Dýrmætir dagar í dimmumni

Það er eitthvað yndislegt við allar árstíðirnar.

Nú þegar haustar og dagurinn styttist þá er svo notarlegt að ylja sér við kamínuna og kveikja á kertum.

Það er smá ró sem kemur með húminu. Með húminu koma líka svo fallegir litir sem skreyta umhverfið í allri sinni dýrð.

Ég finn styrkinn alltaf aukast þó það sjáist kannski ekki, en mamma er dugleg að hvetja mig og telja upp litlu sigrana, mig langar svo að komast á hraðferð í batanum en ég veit að þetta er á hraða snigilsins. Er ekki máltæki sem segir ,, góðir hlutir gerast hægt”. Svo þegar horft er yfir þá safnast þessir örlitlu sigrar í einn stóran sigur.

Það voru hvítir fjallstindar í morgun þegar ég vaknaði og þá langaði mig bara að kúra aðeins lengur, hvíti liturinn getur verið svo kuldalegur. Þá er ekkert annað að gera en að rífa sig upp og drífa sig inn i daginn. Ég er svo heppin að enginn dagur er eins, mér finnst fjölbreytileikinn mikilvægur og hann heldur mér vakandi þegar myrkva tekur. Áhugamálin eru ótal mörg, skemmtilegast finnst mér þó að vera skapandi. Það geri ég með því að mála. Þegar ég mála næ ég með eitthverjum ótrúlegum hætti að koma tilfinningum mínum á blað. Myndirnar eru ólíkar líkt og dagarnir, myndir geta nefninlega sagt þúsund orð.

Þegar dimmir úti og ég læt mig dreyma, þá er það að hjóla og markmið mitt er að geta hjólað næsta vor og allt sumarið. Þið getið ekki ímyndað ykkur frelsistilfinninguna að hjóla ein og án aðstoðar, með vindinn í hárinu og gleði í hjarta. Ég var búin að vera upp á aðra komin í svo mörg ár og þrátt fyrir mikið þakklæti langar mig að öðlast sjálfstæði á ný.

Þegar ég gat hjólað ein þá var það ólýsanlegt, kannski eins og ungi sem getur flogið, ég veit það ekki en ég ylja mér við minninguna þar til ég kemst aftur á hjólið.

Þegar hausta tekur kveiki ég á kerti, klæði mig i notaleg náttföt og nýt þess að hjúfra mig undir sæng í hlýjunni. Þá líður mér vel, en mikið vildi eg óska þess að getað verið samferða Flateyri inn í veturinn. Ég læt það þó ekki á mig fá og reyni að njóta þess sem ég hef. 

Katrín Björk

Fallega hálsmenið mitt Tvær stjörnur sem hefur verið til sölu á grensás.is. mun verða til sölu hér á síðunni minni

katrinbjorkgudjons.com og finna þar flipan SHOP

þar er einnig hægt að versla myndirnar mínar.

Leave a Reply