Leynitrixið mitt! ❤️

Ég hef verið svo mikið spurð að því hvað ég noti af svona líkamsvörum en þar sem ég hef alltaf verið þurrari en allt sem þurrt má kalla þá hef ég aldrei viljað tala um það. Þar til ég fór að nota Chito Care vörurnar – þá breyttist húðin mín alveg!

BODY SCRUB

Ég hef prófað marga líkamsskrúbba og mér finnst þeir allir gera húðina mína enn þurrari. Ég hafði því ekki háar væntingar en þegar ég fór í sturtu og prófaði þennan skrúbb fór hann langt fram úr mínum björtustu væntingum! Húðin varð silkimjúk og full af næringu!

HAND CREAM

Ég elska þennan handáburð! Hann skilur ekki hendurnar eftir fitugar og ógeðslegar eins og sumir handáburðir en hann virkar ótrúlega vel! Hann er einstaklega hentugur á tímum eins og eru núna þar sem allir eru að spritta sig og höndunum vantar meiri raka og næringu!

BODY LOTION

Body lotionið er eitt það besta sem ég hef prófað! Mér finnst að allir ættu að prófa það og dæma á sínu skinni. Það er rosalega létt og rakagefandi, með mildri og léttri lykt. Ég hef alltaf verið flagnandi af þurrki á líkamanum þangað til ég fékk þetta!

FACE CREAM

Og svo er það star of the show – andlitskremið! Ég sver að ég hef aldrei prufað neitt krem í líkingu við það! Það er svo ofboðslega gott, rakagefandi, milt og létt! Ég trúi því að allir ættu að prufa þetta krem því ég held að mörgum vanti það í rútínuna sína eins og mig! Núna nota ég það bæði kvölds og morgna og þarf ekkert annað! Það er með sólarvörn og verndar gegn útfjólubláum geislum sólar og bláu ljósi frá tölvu- og snjalltækjaskjám. Það hlaut Global Makeup Awards árið 2020 og mér finnst það engin furða!

SERUM MASK

Þessi maski er ótrúlega rakagefandi, nærandi og góður! Mér líður svo ótrúlega vel í húðinni eftir hann. Ég mæli með honum fyrir alla þá sem vilja eiga sér notaleg haustkvöld. Ég mun nota hann mikið til að gera haustkvöldin aðeins notalegri! Svo leysist hann einnig upp í heitu vatni svo hann er tilvalinn til að hafa á í baði og leyfa honum svo að leysast upp í baðinu til að fá extra næs næringu fyrir allan líkamann.

Sumarævintýr!

Í sætri sumarbyrjun þá gat ég platað fjölskyldu mína með mér í íslenskt sumarævintýri. Svo við héldum suður á land og ég fékk í fyrsta skipti að sjá suðurlandið skarta sínu fegursta.

Við byrjuðum á því að halda suður á bóginn þar sem fyrsta stopp var Seljalandsfoss, algjörlega túristalaus og við vorum þar nánast ein að skoða þessa náttúruperlu þar sem við gátum farið á bakvið fossinn og notið okkar í úðanum af fossinum og séð fallegu klettana sem eru í felum á bakvið fossinn sem og í fjallinu í kringum fossinn. Við nutum þess að horfa á fossinn í sólinni og sumarylnum. Ég var í dásamlegum fötum frá Zo-on, Engey Superstretz buxunum sem henta vel í bíl sem og úti í náttúrunni þar sem þær eru flísfóðraðar og eru því hlýjar og góðar sama hvort þær séu notaðar sem innsta lag undir aðrar buxur eða einar og sér. Við þær var ég í bláum Dynjandi stuttermabol. Það var æðislegt að ferðast um í þessum fötum svo áður en ég fór út að skoða Seljalandsfoss þá fór ég í peysu frá Zo-on sem heitir Vindur og í úðanum frá fossinum þá fór ég í jakka sem er einnig frá Zo-on og kallast Demba, sem er sérstaklega gott að hafa við höndina þar sem hann er alveg vatnsheldur en andar einnig mjög vel. Þar sem við vissum ekkert hvernig veðri væri von á. Eftir góða stund héldum við næst að Skógafossi og þá var einmitt komin rigning.

Ég naut mín vel við kraftinn frá Skógafossi. Ég fór eins langt og ég komst og reyndi að innbyrgða alla þá orku sem ég gat. Ég naut mín að standa við rætur fossins í rigningu og fá úðann af fossinum beint framan í mig. Við héldum svo á leið á Hótel Rangá og mér finnst svo gaman að keyra um í svona allt öðruvísi landslagi en ég er vön, sjá glitta í fjöllin í Vestmannaeyjum og einnig í Eyjafjallajökul. Flatlendið er svo mikið þarna. Þegar við komum að Hótel Rangá fannst mér svo merkilegt að sjá fjallið Heklu og fá að njóta fegurðar hennar svona í fjarska.

Það var tekið mjög vel og hlýlega á móti okkur á Hótel Rangá. Þegar við komum inn á hótelið tók stærðarinnar ísbjörn á móti okkur sem ég tók sem tákn um hlýju og kröftugheit. Ég hef sjaldan gist á svo góðu hóteli. Okkur var úthlutað svo góðum og flottum herbergjum þar sem við hvíldum okkur dálitla stund áður en við fórum á veitingastaðinn þeirra í kvöldmat. Þar var komið fram við okkur eins og við værum konungsfólk og betri mat hefur enginn af okkur smakkað. Alveg sama hvort það var lax, lamb, nautalund eða svepparisotto. Svo fengum við okkur eftirrétt, súkkulaðiköku og ís sem fullkomnaði daginn. Eftir matinn héldum við í pottana þar sem við gátum leyft ferðalagi dagsins að líða úr okkur með útsýni yfir þessa einstöku náttúru sem er þarna í kring áður en við fórum inn í herbergin okkar að sofa í þessari einstöku kyrrð og ró sem býr út á landi á næturnar.

Skyrta og buxur: Lindex
Skór: Adidas
Náttföt: Lindex
Bók: Forlagið

Svo vöknuðum við endurnærð daginn eftir og fórum í morgunmat. Svo fóru sumir í leikjaherbergið en þá fór ég að lesa og svo var haldið heim á leið með stoppum í Friðheimum, Geysi, Gullfoss og Þingvöllum. Ég klæddi mig rétt fyrir þann dag, þá var ég í buxum frá Zo-on sem heita Ganga. Þær eru bæði smart og einstaklega þægilegar. Svo var ég í gulum Dynjandi stuttermabol frá Zo-on og í Skarðshlíð peysu frá Farmers Market. Ég þurfti varla að fara í Dembu jakkann því sólin lék við okkur. Mér fannst svo áhugavert að fara í Friðheima og fá að sjá alla þá ræktun sem er þarna og fá að njóta matarins sem er í boði þarna sem er einmitt gerður úr ferskum tómötum og grænmeti sem er ræktað á staðnum.

Taska: zo-on

Þetta var góð byrjun á deginum sem var nýttur til að bera helstu náttúruperlur suðurlandsins augum og í sól þá skörtuðu þær sínu fegursta. Hvort sem það var Strokkur að gjósa, krafturinn í Gullfossi eða kyrrðin við Þingvallavatn. Þá voru þessir dagar fullkomnaðir með fegurð suðurlandsins hvort sem það var rigning eða sól. Mér finnst ég vera svo heppin að hafa fólk í kringum mig sem nennir að taka þátt í svona ævintýrum með mér!

Vetrarkuldi ❄️

Mér finnst svo innilega ánægjulegt og bókstaflega yndislegt að desember hafi gengið í garð umvafinn fannhvítri jörð. Snjórinn gerir allt svo mikið hátíðlegra, allt verður bjartara og jólalegra. Reyndar er einn óhjákvæmilegur fylgikvilli sem fylgir svona veðurfari og þessum árstíma bara yfir höfuð og það er kuldinn. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég á oft alveg hrikalega erfitt með að fara út í snjóinn og kuldann snemma á morgnana þegar ég er dauðþreytt og það sem er eiginlega verst og fær mig næstum til að hætta við að fara út, er að ég er bara klædd þunnum æfingafötum. Á þannig morgnum finnst mér nauðsynlegt að eiga góða úlpu sem ver mig fyrir mesta kuldanum og verður hún líka að vera svo flott og fín!

Í október fékk ég að gjöf frá Zo On og kallast Mjöll úlpa. Mér finnst hún vera fullkomin utanyfirflík einmitt fyrir íslenskt veðurfar. Í október og nóvember notaði ég mest bara innra lagið á úlpunni eitt og sér, þá er það flottur vatteraður jakki, svo ef það var rigning þá notaði ég fallegu regnkápuna en hún er ytra lagið. Núna eftir að það fór að kólna þá smellti ég jakkanum inn í regnkápuna og þannig verður þetta að vatnsheldri hlýrri og ótrúlega flottri úlpu!

Þegar ég hugsa til baka þá held ég að ég viti fátt hátíðlegra en minninguna þegar ég kem inn heima hjá mér eftir að hafa verið úti að leika mér. Ég er eitt risastórt bros sem er frosið fast við þessa miklu og innilegu gleði sem býr innra mér, þá eru kinnarnar á mér fastar uppi, þær eru rauðar af allri gleðinni og frostbitnar, eftir að ég hef verið úti í lengri tíma að leika mér í snjónum. Þegar ég opna útidyrahurðina heima hjá mér þá grípur mig skemmtileg og falleg jólatónlist, pabbi minn situr og tendrar upp arineldinn sem skín svo fallega inn í jólalegu stofunni heima, mér líður svo unaðslega vel. Í minningunni þá er mamma inn í eldhúsi syngjandi með jólatónlistinni og að baka fyrir jólahátíðina, ég kasta af mér snjóugum útifötunum og hleyp til mömmu því ég er svo æst í að fá að hjálpa henni!

Þó ég hafi ekki líkamlega getu til að endurupplifa þessa minningu þá komst ég örugglega næst því þegar ég labbaði með stuðning mömmu frá bílastæðinu, þar sem ég stoppa til að finna vindinn blása um mig og finna öll veðurbrigðin leika um mig þá er gott að ég sé klædd flottu og góðu úlpunni frá Zo On, Mjöll, hún ver mig eins mikið og úlpa getur gert fyrir öllum veðurbrigðum. Ég kem svo lafmóð, blaut og hamingjusöm inn og hvað haldið þið, er þá ekki pabbi að kveikja upp í arninum!