofna á kvöldin í staðinn fyrir Netflix gláp.

// I’ve never been much of a bookworm but this I’m going to choose reading before going to sleep at night instead of watching Netflix.

  • Blogga allavega tvisvar í viku // Blog at least twice a week
  • Prufa að vera vegan/grænmetisæta í viku // Try being a vegan/vegeterian for a week

Ég er svo afskaplega forvitin!

// I’m so incredibly curious.

  • Byrja á því að prufa að sleppa stafaspjaldinu og reyna að segja frekar orðin // Try not to use my card of letters and speak the words instead

Þetta er æði gífurleg áskorun á fullkomnunaráráttuna sem hefur alltaf verið að hrjá mig. Mér finnst gífurlega erfitt að vera að reyna að láta fólk skilja óskýru orðin mín.

// This is a huge challenge for the perfectionism that’s always been a part of me. I find it incredibly difficult to speak out my unclear words in front of people.

  • Hætta að vera feimin // Stop being shy

Þetta er stóra markmiðið mitt!

// This is my big goal!

  • Þegar ég er heima og mamma er það líka þá ætla ég að æfa mig að ganga undir verndarvæng hennar // When I’m at home with mom I’m going to practice walking with her by my side

Ég ætla mér að ganga ein og án alls stuðnings og til þess þarf ég að æfa mig ógeðslega mikið!

// I’m going to walk by myself without any support and to do that I need to practice really hard!

  • Passa mig að halda í gleðina út allt árið // Make sure to hold on to happiness througout the year

  • Byggja upp vöðva // Build muscle
  • Hitta vini mína oftar // See my friends more often
  • Hrósa fólki sem mér finnst vera að gera flotta hluti // Compliment people that I think are doing cool things

Ég hef alltaf verið stelpan sem hrósar bara þeim sem ég þekki en 2018 mun það breytast!

// I’ve always been the girl who only compliments those I know but in 2018 that will change!

  • Ögra mér í öllu út allt árið // Push myself in everything I do all year
  • Finna hugrekkið og halda fast í það // Find the courage and hold on to it
  • Passa upp á öll markmið sem ég set mér bæði fyrir vikurnar og mánuðina // Keep a close watch on my goals for every week and month

  • Gera eitthvað eitt nýtt og ókatrínarlegt á þessu ári // Do something new and un-Katrín-like this year
  • Byrja hvern dag á því að brosa og hugsa ,,Vá hvað ég er heppin!” // Begin each day by smiling and thinking “Wow, I’m so lucky!”

G L E Ð I L E G T N Ý T T Á R !🎊

H A P P Y N E W Y E A R ! 🎊

Leave a Reply