Sunday Cosiness

Í jólafríinu tók ég mér frí frá nánast allri raftækni (tölvu, ipad, sími o.s.frv.) og varð alveg offline fram á gamlársdag þá byrjaði ég að svara póstum og skilaboðum sem þið sendið mér á instagram (@katrinbjorkgudjons). Ég má til með að þakka ykkur hér líka svo innilega fyrir alla þessa glás sem ég hef fengið af bæði hvetjandi og fallegum skilaboðum sem þið eruð svo endalaust dugleg við að senda mér!

// Over Christmas break I took a break from almost all electronics (computer, ipad, phone etc.) and was offline till New Years Eve, then I started to answer messages on instagram (@katrinbjorkgudjons). I want to thank all of you from the bottom of my heart for all those inspiring and beautiful messages you sent me!

Ég hafði virkilega gott af því að taka mér svona frí frá netlífinu og ég ætla að koma enn sterkari til baka. Ég var beðin svo fallega um daginn að sýna og segja meira frá endurhæfingunni, ég ætla mér svo sannarlega að gera mitt allra besta til að gera það eins vel og ég mögulega get. Þegar ég byrjaði að blogga þá sá ég þetta fyrst fyrir mér sem vettvang þar sem hugur minn gæti farið á flug og ég gæti bara gleymt veikindum mínum. En núna er ég að þroskast og fullorðnast í þessum nýja líkama mínum og ég finn það að í fyrsta sinn núna er ég hætt að vera svona afspyrnu óþreyjufull og hætt að óska þess á hverju kvöldi að ég vakni upp morguninn eftir og mér sé þá bara batnað. Þannig núna er í fyrsta sinn sem ég ætla í alvörunni alvörunni að sýna meira og segja ykkur betur frá því hvernig það er að vera 24 ára í bataferli eftir þrjú heilaáföll og geta hvorki talað né gengið en ég hef heila hugsun og ég get skrifað!

// To take a break from life on the internet did me good and I will come back stronger. The other day I was asked to show and tell more about my physical therapy and Im going to do my very best to do that. When I first started this blog I saw it as a place for my mind to escape and where I could just forget about my condition. But I am getting wiser and have started to grow in this new body of mine and for the first time Im getting more patient and do not go to sleep every night wishing I will be all better tomorrow. So now for the first time Im for real going to show and tell you more about how it is to be a 24 year old recovering from three strokes and not be able to talk or walk but I have a clear mind and I can write!

6 athugasemdir við “Sunday Cosiness

Leave a Reply