Óvæntir sigrar

Það er svo ótrúlega gaman og það eru í rauninni forréttindi að fá að búa í þannig umhverfi að mér sé tekið alveg eins og ég er og mér er meira segja tekið vel!

Fyrir þremur mánuðum þá var ég svo óörugg að ég átti í mestum vandræðum að fara út á meðal fólks því ég hélt að hver sem horfði á mig myndi pottþétt bara vera að því vegna þess að hann væri velta sér upp úr göllunum mínum og setja út á mig. En um áramótin setti ég mér markmið og skoraði á mig. Eitt var að vera meira meðal fólks og gerði ég það strax á gamlárskvöld en þá var ég á meðal fjölda fólks í blysförinni í stóra hjólastólnum mínum og með alla mína galla yljaði ég mér við brennuna og ákvað að að svona skildi nýja árið verða, þetta yrði ekki árið þar sem ég grenjaði úr mér augun rétt áður en ég færi ókunnugar aðstæður, ég gerði það bara árið 2017. Ég nýt þess svo að sigra sjálfan mig og trana mér framfyrir þessa feimnu, sígrenjandi óöruggu stelpu og helst ýta henni sem lengst í burtu, ég myndi sparka ef ég væri viss um að ég gæti gert það nógu fast. Þetta mun aldrei aftur verða einhver hluti af mér. Svo sigraði ég sjálfan mig og kom mér svo algjörlega á óvart á seinasta laugardag! Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er glöð og ánægð með sjálfan mig og stolt af sjálfri mér. Það nennir enginn að bæði bæta og byggja mig upp svo það er eins gott að ég geri það bara sjálf!

Ein athugasemd við “Óvæntir sigrar

  1. Hæ, það er ótrúlega gott fyrir nöldurskjóðu eins og mig að lesa pistlana þína og sjá hvað þú ert jákvæð og ákveðin í þessu ferli! Þú varst nú alltaf mjög jákvæð og skemmtileg í kennslustofunni svo að þetta kemur mér reyndar ekkert á óvart 🙂 Bestu kveðjur frá Norge, Tolli.

Leave a Reply