Glaðningur fyrir áhugamanninn minn!

Verðandi eiginmaður minn er forfallinn fótboltaáhugamaður og hef ég alltaf fundið hjá mér þörf til að styðja og kynda undir þann áhuga. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég hef setið inn í miðjum strákahóp og kallinn minn setið hjá mér og útskýrt fyrir mér allt sem ég ekki skil. Fyrir að hafa alltaf leyft mér að vera með og sýnt mér þennan óþreytandi áhuga og að hafa þessa óbilandi trú á þessum uppgerðaráhuga mínum þá var ég löngu búin að ákveða að launa honum með miðum á heimsmeistaramótið.

En ég fékk ekki að kaupa miðana, hann bara hló að mér og sagði að ég ætti frekar að eyða mínum pening í eitthvað sem ég hefði áhuga á. Svo sá ég auglýsingu hjá Jóni og Óskari að þeir væru að gera Heimsmeistaramóts- hringa, ég var ekki lengi að fatta að þarna væri gjöfin fyrir minn mann komin! Þó hann gangi aldrei með neina skartgripi þá er ég að gefa mikilvægum manni í mínu lífi safngrip sem mun lifa um ókomna tíð og halda þessum sigri sem hæðst á lofti ,,þegar Ísland komst í fyrsta skipti á heimsmeistaramót í fótbolta.” Þessi tímalausi safngripur var nógu Katrínarlegur til að hitta beint í mark. Þegar Ásgeir verður kominn heim frá Rússlandi þá ætla ég að láta grafa á hringinn hvaða leiki hann fór á, svo hann eigi skartgrip sem er líka safngripur og er einstaklega persónulegur og geymir minningar!

Blómabætingar

Það er svo dásamlegt að vera ríkur af vinum sem gæða lífið manns öllum þeim fegurstu og skemmtilegustu litum sem til eru. Ég er svo ofboðslega lánsöm að ég á heilan helling af vinum á öllum aldri. Ég nýt mín aldrei betur en í félagsskap þeirra hvort sem við erum bara að spjalla, hlæja, á æfingu, syngjandi, svo laga þær oft hárið mitt eða stjana við neglurnar mínar. Þegar ég fór fyrir viku síðan á snyrtistofuna Punt þá sá vinkona mín um að taka rauðu jólaneglurnar af mér og í staðinn fyrir þær valdi ég að fá mér þennan fallega gráa vetrarlit!

Á meðan aðrir bæta á sig blómum með vinnu þá fer ég á snyrtistofu og læt setja á mig tíu af þeim fegurstu rósum og öðrum blómum sem fyrirfinnast, þannig bæti ég á mig blómunum allavega enn sem komið er, mér finnst ég vera svo ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig og alla þessa endalausu vini sem ég á að. ❤

Sunday SPA


Mér hefur alltaf fundist sunnudagar vera sérstakir dekurdagar, til að undirbúa bæði líkama og sál fyrir komandi viku. Ég byrja daginn á heitri langri sturtu set olíu á líkamann og skrúbba mig alla. Svo set ég maska í andlitið, í dag notaði ég hreinsimaska og rakamaska svo setti ég augnmaska, fór í fótabað, bar à mig krem og naglalakkaði mig. Þetta geri ég á milli þess sem ég les í bók eða er í tölvunni og skipulegg komandi viku. Ég bý til lista yfir markmið fyrir vikuna og fer yfir æfingar komandi viku. Mér finnst ég ná markmiðunum betur ef ég skrifa þau niður.


Á svona degi er möst að vera í þæginlegum fötum. Þessar buxur úr Vila eru það þæginlegasta sem ég á!


Það er svo góð þjónusta hjá The Body Shop, ég sendi póst á þær og spurðist fyrir um baðsalt í fótábaðið og fótakrem. Ég fékk svo góð svör við öllum mínum spurningum. Ég endaði á því að velja mér kælandi fótagel og baðsalt úr Peppermint línunni sem er ætluð fyrir fætur. Kælandi fótagelið róar húðina mér finnst upplagt að nota það eftir æfingar. Gott fyrir þreytta fætur og er rakagefandi þó ekki eins mikið og kremið í línunni. Baðsaltið hreinsar og mýkir húðina og undirbýr vel fyrir fótsnyrtingu. Piparmintan í baðsaltinu róar og kælir þreyta fætur. Ég mæli eindregið með þessum vörum.


Þessir inniskór eru must have fyrir kuldaskræfur eins og mig.


Mér þykir hversdags best að hafa svona bleiktóna nude naglakk þessi er litur drauma minna, snyrtilegur, ótrúlega fallegur og vekur athygli án þess að vera æpandi ég hef sjaldan fengið jafn mörg hól fyrir naglakk og þegar ég er með þetta.
Eftr svona dag verð ég afslöppuð og frísk fyrir komandi viku. Ég ætla að njóta dagsins með góðu fólki. Ég vona að þið eigið yndislegan sunnudag.