Nýjir og spennandi tímar!

Ég held að vorið sé komið núna! Ég er svo spennt fyrir komandi tímum. Ég er svo mikið vor-barn, minn tími er svo sannarlega á vorin, ég nýt þess alveg til hins ítrasta að finna hvað sólin hækkar bæði á himninum og í hjartanu mínu, fylgjast með náttúrunni vakna fyrir utan gluggana og með hækkandi sólu þá brýst fram í hjarta mínu sól og einhver óviðjafnanlegur sumar spenningur.

Ég nýt mín svo vel á þessum tíma, í öllum þessum mismunandi æfingum sem ég er í og vinnandi að einu riiisa stóru verkefni sem kom bara bókstaflega upp í hendurnar á mér. Þó það sé ótrúlega svekkjandi að finna fyrir því hversu lítils ég er raunverulega megnug, hausinn minn er alltaf allavega áttatíu skrefum framar en líkamleg geta mín. Af einhverjum stórkostlegum og óútskýranlegum ástæðum hef ég kynnst svo yndislegu og algjörlega stórbrotnu fólki sem getur látið magnaða hluti gerast. Ég vil trúa því að einn daginn geti ég látið einhverja álíka hluti gerast hjá mér. En þangað til ég verð búin að finna mitt tempó á milli æfinga og vinnu þá skrifa ég minna hingað inn. Þess á milli reyni ég að sýna smá brot af mínu daglega lífi á Instagram story!

Núna um helgina hafa harðsperrurnar sem ég vann mér inn á föstudaginn bara að líða úr mér á meðan ég er að vinna og njóta tímans með yndislega fólkinu mínu. Þegar ég var tvítug og spurð að því ,,Hvar sérðu þig eftir fimm ár?” Þá hefði ég aldrei nokkurn tímann getað svarað því neitt nálægt því eða nokkuð í líkingu við það sem lífið svo bar mig. Nú er ég 25 ára, ég er svo heppin að ég fæ en þá að búa á æskuheimili mínu, annar fóturinn á mér er samt fyrir sunnan og ég vinn við það skemmtilegasta sem ég geri! Ég verð bara meyr af gleði og þakklæti. Þó mig skorti allann vöðvakraft sem nýtist mér til að bæði tala og ganga án hjálpar frá einhverjum öðrum. Þá leikur lífið bókstaflega um mig og við mig, ég fer ekki af því ég held ég sé í hópi þeirra allra lánsömustu.

Eigið góða viku! 🙂

5 athugasemdir við “Nýjir og spennandi tímar!

  1. Gaman að lesa bloggið þitt og gott að finna hvað þú ert jákvæð. Ég ætla að reyna að tileinka mér meiri jákvæðni.

  2. Þú hefur ótrúlega góða sýn á lífið. Ég ætla allavega svo sannarlega að reyna að taka þína jákvæðni og lífsgleði til fyrirmyndar.

Leave a Reply