Leynitrixið mitt! ❤️

Ég hef verið svo mikið spurð að því hvað ég noti af svona líkamsvörum en þar sem ég hef alltaf verið þurrari en allt sem þurrt má kalla þá hef ég aldrei viljað tala um það. Þar til ég fór að nota Chito Care vörurnar – þá breyttist húðin mín alveg!

BODY SCRUB

Ég hef prófað marga líkamsskrúbba og mér finnst þeir allir gera húðina mína enn þurrari. Ég hafði því ekki háar væntingar en þegar ég fór í sturtu og prófaði þennan skrúbb fór hann langt fram úr mínum björtustu væntingum! Húðin varð silkimjúk og full af næringu!

HAND CREAM

Ég elska þennan handáburð! Hann skilur ekki hendurnar eftir fitugar og ógeðslegar eins og sumir handáburðir en hann virkar ótrúlega vel! Hann er einstaklega hentugur á tímum eins og eru núna þar sem allir eru að spritta sig og höndunum vantar meiri raka og næringu!

BODY LOTION

Body lotionið er eitt það besta sem ég hef prófað! Mér finnst að allir ættu að prófa það og dæma á sínu skinni. Það er rosalega létt og rakagefandi, með mildri og léttri lykt. Ég hef alltaf verið flagnandi af þurrki á líkamanum þangað til ég fékk þetta!

FACE CREAM

Og svo er það star of the show – andlitskremið! Ég sver að ég hef aldrei prufað neitt krem í líkingu við það! Það er svo ofboðslega gott, rakagefandi, milt og létt! Ég trúi því að allir ættu að prufa þetta krem því ég held að mörgum vanti það í rútínuna sína eins og mig! Núna nota ég það bæði kvölds og morgna og þarf ekkert annað! Það er með sólarvörn og verndar gegn útfjólubláum geislum sólar og bláu ljósi frá tölvu- og snjalltækjaskjám. Það hlaut Global Makeup Awards árið 2020 og mér finnst það engin furða!

SERUM MASK

Þessi maski er ótrúlega rakagefandi, nærandi og góður! Mér líður svo ótrúlega vel í húðinni eftir hann. Ég mæli með honum fyrir alla þá sem vilja eiga sér notaleg haustkvöld. Ég mun nota hann mikið til að gera haustkvöldin aðeins notalegri! Svo leysist hann einnig upp í heitu vatni svo hann er tilvalinn til að hafa á í baði og leyfa honum svo að leysast upp í baðinu til að fá extra næs næringu fyrir allan líkamann.

The Ordinary

Fyrir rúmlega einum og hálfum mánuði fékk ég gjöf frá versluninni Maí (mai.is) sem innihélt meðal annars þrjár vörur frá húðvörumerkinu The Ordinary sem ég verð að segja ykkur frá! Ég er algjör húðumhirðu dýrkandi og elska að hugsa vel um húðina mína þannig ég var mjög spennt að fá að prófa þessar vörur.

Granactive Retinoid 2% Emulsion

Ég var svo hrædd við að byrja að nota þessa vöru! Ég er með mjög viðkvæma húð og hafði ekki góða reynslu af öðru Retinol eða samskonar vörum áður. Svo ég byrjaði hægt og notaði þetta bara einu sinni í viku til að byrja með. Svo eftir því sem húðin mín vandist vörunni gat ég aukið notkunina og fór að taka eftir að húðin virkaði bjartari, jafnari og jafnvel ferskari á morgnana! Ég nota þetta bara á kvöldin og mæli að sjálfsögðu með að verja húðina sérstaklega fyrir sólinni á daginn þar sem hún verður viðkvæmari fyrir sól.

Buffet

Þetta serum inniheldur peptíð sem hjálpa kollagen framleiðslu húðarinnar og veitir líka raka í leiðinni. Það er smá sticky fyrst en ef maður leyfir því að fara inn í húðina fyrst þá hættir þá hverfur þessi áferð. Ég nota þetta alltaf eftir hreinsun á morgnana svo ef ég er í tímaþröng finnst mér líka virka vel að setja rakakrem yfir. Ég er með frekar þurra húð og finnst þessi vara halda rakanum vel inni í húðinni.

Natural Moisturizing Factors + HA

Ég dýrka þetta krem! Mér finnst það mjög létt, rakagefandi en líka milt og ekkert ertandi. Það inniheldur amínósýrur, hyaluronic sýrur sem veita raka og líka ceramide sem heldur rakanum vel inn í húðinni. Ég nota það bæði á kvölds og morgna. Ef ég nota það á kvöldin finnst mér ég vakna með mjúka og vel nærða húð. Það þarf ekki mikið af því en það virkar samt mjög vel. Ég elska svona einfaldar og nærandi vörur!

Glaðningur fyrir áhugamanninn minn!

Verðandi eiginmaður minn er forfallinn fótboltaáhugamaður og hef ég alltaf fundið hjá mér þörf til að styðja og kynda undir þann áhuga. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég hef setið inn í miðjum strákahóp og kallinn minn setið hjá mér og útskýrt fyrir mér allt sem ég ekki skil. Fyrir að hafa alltaf leyft mér að vera með og sýnt mér þennan óþreytandi áhuga og að hafa þessa óbilandi trú á þessum uppgerðaráhuga mínum þá var ég löngu búin að ákveða að launa honum með miðum á heimsmeistaramótið.

En ég fékk ekki að kaupa miðana, hann bara hló að mér og sagði að ég ætti frekar að eyða mínum pening í eitthvað sem ég hefði áhuga á. Svo sá ég auglýsingu hjá Jóni og Óskari að þeir væru að gera Heimsmeistaramóts- hringa, ég var ekki lengi að fatta að þarna væri gjöfin fyrir minn mann komin! Þó hann gangi aldrei með neina skartgripi þá er ég að gefa mikilvægum manni í mínu lífi safngrip sem mun lifa um ókomna tíð og halda þessum sigri sem hæðst á lofti ,,þegar Ísland komst í fyrsta skipti á heimsmeistaramót í fótbolta.” Þessi tímalausi safngripur var nógu Katrínarlegur til að hitta beint í mark. Þegar Ásgeir verður kominn heim frá Rússlandi þá ætla ég að láta grafa á hringinn hvaða leiki hann fór á, svo hann eigi skartgrip sem er líka safngripur og er einstaklega persónulegur og geymir minningar!