Það sem ég ætla að gera í maí:

Nú er það svo greinilegt að sumarið er rétt handan við hornið. Allt líf handan glugganna vaknar með hverjum deginum sem líður, ég sé nánast daglegan mun á hvað grasið grænkar, blómin vakna og tréin laufgast og grænka frá degi til dags. Ég þarf ekki mikla sól til að henda öllum þykku vetrarfötunum úr fataskápnum og setja sumarfötin í staðinn, fara í klippingu og dekur. Hér eru 10 atriði sem ég ætla að gera núna seinni partinn í maí.

Mig langar svolítið til að vera duglegri, en ég hef verið hingað til, að setja inn myndir og sýna líf mitt í story á instagram (@katrinbjorkgudjons).

Þegar ég var í skóla þá hafði ég það sem reglu að lokinni prófatörn, að mín biði góð bók sem fylgdi mér inn í sumarið. Í dag er ég ekki í neinum skóla og því fer ég ekki í erfiða prófatörn en mér finnst samt sem áður nauðsynlegt að taka á móti sumrinu með góða bók á milli handanna.

Ég hef verið að einbeita mér sérstaklega að því núna í maí að öðlast fyrri færni í að taka eitt skref. Hælinn kemur fyrst við jörðu svo spyrni ég táberginu frá jörðu, held svo ökklanum í réttri stöðu þangað til ég tek næsta skref. Einfalt en samt svo erfitt!

Fyrst það er enginn snjór að koma og trufla okkur með nærveru sinni þá ætla ég að færa það í aukana að ganga með stuðningi frá einhverjum öðrum úr bílnum og inn í æfingar.

Talandi um æfingar þá ætla ég að leggja áherslu á að þegar ég stend við rimlana og geri til dæmis jafnvægis æfingar þá nái ég hælunum niður og standi í allann fótinn.

Ég elska sólina og það er orðið fast maí markmið hjá mér að ég ætla mér að nýta hvern einasta sólargeisla sem skín hingað í garðinn til bæði yndisauka og að auka á glaðværðinni. Ég nýt mín aldrei betur en þegar allt vaknar í kringum mig!

Í maí ætla ég að vera duglegri að nota spelkurnar þegar ég er bara heima að vinna.

Í enda maí þá ættuð þið að fylgjast vel með mér á instagram (@katrinbjorkgudjons) því þá ætla ég að setja í gang minn fyrsta gjafaleik!

Stóra markmiðið mitt þennan mánuðinn og ég veit að þetta mun taka mig marga mánuði. Í maí ætla ég ætla að byrja að endurstilla sjálfan mig og taka mig í smá sjálfsskoðun, því ég geri það að hluta til ómeðvitað og líka til að líta betur út á myndum en þá reyni ég alltaf að fela veikleika mína.

Loksins er þessi langþráði mánuður genginn í garð. Ég hef beðið eftir þessum mánuði full eftirvæntingar síðan ég opnaði pakka á aðfangadag sem var hvorki meira né minna en heil UTANLANDSFERÐ núna í maí! Ég er svo spennt og mér finnst ég vera svo endalaust heppin að eiga möguleika á því að skapa svona yndislegar minningar með fólkinu sem maður elskar!

Leave a Reply