Verðandi eiginmaður minn er forfallinn fótboltaáhugamaður og hef ég alltaf fundið hjá mér þörf til að styðja og kynda undir þann áhuga. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég hef setið inn í miðjum strákahóp og kallinn minn setið hjá mér og útskýrt fyrir mér allt sem ég ekki skil. Fyrir að hafa alltaf leyft mér að vera með og sýnt mér þennan óþreytandi áhuga og að hafa þessa óbilandi trú á þessum uppgerðaráhuga mínum þá var ég löngu búin að ákveða að launa honum með miðum á heimsmeistaramótið.
En ég fékk ekki að kaupa miðana, hann bara hló að mér og sagði að ég ætti frekar að eyða mínum pening í eitthvað sem ég hefði áhuga á. Svo sá ég auglýsingu hjá Jóni og Óskari að þeir væru að gera Heimsmeistaramóts- hringa, ég var ekki lengi að fatta að þarna væri gjöfin fyrir minn mann komin! Þó hann gangi aldrei með neina skartgripi þá er ég að gefa mikilvægum manni í mínu lífi safngrip sem mun lifa um ókomna tíð og halda þessum sigri sem hæðst á lofti ,,þegar Ísland komst í fyrsta skipti á heimsmeistaramót í fótbolta.” Þessi tímalausi safngripur var nógu Katrínarlegur til að hitta beint í mark. Þegar Ásgeir verður kominn heim frá Rússlandi þá ætla ég að láta grafa á hringinn hvaða leiki hann fór á, svo hann eigi skartgrip sem er líka safngripur og er einstaklega persónulegur og geymir minningar!