FÆRSLUR

Dýrmætir dagar í dimmumni okt 24, 2023 - Það er eitthvað yndislegt við allar árstíðirnar. Nú þegar haustar og dagurinn styttist þá er svo notarlegt að ylja sér við kamínuna og kveikja á kertum. Það er smá ró sem kemur með húminu. Með húminu koma líka svo fallegir litir sem skreyta umhverfið í allri sinni dýrð. Ég finn styrkinn alltaf aukast þó það […]
Tvær stjörnur apr 26, 2023 - Draumur að rætast. Ég fékk hugmyndina að hálsmeninu Tveimur stjörnum fyrir sjö árum. Úr meninu má sjá tvær stjörnur, eða verur, sem styðja hvor við aðra. Þegar hugmyndinni að hálsmeninu laust niður í kollinn á mér þá langaði mig að tjá svo margt með tveimur stjörnum. Menið stendur fyrir kærleika, von, samvinnu og ekki síst […]
Að duga eða drepast feb 27, 2023 - Ég sagði við mömmu að ég væri alveg að gefast upp og hún svaraði ,,að það væri annað hvort að duga eða drepast”, ég ákvað að duga eitthvað áfram. Finnst mér ljóð eða viska sem tileinkuð er móður Teresu eiga svo vel við og vera svo hvetjandi. GJÖF LÍFSINSLífið er tækifæri, gríptu það.Lífið er fegurð, […]
PAINTING IS MY NEW SONG ágú 7, 2022 - Síðastliðinn laugardag opnaði ég málverkasýningu í Krummakoti, vinnustofu listakonunnar Jean Larson á Flateyri. Við Jean vinnum svo vel saman og ég hlakkaði til að koma til hennar og sjá sýninguna. Ég var búin að hugsa mikið um það hvort ég gæti sjálf verið viðstödd opnunina og efaðist satt að segja um það, enda er ég […]
Staðan í dag júl 14, 2022 - Það er margt búið að gerast í lífi mínu undanfarna daga. Ég fékk annað heilaáfall í júní sem gerði brekkuna svolítið brattari fyrir mig. Ég er samt sem betur fer ennþá ég sjálf og finn að ég er á batavegi. Rétt áður en ég fékk áfallið núna í júní skrifaði ég færslu sem ég náði […]
Litlu sigrar seinustu missera des 29, 2021 - Það er svo ótrúlega skrítið þegar tilveran fer svona á hvolf eins og síðustu tæplega tvö ár hafa liðið þá er til fólk sem mislíkar það ekki svo sárt. Mér líður sjálfri stundum líkt og að þegar hægist svona skyndilega á tilveru fólks í kringum mig þá hafi ég betra tækifæri en áður til þess […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2021 - Í dag eru 26 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Lærdómsríkur hjólatúr sep 17, 2021 - Ég hef aldrei notið þess að fara hratt um. En þegar það er tekið frá manni þá saknar maður þess að hafa valið. Þegar ég fékk hjólið mitt þá gafst mér loksins tækifæri til þess að fara frjáls ferða minna á eyrinni. Ég þurfti að læra á hjólið og fór því mjög hægt í fyrstu […]
Til hamingju með lífið! / Sky is the limit! jún 15, 2021 - MEÐ VINDINN Í BAKIÐ Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst. Ég finn núna hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Veröldin smækkar þegar maður er […]
🎊🎉2020🎉🎊 des 25, 2020 - Nú þegar fimm ár eru liðin frá því að ég fékk stóra heilaáfallið þá hélt ég að mér yrði alveg batnað, ég yrði örugglega búin að læra eitthvað og farin að vinna einhversstaðar við það sem ég hefði lært. En það voru bara draumsýnir. Batinn hefur gengið hægar en ég óskaði mér en það sem […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2020 - Í dag eru 25 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Leynitrixið mitt! ❤️ sep 7, 2020 - Ég hef verið svo mikið spurð að því hvað ég noti af svona líkamsvörum en þar sem ég hef alltaf verið þurrari en allt sem þurrt má kalla þá hef ég aldrei viljað tala um það. Þar til ég fór að nota Chito Care vörurnar – þá breyttist húðin mín alveg! BODY SCRUB Ég hef […]
Enn einn stóri sigurinn! ágú 14, 2020 - Fyrst eftir að ég fékk áföllin þá stóð ég föst í þeirri trú, sem var í samræmi við það sem ég fékk iðulega að heyra frá fólki sem vann við þetta og spáði í þessu á hverjum einasta degi, að batinn myndi allur verða á fyrsta árinu. Þegar ár var liðið hélt ég samt áfram […]
Sumarævintýr! júl 1, 2020 - Í sætri sumarbyrjun þá gat ég platað fjölskyldu mína með mér í íslenskt sumarævintýri. Svo við héldum suður á land og ég fékk í fyrsta skipti að sjá suðurlandið skarta sínu fegursta. Við byrjuðum á því að halda suður á bóginn þar sem fyrsta stopp var Seljalandsfoss, algjörlega túristalaus og við vorum þar nánast ein […]
Hvort er ég að missa af lífinu eða endurheimta það? jún 15, 2020 - Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af.  Þegar ég vaknaði heyrði ég og skildi allt það sem fram fór í kringum mig en ég gat ekki tjáð mig og […]
The Ordinary maí 17, 2020 - Fyrir rúmlega einum og hálfum mánuði fékk ég gjöf frá versluninni Maí (mai.is) sem innihélt meðal annars þrjár vörur frá húðvörumerkinu The Ordinary sem ég verð að segja ykkur frá! Ég er algjör húðumhirðu dýrkandi og elska að hugsa vel um húðina mína þannig ég var mjög spennt að fá að prófa þessar vörur. Granactive […]
Litla land maí 5, 2020 - Litla land, höfundur: Gaël Faye Mér finnst þessi saga vera átakanleg, falleg, spennandi og áhrifamikil! Á þessum fordæmalausu tímum finnst mér það hljóma frekar kærkomið að vera í áskrift hjá bókaforlaginu Angústura og fá þessa dásemd senda beint upp að dyrunum heima hjá sér! Þessi bók hreyf mig alveg frá upphafi og til enda. Hún […]
Ég er heppnasta stelpa í öllum heiminum! okt 30, 2019 - Ég er svo heppin að eiga frænda sem er læknir og vísindamaður og stýrir þessa dagana rannsókn á lyfi fyrir mig. Þetta lyf er talið geta haft afgerandi áhrif á þá sem bera þetta stökkbreytta gen sem olli heilablæðingunum mínum. Ég hef sjálf óbilandi trú á að þetta lyf geti hjálpað mörgum og vona að […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2019 - Í dag eru 24 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Sumarið er tíminn! júl 19, 2019 - Mér þykir enginn tími jafn ómótstæðilegur og sumartíminn. Staða sólarinnar hefur greinilega svo gífurleg áhrif á mig. Ég leyfi mér yfirleitt að taka nokkra daga þar sem ég fæ algjört sumarfrí en þá reyni ég að hugsa ekkert um vinnuna. Þegar nokkrir þannig dagar hafa liðið þá verð ég óþreyjufull að byrja dagana mína aftur […]
Til hamingju með lífið! jún 15, 2019 - Í dag er ég fjögura ára og tek fagnandi á móti þessu stórkostlega lífi! Fyrir fjórum árum vaknaði ég bundin við öndunarvél og ég gat þá einungis haft stjórn á hægra auganu mínu, ég vakna þá rúmlega sólarhring of seint eftir heilablæðingu sem var svo ofboðslega stór að það varð að framkvæma heilaskurðaðgerð til að […]
Ljúfa líf! maí 13, 2019 - Mér finnst ég vera hálf feimin eftir að hafa opinbera mig svona og fá í algjörann bónus þessa gífurlegu athygli. Ég vil náttúrulega að saga mín nái eyrum sem flestra og að sem flestir fari alveg óhræddir í blóðprufu og láti athuga hvort þeir beri þetta gen, og ef svo er þá taka þeir þátt […]
Stóra leyndarmálið mitt! apr 11, 2019 - Þegar lífið fer í átján kollhnísa, fimmtán handahlaup, tólf heljarstökk og brotlendir svo, þá er gott að vera umvafinn góðu fólki sem gerir allt til þess að gera lifið tryggt og öruggt. Ég stend staðföst og óhagganleg í þeirri trú að ég sé í hópi þeirra allra heppnustu. Fjölskylda mín og vinir mínir standa þétt […]
Langt síðan síðast! mar 13, 2019 - Peysa, buxur og taska eru frá ZO-ON Halló fallegi heimur! Nú er ég að vakna og byrjuð að líkjast sjálfri mér eftir fjóra mjög krefjandi og þunga mánuði. Ég er svo innilega þakklát öllum þeim sem standa mér næst og þau passa upp á að góða og bjarta skapið fái aldrei að víkja mér frá. […]
Vetrarkuldi ❄️ des 12, 2018 - Mér finnst svo innilega ánægjulegt og bókstaflega yndislegt að desember hafi gengið í garð umvafinn fannhvítri jörð. Snjórinn gerir allt svo mikið hátíðlegra, allt verður bjartara og jólalegra. Reyndar er einn óhjákvæmilegur fylgikvilli sem fylgir svona veðurfari og þessum árstíma bara yfir höfuð og það er kuldinn. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég á […]
Vantar þig jólagjöf? nóv 28, 2018 - Ég hef alltaf verið svo heppin að vera gædd þeim hæfileika að eiga auðvelt með að kynnast fólki og eignast vini. Á þessu ári kynntist ég íþróttafatamerkinu Brandson, það má segja að ég hafi orðið ástfangin af fötunum við fyrstu kynni. Þeir sem hafa fylgst með mér á instagram vita að ég nota þau nánast […]
Litlu sigrarnir nóv 5, 2018 -     Frá því ég loksins vaknaði eftir blæðinguna og aðgerðina þá man ég allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum og ég man eftir rónni og þakklætinu sem ég fylltist þegar hún sagði mér frá þessu, ég varð samstundis svo þakklát að ég skildi hafa lifað þetta af. […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2018 - Í dag eru 23 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Það sem ég ætla að gera í október okt 10, 2018 - Ég vakna einn bjartann og fallegan haustmorgun. Ég gef mér alltaf góðann tíma til að hugleiða upp í rúmi í morgunbirtunni, helst áður en nokkur annar vaknar, þá kem huganum í það dagsform sem mér þykir réttast hverju sinni. Svo núna um daginn þá fann ég að ég væri tilbúin í ærlega sjálfskoðun. Sú skoðun […]
Þegar haustar sep 19, 2018 - Þegar dagarnir byrja aðeins að þyngjast svona þegar haustar. Þá á ég trix sem virkar alltaf á mig, ég bið einhvern um að fara með mig út í stuttann göngutúr. Þar sit ég kappklædd í hjólastólnum og mér líður aldrei betur en þegar kaldur vindurinn blæs framan í mig þannig augun mín tárast. Á þeim […]
Litlu sigrarnir í ágúst ágú 26, 2018 - Ágúst er greinilega mánuðurinn sem kemur með stóru sigrana og sýnir mér að ég megi aldrei nokkurntímann svo mikið sem íhuga það að gefast upp. Lífið er bölvaður barningur á mismunandi sviðum fyrir okkur öll.. Ég er svo gífurlega lánsöm að vera elskuð og pössuð af þeim allra besta unnusta sem hugsast getur. Fólkið sem […]
Reykjavíkur maraþonið 2015 ágú 15, 2018 - Ég var ósköp venjuleg 21 árs gömul stelpa þegar ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft […]
Það sem ég ætla að gera í ágúst ágú 8, 2018 - Ég hef alltaf átt í virkilega skrítnu sambandi við ágústmánuð þar sem ég hef iðulega fyllst ónotum og orðið að stórum stresshnúti eftir því sem líður á þennan mánuð. En eftir að mér var kippt úr þessu óvenjulega en samt svo alltof algenga hversdagslífi þá hafa seinustu þrír ágústmánuðir verið mér sem gjörbreytir. Þið getið […]
Litlu sigrarnir í júlí júl 27, 2018 - Ég er svo ofboðslega heppin að hafa alltaf trúað því að ég sé að stefna á drauma mína og vinna að óskum mínum Ég gæti verið alla daga að vorkenna mér yfir hlutskipti mínu í lífinu, að ég tali óskiljanlega, líkami minn allur er kraftlaus og ég þarf hjálp við nánast allt. En lífið það […]
Litlu sigrarnir í júní jún 26, 2018 - Ég er svo ofboðslega heppin að hafa alltaf trúað því að ég sé að stefna á draumana mína og vinna að óskunum mínum Fyrir þremur árum fékk ég þriðja og lang stærsta heilaáfallið. Þá var ég 22 ára og gat bara hreyft annað augað, vöðvarnir misstu allann kraft svo ég lá fyrstu vikurnar í öndunarvél […]
Í dag er ég þriggja ára! jún 15, 2018 - Það eru komin þrjú ár síðan ég vaknaði eftir stóru heilablæðinguna. Ég hélt að ég myndi alla tíð vera skjálfandi á beinunum og hágrenjandi af kvíða og hræðslu bæði fyrir fjórtánda og fimmtánda júní, en í ár sýndi ég sjálfri mér að öllu má breyta og ég bauð vinkonum mínum til mín í movie night […]
Glaðningur fyrir áhugamanninn minn! jún 11, 2018 - Verðandi eiginmaður minn er forfallinn fótboltaáhugamaður og hef ég alltaf fundið hjá mér þörf til að styðja og kynda undir þann áhuga. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég hef setið inn í miðjum strákahóp og kallinn minn setið hjá mér og útskýrt fyrir mér allt sem ég ekki skil. Fyrir að […]
Það sem ég ætla að gera í júní jún 8, 2018 - Nú er ég nýkomin heim úr langþráðu og ákaflega nauðsynlegu fríi. Ég byrjaði júnímánuð sinnandi verkefnum í Bandaríkjunum á milli þess sem ég var að vinna að þeim þá átti ég yndislegar stundir með fólkinu mínu. Mánuðurinn minn byrjaði í sól og hita handan Atlantshafsins svo kom ég heim í sumaryl og grænan garð. Það […]
Það sem ég ætla að gera í maí: maí 14, 2018 - Nú er það svo greinilegt að sumarið er rétt handan við hornið. Allt líf handan glugganna vaknar með hverjum deginum sem líður, ég sé nánast daglegan mun á hvað grasið grænkar, blómin vakna og tréin laufgast og grænka frá degi til dags. Ég þarf ekki mikla sól til að henda öllum þykku vetrarfötunum úr fataskápnum […]
Nýjir og spennandi tímar! apr 16, 2018 - Ég held að vorið sé komið núna! Ég er svo spennt fyrir komandi tímum. Ég er svo mikið vor-barn, minn tími er svo sannarlega á vorin, ég nýt þess alveg til hins ítrasta að finna hvað sólin hækkar bæði á himninum og í hjartanu mínu, fylgjast með náttúrunni vakna fyrir utan gluggana og með hækkandi […]
Litlu sigrarnir í mars mar 25, 2018 - Ef einhver hefði spurt mig þegar ég var lítil stelpa ,,hvað ætlar þú þér að verða þegar þú verður stór?” Þá hugsa ég að mitt svar hefði verið eitthvað á þessa leið ,,ég ætla að verða hjúkrunarkona alla virka daga sem yrði svo að leikkonu á kvöldin og söngkonu um helgar. Það má segja að […]
Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir mar 6, 2018 - Í tilefni af 6. mars sem er Evrópudagur talþjálfunnar hef ég ákveðið að gera það sem ég lofaði sjálfri mér að ég myndi aldrei nokkurn tíma gera en það er að skrifa hér alla mína sögu sem viðkemur talmeinafræðingum. Ég er 24 ára gömul stelpa sem missti allan vöðvakraft vegna heilaáfalla og er því ótalandi, […]
Fleiri stórir sigrar í febrúar! feb 14, 2018 - Áður en ég veiktist þá lagði ég mikla áherslu og ég gerði mitt allra besta í að rækta bæði líkama og sál af heilbrigði og gera það eins vel og ég gæti. Ég naut mín aldrei betur en þegar ég var hlaupandi um Ægissíðuna eða út fallega fjörðinn minn andandi að mér þessu tæra, hreina […]
Óvæntir sigrar feb 7, 2018 - Það er svo ótrúlega gaman og það eru í rauninni forréttindi að fá að búa í þannig umhverfi að mér sé tekið alveg eins og ég er og mér er meira segja tekið vel! Fyrir þremur mánuðum þá var ég svo óörugg að ég átti í mestum vandræðum að fara út á meðal fólks því […]
Það sem ég ætla að gera í febrúar feb 3, 2018 - Ég bíð febrúar svo hjartanlega velkominn! Ég er svo bjartsýn á að þegar þessi töfrandi vetrarmánuður skrýðir sinn sess og á sama tíma muni hann hrinda af stað einhverjum alveg hreint mögnuðum hlutum. Mér finnst svo margir vera að tala um að þeir séu eitthvað svo neikvæðir fyrir febrúar en ef það væri þannig hjá […]
Litlu sigrarnir í Janúar jan 28, 2018 - Frá því ég var lítil hef ég alltaf getað verið ákaflega ánægð og stolt af sjálfri mér. Við þessi þrjú áföll óttaðist ég að þessi eiginleiki sem skiptir mig svo afar miklu máli hefði horfið og myndi örugglega aldrei sýna sig aftur í mínum karakter. Ég stóð mig jafnvel að því að vera að hugsa […]
Blómabætingar jan 22, 2018 - Það er svo dásamlegt að vera ríkur af vinum sem gæða lífið manns öllum þeim fegurstu og skemmtilegustu litum sem til eru. Ég er svo ofboðslega lánsöm að ég á heilan helling af vinum á öllum aldri. Ég nýt mín aldrei betur en í félagsskap þeirra hvort sem við erum bara að spjalla, hlæja, á […]
Sunday Cosiness jan 14, 2018 - Í jólafríinu tók ég mér frí frá nánast allri raftækni (tölvu, ipad, sími o.s.frv.) og varð alveg offline fram á gamlársdag þá byrjaði ég að svara póstum og skilaboðum sem þið sendið mér á instagram (@katrinbjorkgudjons). Ég má til með að þakka ykkur hér líka svo innilega fyrir alla þessa glás sem ég hef fengið […]
2 0 1 8 jan 10, 2018 - Eftir þessa ljúfu hátíð er ég virkilega endurnærð og ég er sko mikið meira en tilbúin til að takast á við nýtt ár. Á árinu 2018 ætla ég að breyta aðeins áherslum mínum og vinna vinnuna sem ég hef ekki þorað að takast á við hingað til. Eftir svona flott ár eins og 2017 var […]
Jól 2017 des 11, 2017 - Svona litu Jólagjafahugmyndirnar mínar í fyrra út, í ár verða þær mjög svipaðar en ég ætla frekar að deila með ykkur þeim lista sem ég hef skrífað hjá mér í notes til að veita mér hugmyndir þegar komið er að því að velja jólagjafir. Það eru auðvitað ekki allir jafn bilaðir og ég sem byrja […]
Jólasigurinn des 8, 2017 - Ég sigraðist virkilega stórt á sjálfri mér á þriðjudagskvöldið, ég fór á mína fyrstu jólatónleika síðan ég veiktist. Þá fyrstu í þrjú ár og mikið var það nú gott að gleyma sér í tónaflóðinu og þetta var svo einstaklega náttúrulegt fyrir mig. Áður en heilaáföllin fóru að ónáða mig þá var desember sá mánuður sem […]
New in des 6, 2017 - Mér finnst alveg sérstaklega dásamlegt að fá að vakna heima hjá mömmu og pabba einmitt þennan morguninn við lyktina sem fyllir húsið þegar pabbi kveikir upp í kamínunni og mamma mín er inn í eldhúsi og töfrar fram dásamlegu jólasmákökurnar. Núna eru jólin alveg að koma hjá mér! Í dag þá átti ég pakka á […]
Litlu sigrarnir í nóvember // The small victories nóv 30, 2017 - Í nóvember eru þrjú ár síðan ég vaknaði upp í mína verstu martröð, ég vaknaði á laugardagsmorgni heima hjá mér í Vesturbænum, níu dögum eftir að ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, ég var að fara að hitta vinkonur mínar. Þegar ég reyndi að fara fram úr þá gat ég ekki hreyft hægri hluta líkama míns, […]
.. Embrace the cosy season! nóv 26, 2017 - .. Embrace the cosy season! Seinustu jól voru bókstaflega stórkostleg! Þá var sem einhver hefði átt sér jólaósk um winter Wonderland og það snjóáði svo miklum jólasnjó á aðfangadagsmorgun. Þannig vafðist allt utan dyra undir þykka hvíta slæðu. Ég hlakka svo til að fá mér heitt súkkulaði og smákökur og gefa gjafirnar sem ég er […]
When life becomes a little difficult then I… nóv 19, 2017 - Í fyrsta sinn í svo ótrúlega marga daga get ég leyft mér að setjast niður og gert bara það sem mig langar að gera. Það er búið að vera svo brjálað að gera hjá mér en þá líður mér líka best. Ég er búin að vera á fullu frá morgni til kvölds alla síðustu viku! […]
Fallegasta gjöf sem til er nóv 10, 2017 - Á liðnum dögum voru tvö ár frá því þessi stórkostlegi atburður átti sér stað. Þá söng þessi dásamlega vinkona mín, bæði ein og í hópi með öllu hæfileikaríkasta tónlistafólki Ísafjarðarbæjar, heila stórtónleika fyrir mig og fjölskyldu mína. Fyrir troðfullri Ísafjarðarkirkju skilaði hver einn og einasti sem komu að þessum tónleikum af sér algjörlega ógleymanlegum, dásamlegum […]
Beautiful day  nóv 8, 2017 - Ég elska að taka vel á því í æfingum! Núna er ég búin að fara á fjórar æfingar síðan á mánudaginn og er að bíða eftir þeirri fimmtu sem verður á eftir. Það er svo dásamleg tilfinning að fá að verða útkeyrð og úrvinda eftir æfingar. Ég nýt þess svo einstaklega að fá að hafa […]
My favorite season  nóv 5, 2017 - bestseller.is – HÉR Gleðilegan sunnudag! Hér eru nokkrar hugmyndir hugmyndir af klæðnaði fyrir komandi tímabil. Hvort sem maður er að fara á tónleika með fjölskyldu eða vinum, út að borða með betri helmingnum sínum eða bara í partý þá finnast mér þessi dress tilvalin. Ég á það til að fá einhverja óútskýranlega ofsafenga löngun í […]
Welcome November  nóv 1, 2017 - Mér finnst næstum ótrulegt að það sé kominn nóvember og það lítur svona út úti, hvergi snjór á láglendi en hvítt í fjallatoppum. Ég er samt alls ekki að kvarta, ég kemst ennþá út í göngutúra sitjandi í hjólastólnum mínum í haustsólinni sem leikur um mig og fallega fjörðinn minn. Í nóvember ætla ég að […]
Kosningar okt 29, 2017 -  Ég má til með að deila einni sögu í tilefni kosninganna Ég hef alla tíð talið mig vera lausa við allar pólitískar skoðanir, ég hef bara stutt ákveðna flokka ef einhver sem skiptir mig hjartans máli og ég treysti er í efstu sætunum annars skila ég auðu, á þeim tímapunkti er mín pólitíska vitund bara […]
I was only two and a half and do not remember anything okt 26, 2017 - Í dag eru 22 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Litlu sigrarnir í október okt 25, 2017 - Ég fékk extra langa helgi um þessa helgi, ég fékk einnig að njóta mín í félagsskap þeirra sem standa hjarta mínu næst alla helgina og svo aukalega mánudag og þriðjudag. Mér líður sem ég sé endurnærð og ég finn alveg hvað félagsskapur með mínum nánustu lyftir mér upp, kætir og bætir! Eftir þessa frábæru helgi […]
Change of Mindset okt 18, 2017 - Kaupmaðurinn Sweater: Farmers Market Um helgina veltist ég um í óplönuðum hversdagsleika, en núna á virkum dögum þá líður mér best að hafa allt planað, ég æfi alla virka daga og vinn svo alltaf eftir æfingar. Um helgina fékk ég nóg af sjálfri mér, það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér […]
BEA-utiful! okt 17, 2017 - Ég elska þessa fallegu haustdaga, núna þegar sólin er farin að lækka á lofti á ég alltaf jafn erfitt með að trúa því að það koma bara í alvöru dagar þar sem hún nær ekki að yfirstíga efstu fjallatindana, þá gægist hún á milli fjallana og skín þá yfirleitt beint í augun á mér og […]
When it’s gets cooler  okt 13, 2017 - Góðan daginn þið yndislegu. Ég finn það svo vel á öllu í kringum mig að haustið er komið fyrir alvöru. Í morgun vaknaði ég meira segja við rigninguna lemja gluggann minn. Ég er og hef alltaf verið ótrúlega mikil kuldaskræfa svo það fyrsta sem var gert í morgun var að ná í úlpuna mína, það […]
Það sem ég ætla að gera í október okt 9, 2017 - Í október skrifaði ég niður tíu atriði sem ég ætla að hafa á bak við eyrun, þessi mánuður tekur á móti okkur prýddur öllum þeim fallegustu litum sem haustið getur skartað. Stóru markmið mánaðarins hjá mér er að ég ætla að leggja mig alla fram um að njóta tímanns með yndislega fólkinu mínu og ég […]
No less fun  okt 4, 2017 - Eftir þessa miklu dagskrá sem var hjá mér seinustu vikur þá hef ég bara legið upp í rúminu mínu og sofið alla helgina. Það er besta leiðin fyrir mig til að safna orku, það borgaði sig svo greinilega því ég fór bæði í dag og í gær á æfingar. Ég hef bara farið á æfingar, […]
I’m back  sep 29, 2017 - Ég er búin að eiga brjálaðar síðustu vikur, en núna er ég loksins komin heim eftir vægast sagt mjög svo viðburðaríka daga og vikur. Í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að blogga á þessari síðu þá liðu svo alltof margir dagar á milli blogga. En það er það ljúfa við að hafa loksins tækifæri á […]
Haust 💕 sep 18, 2017 - Samstarf við Kaupmanninn  Ponsjó og peysa: Farmers Market  Það er búið að vera svo yndislegt haustveður hérna seinustu daga, þannig að þessi ponsjó hefur verið mikið notaður ef ég hef verið að fara út þá hef ég bara hent honum yfir mig og þá er ég tilbúin. Það eru í alvöru komin meira en þrjú […]
Magical Days of Autumn  sep 13, 2017 - Þessar myndir voru teknar í gær þegar ég var að keyra heim úr æfingum þá tók þessi fallegi fjörður á móti okkur skartandi sínum fegursta haustbúning, það merlar svo undur fallega á hafið og kyrrðin var bókstaflega töfrandi, samspil litanna í náttúrunni er svo ómótstæðilega fallegt svona snemma á haustin. Að keyra um fjörðinn minn […]
// A Sweater for Fall and Winter sep 7, 2017 - Samstarf við Kaupmanninn Sweater from Farmers Market and jeans from Vila  Þessi dásamlega peysa sem ég er í á þessum myndum var að koma í Kaupmanninn á Ísafirði búðina mína sem ég vann alltaf í á meðan ég gat bæði talað og gengið hjálparlaust. Þau munu samt aldrei losna við mig því ég er iðulega […]
Það sem ég ætla mér að gera í september sep 4, 2017 - Vá það er kominn september, mér finnst tíminn aldrei hafa liðið jafn hratt og hann er að gera akkurat núna en það þýðir bara að það sé gaman. Ég er í fyrsta sinn að taka á móti haustinu í sátt og algjörlega stresslaus, mér finnst það alveg stórkostlegt og ég ætla að njóta þess alveg […]
My Instagram story  sep 3, 2017 - Ég hef gert mitt allra besta til að sýna öllum sem vilja sjá hjá mér gróflega hvað ég geri yfir daginn á instagram og mér finnst svo ótrúlega gaman að svara skilaboðum frá ykkur og sýna ykkur svipmyndir frá deginum mínum, því minn hversdagsleiki er svo frábrugðinn því sem hann var. Ég fann að ég […]
Adventures from the past week  ágú 27, 2017 - Þessar myndir voru teknar síðasta fimmtudag en sá dagur var vægast sagt dásamlegur. Ég vaknaði við sólina sem var að brjóta sér leið í gegnum gluggatjöldin á glugganum mínum og þegar ég sá það þá varð ég viss um þessi dagur yrði dásamlegur. Ég flýtti mér fram úr og plantaði mér á pallinn okkar og […]
My life in pictures between strokes ágú 25, 2017 - Ég fékk mitt fyrsta heilaáfall 13. nóvember 2015, svo kom annað heilaáfall tíu dögum seinna. Næstu sjö mánuði lifði ég í algjöru hugarhelvíti. Á þessum tíma fannst mér þetta vera óyfirstíganlega ósanngjarnt og mér fannst það nánast því vera óhugsandi að einhver gæti verið svona óheppinn. Ég sem hafði alla tíð verið káta og glaða […]
Stóri sigurinn // the small victories  ágú 23, 2017 - Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta upp á […]
Sunday outfit  ágú 20, 2017 - Halló elskurnar mínar! Mér fannst svo skrítið og fyndið þegar ég áttaði mig á því að það eru komin þrjú ár frá því ég tók alltaf eitt kvöld í viku þar sem eg mátaði og setti saman dress fyrir vikuna. Þar ákvað ég öll fötin sem ég myndi klæðast alla daga í komandi viku. Með […]
New from top to toe  ágú 15, 2017 - Mér finnst fátt skemmtilegra en að skoða mér föt á internetinu og einstaka sinnum leiðir það til þess að nokkur þeirra enda óvart í körfunni minni og birtast svo alveg óvart heima hjá mér. Ég reyni samt sem áður alltaf að vera skynsöm í öllum kaupum því nískupúkinn sem eltir mig út um allt passar […]
Day dreaming  ágú 11, 2017 - 7 Jacket from massimo dutti, jeans: Only, Tshirt from F21, belt and bag: Guess  Eftir svona langa sólríka daga eins og seinustu vikur eru að mestu búnar að vera þá finnst mér ég vera að gera eitthvað af mér með því að viðurkenna að nú hefur tilhlökkun mín til haustsins aukist til muna, enda eru […]
Wonderful days of summer go by a lot more relaxed now  ágú 9, 2017 - Seinustu vikur eru búnar að vera dásamlegar þá sérstaklega síðasta vika og verslunarmannahelgin. Það tekur mig alltaf smástund að fatta að nú er verslunarmannahelgin búin, allir farnir eða alveg að fara og allt sumarfjörið búið, haustið er handan við hornið. Mér finnst það alls ekki leiðinlegt, það er bara spennandi ég er búin að eiga […]
Sumardraumur ágú 1, 2017 - Nú er sumarfríið mitt alveg að klárast og þá kemst aftur regla hér inná. Undanfarna daga hef ég haldið mér upptekinni við að njóta veðursins og dagsins annað hvort úti eða inni. Uppáhaldsstaðurinn minn er í garðinum mínum og hef ég varla vikið frá honum ég nýt þess svo að liggja þar á milli trjánna, […]
Do everything you can to enjoy your days off  júl 26, 2017 - Það er svo dásamlegt að fá að vera í sumarfríi með yndislega fólkinu mínu, ég er bara búin að vera heima og þar leyfi ég mér að eiga þær dýrlegustu stundir sem ég á. Seinustu daga er ég bara búin að leyfa mér að njóta þess að vera í fríi þá kveiki ég ekki á […]
The story of how I lost my speech and am slowly gaining it back  júl 19, 2017 - Þegar ég byrjaði að blogga þá lofaði ég sjálfri mér því að skrifa aldrei nokkurntímann um það hvernig ég tjái mig en þar sem litlu sigrarnir eru orðnir svo ótrúlega margir og ég er fyrst núna farin að trúa því að þetta muni einn daginn loksins koma hjá mér þá fyrst get ég tjáð mig […]
Hversdagshamingja vikunnar júl 16, 2017 - Ég er búin að eiga stórkostlega viku bæði liggjandi á sólbekk út í garði umvafin yndislega fólkinu mínu og tekið á móti stórskemmtilegum heimsóknum. Mér finnst það svo ómetanlegt að fá að búa heima hjá foreldrum mínum á æskuheimilinu mínu umvafin öllu því albesta fólki sem fyrirfinnst á þessari jörðu.  Lífið litast einhverjum ótrúlega björtum […]
Laktósafríar mjólkurvörur júl 11, 2017 - Ég hef alveg frá því ég man eftir mér alltaf haft mjög viðkvæman maga. Áður en ég fékk stóru heilablæðinguna þá leið varla sú vika þar sem ég kastaði ekki upp, ég náði að leyna því fyrir nánast öllum en eftir að ég veiktist þá næ ég ekki að stunda þennan feluleik ég hef ekki […]
Milestone of the week  júl 9, 2017 - Svona á sunnudögum er ég farin að þurfa virkilega mikið á æfingum að halda eða alltaf á sunnudögum sakna ég þess að svitna í æfingasalnum fyrst ég hef ekki möguleika á því þá fékk ég mér bara ávexti og labbaði mér á skrifstofuna mína og er núna farin að vinna að svo mörgum mismunandi verkefnum […]
Mixing and matching clothes  júl 7, 2017 -   Shirt and trousers: Zara, belt:Guess  Ég hef alltaf klæðst fötum sem láta mér líða vel, mér hefur alltaf fundist föt svo skemmtileg að því leiti að ef mér líður vel þá klæðist ég helst litum eða casual fínum fötum, svo ef mér líður bara venjulega þá klæði ég mig bara í gallabuxur og eitthvað […]
Redemption  júl 5, 2017 - Ég er fyrst núna að koma mér í gang aftur eftir hálf slappar vikur, núna þá er krafturinn að koma aftur og ég ætla mér að halda svo fast í ann héðan í frá svo ég missi ekki aftur tökin á honum. Það er svo mikið líkara mér að vakna hvern morgun yfirfull af krafti […]
Það sem ég ætla að gera í Júlí júl 3, 2017 - Nú er loksins júlí byjaður minn allra mesti uppáhalds mánuður. Stóru markmið mánaðarins eru hjá mér að ég ætla að leggja mig alla fram um að njóta tímans með yndislega fólkinu mínu og ég ætla á hverjum degi að ögra sjálfri mér. Mér finnst ég svo heppin að hafa tækifæri á að verða útkeyrð og […]
My Sunday routine  júl 2, 2017 - Ég hef alltaf sett mér tvö markmið fyrir komandi viku á sunnudögum og reynt að skipuleggja tima minn út vikuna og skrifað niður hjá mér langanir og væntingar fyrir komandi viku. Ég kem mér alltaf fyrir upp í sófa á sunnudögum og skrifa nokkur atriði niður. Þetta eru bara minnismiðar bara fyrir mig sem ekki […]
Enjoying myself  jún 28, 2017 - Shirt: from asos, belt: Guess, trousers: Zara  Ég fékk langa helgi, núna var ég að klára fyrsta sjúkraþjálfunartímann í þessar viku og ég nýt þess svo einstaklega vel að finna að ég svitna og ég elska þegar mig svíður í vöðvana við áreynslu en hversdagslífið heima er auðvitað æfing útaf fyrir sig. Ég hef bara […]
How much I’ve grown  jún 26, 2017 - Shirt and jacket: Zara Stundum vantar manni bara að hrósa sjálfum sér því það má líka! //Sometimes you just need to compliment yourself because that’s also ok! Mér finnst næstum fáránlegt að fyrir tveimur árum var ég alltaf skíthrædd við dagsetningar, mér fannst það næstum of hræðilegt að fyrsta blæðingin hafði komið 13. dag þess […]
Litlu sigrarnir // the small victories  jún 19, 2017 - Ég er svo vitlaus að alltaf stend ég föst á því að ég sé heppnasta manneskja í heimi og mér finnst að öllum eigi að finnast það um sjálfan sig en eftir svona daga eins og ég er búin að eiga síðustu daga þá verður trú mín sterkari. Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum […]
Uppáhalds tíminn minn jún 18, 2017 - Síðustu dagar hafa liðið áfram í mikilli gleði og innilegri vellíðan, sumarið er komið og ég finn fyrir svo miklum léttleika og gleði í huga mínum. Ég gæti alla daga skoðað sumarfötin mín og verið að máta þau einnig fundið hvað ég þyrfti að kaupa og bæta við en það fær að bíða, núna ætla […]
Today is my anniversary 🎉 jún 15, 2017 - Til hamingju með lífið allir! Í dag er ég tveggja ára. //Congratulations to life everyone! Today is my two year anniversary. Í dag eru tvö ár frá því ég vaknaði sólarhring of seint eftir stóru heilablæðinguna og aðgerðina, fyrstu vikurnar eftir að ég vaknaði þá gat ég bara rétt svo opnað augun og þá var […]
My story jún 14, 2017 - Ég lærði alltof ung að ég geng ekki að morgundeginum sem vísum og síðan ég fór að muna eftir mér þá nýt ég hverrar líðandi stundar. Ég er svo ótrúlega heppin að þetta hugafar hefur fylgt mér alveg síðan þá og mun fylgja mér út lífið.  .   .   . //I was way too […]
Sunday funday jún 11, 2017 - Núna er fyrsta vikan í æfingum liðin eftir næstum því mánaðarfrí og ég fann það strax eftir fyrstu æfingu hvað ég varð dauðþreytt í líkamanum en ég held að það sé ekki mjög auðvelt að finna glaðari og kátari manneskju en mig.  .   .   . //I’ve just finished the first week of workouts […]
A week in paradise  jún 6, 2017 -     Ég held að ég geti alveg sagt að þessar draumkenndu myndir tali fyrir sig sjálfar og lýsa dásamlegustu utanlandsferð sem ég hef farið. Hver dagur einkenndist af innilegri , sól og hita, bragðgóðum drykkjum og hlátri. Við vorum stödd á þeim fallegasta stað sem fyrirfinnst við strendur Miðjarðarhafsins, ég naut mín umvafin mínum þéttasta […]
The story behind the photos  maí 31, 2017 - Ég hef alltaf haft gaman af því að leika mér með myndir, ég hef leikið mér við að taka myndir og svo finnst mér skemmtilegast að vinna myndirnar sjálf. Eftir stóru blæðinguna þá hafði ég ekki krafta til að gera neitt annað en að opna augun. Þegar liðnir voru sex mánuðir frá því ég fékk […]
Draumur verður að veruleika maí 28, 2017 - Föstudaginn19 maí lá leið mín af landi brott til suður Evrópu að miðjarðarhafinu í mestu paradís sem ég hef upplifað og þar naut ég mín umvafin ástvinum þar sem ég átti dásamlegan tíma. Hver dagur var uppfullur af sigrum og tíminn leið áfram í innilegri hamingju, gleði og stolti yfir fólkinu mínu sem lét þennan […]

On  my way to paradise  maí 17, 2017 - Aðfaranótt föstudags liggur leið mín út fyrir landsteinana, í fyrsta sinn með þennan kraftlausa líkama mun ég ferðast um loftin og ég hlakka svo mikið til! Ég ætla að læra að ferðast með þennan kraftlausa en batnandi líkama ég veit að það verður erfiðast fyrst en mun svo bara verða mér lítið mál þegar ég […]
Summer on my mind  maí 14, 2017 - Síðustu dagar hafa liðið í svo mikilli gleði og innilegri vellíðan, sumarið er farið að segja svo sterkt til sín í huga mínum. Ég gæti nær alla daga verið að skoða sumarfötin mín og fundið út hvað ég þarf að kaupa og bæta við fyrir sumarið en það fær að bíða aðeins lengur og þá […]
Enjoy each moment  maí 11, 2017 -   Áður en ég veiktist þá naut ég þess alltaf að fara í göngutúra úti í náttúrunni á vorin og finna lyktina af sjónum, láta andvarann leik a um mig og sjá náttúruna lifna við, maður finnur svo vel lyktina af sumrinu þegar allt er að vakna. En eftir að ég veiktist þá lokaðist ég […]
Cozy Sunday  maí 7, 2017 - Ég veit ekki betri daga en þegar ég geri bara nákvæmlega það sem mig langar að gera. Nákvæmlega þannig sunnudag er ég búin að eiga í dag. Dagurinn byrjaði í neyðarklippingu en ég á dásamlega vini sem bjarga mér alltaf þegar ég gleymi mér. Nú er ég komin heim og er með nýklippt hár ég […]
Blogging, step by step  maí 5, 2017 - Um daginn birtist viðtal við mig á mbl.is HÉR. Ég vildi aldrei fara í viðtöl fyrr en ég var kjörin Vestfirðingur árins, fram að þeim tíma var ég svo gífurlega óviss með hvort ég gæti haldið áfram að blogga því þetta var mér svo mikil áreynsla. Það tók mig nokkra mánuði að skrifa fyrsta bloggið, […]
Það sem ég ætla að gera í maí maí 2, 2017 - Nú er mánuðurinn sem ég hef beðið eftir með eftirvæntingu loksins að byrja. Maður sér og finnur það svo vel hvað allt er að léttast og eftirvænting sumarsins er að yfirtaka hugann. Mér finnst ég svo heppin að eiga tækifæri á að verða útkeyrð og ég elska þegar ég finn hvern vöðva verða algjörlega úrvinda […]
Sunnudagssæla apr 30, 2017 - Ég sem ætlaði aldrei að afsaka bloggleysið hér inni, en þegar ég veit að ég get loksins sett inn færslur þrisvar i viku þá ætla ég mér að gera það, nema þegar lífið (sem ég er svo heppin að eiga) kemur í veg fyrir það. Þessa vikuna er ég bara búin að læra að lifa […]
Enjoy each and every moment  apr 23, 2017 - Síðustu dagar eru búnir að vera yndislegir. Ég kem sjálfri mér á óvart nær dagleglega, þrátt fyrir að ég hafi algjörlega keyrt mig út núna um páskana. Mér finnst svo yndislegt að fá öll þessi viðbrögð og hvetjandi skilaboð, ég er svo þakklát ykkur öllum. Fyrir ári síðan var ég enn inniliggjandi á spítala og […]
Throwback Thursday  apr 20, 2017 - Mér fannst svo magnað þegar ég áttaði mig á því að ár er síðan ég lá enn á sjúkrahúsi, mig langaði því að bera saman hvernig hversdagslega lífið mitt var fyrir ári síðan og hvernig hversdagurinn er hjá mér i dag. .   .   . //I found it so amazing when I realized that […]
Litlu sigrarnir || the small victories  apr 18, 2017 - Frá því ég loksins vaknaði eftir blæðinguna og aðgerðina þá man ég allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum og ég man eftir rónni og þakklætinu sem ég fylltist þegar hún sagði mér frá þessu, ég varð samstundis svo þakklát að ég skildi hafa lifað þetta af. Ég varð […]
Gleðilega páska apr 16, 2017 - Gleðilega páska kæru lesendur, ég hef átt yndislega páska umvafin mínu allra besta fólki. Ég hef átt stórkostlegar stundir með þeim öllum. Allt í einu snjóaði svo þessir páskar urðu sem betur hvítir, svo allir sem hafa áhuga á að þeysa um brekkurnar höfðu möguleika á því. Ég átti bara góðar stundir umvafin yndislega fólkinu […]
Season of the rising sun apr 11, 2017 - Peysa: Craft sport, buxur: Adidas Með hækkandi sólu ☀️ Ég er orðin svo spennt fyrir hækkandi sólu og hlýrra lofti, ég hlakka svo til þegar ég vakna við sólina og fyrsta sem ég geri er að bera á mig sólarvörn því ég borða morgunmatinn úti sitjandi undir sólinni og nýt alls dagsins úti með vinum […]
A fresh start to the week  apr 9, 2017 - Ég reyni að fara á fætur frekar fyrr en seinna svona á sunnudögum, sit svo upp í sófa með maska og helst eitthvað gott við höndina, ég skrifa svo hvað ég ætla að gera í vikunni, ásamt því að skrifa niður helstu markmiðin mín fyrir vikuna. Mér finnst gott að byrja vikuna einmitt svona. En […]
Það sem ég ætla að gera í apríl apr 6, 2017 - Öll þessi vika er búin að vera stútfull af óvæntum uppákomum. Í gær var mér komið svo innilega og ótrúlega skemmtilega á óvart, þannig að ég missti svolítið dampinn í allri gleðinni. Með litla einbeitingu og milli hlátursroka þá er þetta styttri útgáfan af því hvað ég ætla að gera i mánuðinum, en hugurinn er […]
Birthday week  mar 31, 2017 - Ég er búin að eiga æðislega daga þeir hafa liðið svo hratt og verið fullir af gleði, ég varð líka árinu eldri á dögunum svo gleðin varð enn þá innilegri. Ég er svo innilega þakklát að stóra heilablæðingin tók ekki lífið frá mér og afmælin halda áfram að koma, það er það sem er svo […]
Viðtal við mig mar 24, 2017 - Ég fékk Vikuna i dag og þar er að finna æðislegt viðtal við mig! Ég fékk algjörlega óvænt frídag í dag, ég nýtti morguninn bara í auka æfingar svo þegar ég fór niður í hádegismat þá tók ég eftir að nýjasta Vikan hafði óvænt skilað sér heim til mín og þar er dásamlegt viðtal við […]
Litlu sigrarnir í mars mar 21, 2017 - Það er svo létt að loka sig frá öllu og verða ótrúlega reiður og sár við lífið eftir að það hefur leikið mann svona illa, rétt eins og það hefur gert við mig. Það er svo auðvelt að verða fúll og brjálaður út í lífið, ég eigi þetta svo alls ekki skilið og af hverju […]
Back to my daily routine mar 17, 2017 - Þessi vika er búin að vera stórfenglega skemmtileg! Ég hef farið að sofa öll kvöld vikunnar úrvinda með harðsperrur og full vellíðunar. Það er svo yndislegt að loksins hef ég tækifæri, eftir þessar flensur sem hafa herjað á mig síðustu mánuði, núna finn ég að mér líður nákvæmlega eins og mér á að líða. Ég […]
About last week  mar 14, 2017 - Í síðustu viku var ég með flensu, en núna er mér batnað, þá er svo gaman að finna hvernig manni á að líða þegar maður er með fullan kraft. Ég hef alltaf eftir að ég fékk stóru blæðinguna þurft að taka svona viku öðru hvoru þar sem ég hef varla náð að lyfta höfðinu frá […]
Það sem ég ætla að gera í mars mar 6, 2017 - Þá er mars runninn upp, afmælismánuðurinn minn. Ég held að tíminn frá jólum að afmælinu mínu sé alltaf að styttast, svo sé bara mars bara allt í einu kominn. Mars minnir okkur á að vetur konungur sé hérna enn þó hann hafi legið í hálfgerðum dvala hingað til svo þarf hann ekki að gera annað […]
Litlu sigrarnir í febrúar feb 27, 2017 - Ég var ótrúlega stressuð yfir því að fara suður, ég loka tilfiningar inni og segi engum að neitt sé að trufla mig og þá bitnar stressið á svefninum. Á nóttunni lá ég andvaka og velti fyrir mér áhyggjum mínum, ég var svo hrædd um að geta ekki verið á þeim stað þar sem ég er […]
About last week  feb 26, 2017 - Seinasta vika var nú heldur betur viðburðarík hjá mér. Ég komst ekki í neinar æfingar alla vikuna heldur fór ég til Reykjavíkur og vann þar heilan helling af sigrum og kom sjálfri mér svo mikið á óvart. Allir dagarnir voru með skipulagðri dagskrá bæði var ég að gera persónulega hluti og vinnu. Þessi ferð var […]
Go-to outfit  feb 24, 2017 - Hæ elskurnar, núna hefur heldur betur verið mikið að gera hjá mér, ég ætla bara að reyna að njóta á meðan ég get. Mitt go-to outfit þegar það er mikið að gera hafa verið þessar oroblu leggings sem eru fáránlega flottar og þægilegar, það passar líka allt við þær, ég nota þær við boli, peysur […]
Saturday morning | Uppskrift feb 18, 2017 - Nú er ég loksins búin að ná mér eftir allar þessar flensur. Ég held ég venjist því aldrei hvað það tekur mig langan tíma að jafna mig eftir svona törn. Núna er ég í fyrsta sinn á þessu ári með harðsperrur eftir æfingar og úrvinda eftir daginn, nú vantar mig bara úthald en ég trúi […]
Það sem ég ætla að gera í febrúar feb 10, 2017 - Í lok janúar byrjaði ég að að skrifa það sem ég ætlaði að gera í febrúar, þá voru mörkin ansi há og enginn tími fyrir flensuskít, enda átti höfuðverkur og hiti bara að fylgja janúar. Í dag eru næstum tvær vikur liðnar af febrúar og ég er í fyrsta sinn að kveikja á tölvunni núna, […]
Miss organized, tips and tricks feb 3, 2017 - Áður en ég fékk blóðtappann sem tók hægri höndina frá mér þá skipulagði ég hverja mínútu af hverjum einasta degi og mér leið aldrei betur en þegar dagbókin mín var litrík og ofboðslega fín. Þá var ég í skóla og gerði lista fyrir hvern mánuð svipaðan og ég deili hér, þeir snérust um heimilið, mat, […]
The first day of sun  jan 27, 2017 - ☀️SÓLARPÖNNUKÖKUR☀️ Margir telja að það sé galli við Vestfirði að fallegu fjöllin séu svo há að sólin komist ekki uppfyrir þau rétt á meðan hún er sem lægst á lofti. Á móti kemur að dagurinn sem sólin skín inn um gluggann í fyrsta sinn á nýju ári verður sannur gleðidagur og ég er alin upp […]
Litlu sigrarnir í janúar jan 25, 2017 - Í janúar ætla ég bara að hafa tvo risastóra sigra. Fyrsta mánuðinn eftir að ég vaknaði eftir aðgerðina þá gat ég ekki myndað nein hljóð svo komu hljóðin smátt og smátt. Ég gleymi aldrei þegar það komu í fyrsta sinn viljastýrð hljóð, þá grét ég af gleði það var svo frelsandi að geta látið fólkið […]
Out of the comfort zone  jan 20, 2017 - Takk allir fyrir þennan gífurlega fjölda af skilaboðum sem ég er búin að fá síðustu daga. Að vera kosinn Vestfirðingur ársins henti mér nú heldur betur í djúpu laugina, ég var búin að ákveða að ég ætlaði að ögra mér meira í janúar svo ég sagði loksins já við að fara í viðtal og svo […]
Óvænt ánægja jan 16, 2017 - TAKK ALLIR, ég er svo þakklát öllum þeim sem kusu mig! Þetta kom gjörsamlega flatt upp á mig, ég bara roðnaði, hló og skildi ekkert hver væri að plata mig núna. Mér fannst þessi titill vera alltof stòr og mikill fyrir mig, núna er ég í hópi með alvöru hetjum sem hafa jafnvel bjargað mannslífi […]
Það sem ég ætla að gera í janúar jan 8, 2017 - Í mörg ár hef ég skráð hjá mér mánaðalegan to do lista, mér þykir gaman að deila honum með ykkur. Núna þá þrái ég að koma mér aftur i rútínu eins og sést vel á þessum lista. Eins gaman og spennandi mér þykir að jólaskreyta þá verður mér alltaf létt þegar jólaskrautið er komið ofan […]
Jól í myndum jan 3, 2017 - JÓL 2016♥ Þegar ég leit út um gluggann minn á aðfangadagsmorgun… WINTER WONDERLAND! Á aðfangadagsmorgun vöknuðum við í winter wonderland, þegar ég fór að sofa kvöldið áður sá ég ekki snjókorn á jörðinni. Fallegra verður það varla en þegar jólasnjór fellur beint niður og safnast fyrir á tjágreinum og það hreyfir ekki vind svo snjókornin […]
10 atriði sem ég lærði á árinu 2016 des 31, 2016 - Þetta ár var svo lærdómsríkt, skemmtilegt og gott. Þetta var svo sannarlega ár framfara. Árið 2015 fór í að berjast fyrir lífinu, 2016 var upphitun bæði á líkama og sál, upphitun sem ég þurfti virkilega á að halda fyrir 2017 sem ég ætla að gera að einni heljarinnar æfingu. Á árinu 2016 lærði ég að […]
Litlu sigrarnir í desember des 27, 2016 - LAST CHRISTMAS Mér finnst skrítið að hugsa til seinustu jóla, það er í alvöru bara ár frá því ég fór ekki í ipad, skoðaði ekki samfélagsmiðla og eyddi öllum mínum frítíma liggjandi upp í rúmi, því ég gat ekki setið, og hlustaði á bækur. Akkúrat fyrir ári var ég tiltölulega nýfarin að halda haus, hreyfa […]
Þegar líða fer að jólum des 19, 2016 - 0 Ég segi það á hverju ári, en ég er virkilega viss um að það hefur aldrei verið jafn gott og núna að komast heim í jólafrí. Seinustu daga hef ég notið þess að vera heima, í herberginu mínu, sofa í rúminu mínu, horfa á jólamyndir og mamma bakar, ég sit hjá henni inn í […]
Útprentaðar minningar á spýtu des 14, 2016 - Ég hef alveg síðan ég man eftir mér haft áhuga á að taka myndir, ég man eftir mér 4 ára raða böngsunum mínum upp fyrir myndatöku svo var bara svo gaman að horfa í gegnum linsuna og taka myndir frá öllum sjónarhornum og allt í einu var filman búin. Sem betur fer komu stafrænar myndavélar […]
Það sem ég ætla að gera í desember des 9, 2016 - Loksins er desember kominn, mánuðurinn sem ég hef beðið eftir með eftirvæntingu síðan hann kláraðist í fyrra. Ég elska allt við jólin, skreytingarnar, jólaljósin, bakstur, pakka inn pökkum, hlusta á jólatónlist, horfa á jólamyndir og eiga mikilvægar stundir með fjölskyldu og vinum. Allir eiga sér einhverjar minningar sem kveikja á jólabarninu í manni. Ég held […]
Jólagjafahugmyndir nóv 30, 2016 - Fyrir hana… Á hverju ári nýt ég þess að velja jólagjafir fyrir mína nánustu. Ég reyni að hafa það fyrir reglu að gefa bara mínum allra nánustu óþarfa sem þau myndu aldrei kaupa sér sjálf en ég veit að þeim langar í. Föt eru þar efst á lista enginn á nóg af fötum og það […]
Litlu sigrarnir í nóvember nóv 23, 2016 - Í nóvember eru tvö ár síðan ég vaknaði upp í mína verstu martröð, ég vaknaði á laugardagsmorgni heima hjá mér í Vesturbænum, níu dögum eftir að ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, ég var að fara að hitta vinkonur mínar. Þegar ég reyndi að fara fram úr þá gat ég ekki hreyft hægri hluta líkama míns, […]
Það sem ég ætla að gera í nóvember nóv 12, 2016 - Að hugsa sér að það sé kominn nóvember, mér finnst það ótrúlegt. Þessi mánuður á að fara í jólastúss, kaupa jólagjafir og jólaskraut. Þessi mánuður hefur venjulega verið stútfullur af jólatónlist enda hef ég verið í tónlistarnámi og alltaf mikið að syngja í desember þannig að ég byrja að hlusta á jólalög í nóvember, ég […]
Gleði & hamingja nóv 4, 2016 - Jólabarnið í mér stóðst ekki jóla Bo Bedre þegar ég sá það í Hagkaup um daginn, ég fór beinustu leið heim og hlustaði á jólalög og skoði blaðið. Ég hlakka altaf svo til jólanna, á haustin bý ég mér til lista yfir jólagjafahugmyndir bæði hugmyndir fyrir mig til að gefa öðrum og óskalista fyrir mig, […]
Litlu sigrarnir í október okt 30, 2016 - Ég gæti látið það stoppa mig í öllu í lífinu að talfæri mín séu kraftlítil og ég tali því nánast óskiljanlega, allir vöðvar eru kraftlitlir og ég er með jafnvægi á við veltikall þegar ég stend, því nota ég oftast hjólastól. ,,Nei Katrín vill ekki hitta fólk, hún þarf ekki ný föt eða skó, ekki […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2016 - Í dag eru 21 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Einn af þessum dögum okt 19, 2016 - Peysa: Zará, buxur: Vila, hálsmen: Sign Ég veit ekkert betra en þegar ég leggst á koddan, dauðþreytt eftir æfingar dagsins og finn hvernig það slaknar á hverjum þreyttum vöðva og slökun kemur yfir lúinn hugann. Þá held ég að það sé ekki til neinn sem gæti verið hamingjusamari og sáttari við lífið en ég er […]
Að takast á við óttann okt 13, 2016 - Ég átti dásamlega helgi, fyrstu helgina síðan við komum suður. Ég fór í fyrsta sinn síðan í maí 2015 í búðir, 17 búðarlausir mánuðir, þessa mánuði var ég dugleg að versla mér eitthvað fínt á netinu. Ég hélt að á þessum 17 mánuðum hefði ég glatað allri skynsemi og myndi koma heim með allavega nokkra […]
Það sem ég ætla að gera október okt 8, 2016 - Nú skríðum við inn í október og segjum skilið við allar vonir um falllegt veður til að lengja sumarið, því núna er komið haust. Við finnum hvað það kólnar með hverjum deginum sem líður. Mér finnst fátt notalegra en þegar veðrið er svona eins og það hefur verið undanfarna daga, þá finnur þú mig undir […]
Vestfirskt haust sep 28, 2016 - Í gær var svo ótrúlega kyrrlátt, stillt og fallegt veður. Þegar við keyrðum heim af æfingu þá varð ég að eignast þessar myndir af fallega firðinum mínum. Ég er stolt af því að líkjast afa mínum að því leiti að hann gat fyllt heilu myndaalbúmin bara af fallegum landslagsmyndum og hann kenndi mér að sjá […]
Fallega haust sep 25, 2016 - Ég elska allt við haustin, þykkar stórar peysur, haustlitir og laufin, treflar, te, loftið verður kaldara, dimmara og kertaljós á kvöldin. Ég er alveg komin í haustgírinn og komin með fullt af listum til að reyna að auðvelda komandi tíma. Ég hef alltaf eftir að ég fór að búa þurft að vera með gott skipulag […]
Litlu sigrarnir í september sep 21, 2016 - Ég gæti verið alla daga að vorkenna mér yfir hlutskipti mínu í lífinu, að ég tali óskiljanlega, líkami minn allur er kraftlaus og ég þarf hjálp við nánast allt. En lífið það er ekki erfitt nema maður geri það erfitt. Mér finnst ég vera heppnasta manneskja í heimi. Ég er umvafin því besta og skemmtilegasta […]
Ég fer sátt inn í helgina sep 16, 2016 - Ég er svo ánægð með þessa æfingaviku! Mér líður svo vel í hverjum einasta vöða í líkamanum. Ég finn svo mikinn mun á hverjum degi hvað ég er að verða styrkari og kraftmeiri. Ég er glöð allan daginn eftir æfingar því í hverri æfingu þá get ég gert eitthvað sem ég gat ekki gert í […]
Helgargallinn  sep 12, 2016 -   HAIR UP, SWEATS ON Ég man ekki hvenær ég átti síðast svona yndislega helgi. Ég er enn að átta mig á hvað það má í rauninni lítið útaf bregða til að ég steinliggi, það er annað en áður. Ég fékk flensu um seinustu helgi, ég var viss um að ég yrði orðin góð á […]
Það sem ég ætla að gera í september sep 9, 2016 - Ég bíð þennan septembermánuð kærlega velkominn eftir dásamlegt sumar finnst mér haustið vera kærkomið, mér finnst fátt meira kósý en hlusta á riginguna lemja gluggann. Ég elska haustin, haustlitina og hvernig samfélagið allt umturnasr í skipulagi og rútínu. September er hjá mörgum byrjunin á einhverju nýju og maður finnur það á samfélaginu, andrúmsloftið breytist. Ég […]
Fullkominn sunnudagur sep 4, 2016 - Dagurinn minn byrjaði nákvæmlega svona. Einmitt núna sit ég upp í rúmi og er að skipuleggja og setja mér markmið fyrir vikuna og mánuðinn. Ég skipulegg mig svona af því ég hef svo gaman af því. Þegar ég hafði óskaddaða hendi þá var ég alltaf með dagbækur til að plana dagana og fimm pennaveski full […]
Húsgögn með sögu sep 2, 2016 - Eins og er búum við heima hjá mömmu minni og pabba. Ég hef alltaf þurft að hafa fínt í kringum mig og herbergið er alveg eins og þegar ég flutti að heiman fyrir þremur árum. Þar eru nokkrir hlutir sem mér þykir alveg einstaklega vænt um. Ég á bestu foreldra í heimi sem alltaf hafa […]
Nýtt í fataskápnum ágú 29, 2016 - Ég er spennt fyrir komandi hausti og ég hlakka til að kúra mig upp í sófa undir teppi og með kertaljós logandi um alla stofuna. Ég kann líka betur við tískuna sem fylgir haustinu, kuldaskræfan ég er á heimavelli þegar kemur að því að klæða sig í mörg lög af fötum eða í hlý föt. […]
Litlu sigrarnir í ágúst ágú 26, 2016 - Á vegferð minni að bata hef ég ákveðið að horfa alltaf á litlu sigrana, annars myndi ég sturlast. Mig langar að gefa ykkur innsýn í hvaða sigrar hafa unnist síðan ég blikkaði bara augunum. Í einum stórum sigri eru nefnilega margir litlir sigrar bæði líkamlegir og andlegir. Ég á það til að gleyma því í […]
Paradísarreitur ágú 23, 2016 - Ö Ég  byrjaði daginn minn úti í þeirri undraveröld sem garðurinn minn er með bók og naut líðandi stundar. Þessar myndir eru af þeim stað sem ég elska að vera á, á svona góðviðrisdögum. Við eigum stóran og fallegan garð sem er gróðursæll og vel hirtur. Ég á mér uppàhaldsstað í honum sem er langt […]
Morgunmatur í sól ágú 21, 2016 - Mér finnst tíminn aldrei hafa verið svona fljótur að líða, það er varla komin helgi fyrr en hún er búin og ný helgi nánast komin! Time flies when you’re having fun, það eru nú heldur betur orð að sönnu. Ég hefði aldrei þorað að óska mér þess að þetta sumar yrði svona gott, ég er […]
Hæ, ég stend! ágú 18, 2016 - Það er svo dásamlegt að standa svona og finna hvernig ég stjórna þunganum í fótunum. Það er óútskýranleg tilfinning sem ég fyllist þegar ég stend svona nánast ein, ég fyllist gleði, sjálfstæði og stolti allt í bland. Ég gæti staðið og gengið allan daginn bara ef ég hefði úthald, en það kemur. Bolur: Monki, buxur: […]
   Reykjavíkur maraþonið gerði kraftaverk ágú 15, 2016 - Ég var ósköp venjuleg 21 árs gömul stelpa þegar ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft […]
Æfingaföt ágú 10, 2016 - Ég fer í æfingar fjórum sinnum í viku, hver dagur er æfing útaf fyrir sig en það eru fjórir dagar sem ég klæðist íþróttafötum og tekst á við skipulagðar áskoranir. Ég klæðist sjaldan litum í daglega lífinu  ég nota meira jarðliti og plain föt, en þegar ég fer á æfingar get ég verið litskrúðugasta manneskjan […]
10 hlutir sem ég ætla að gera í ágúst ágú 6, 2016 - Nú er ágústmánuður byrjaður. Mér finnst tíminn líða hraðar en nokkru sinni. Ágúst byrjar hjá mörgum með látum á verslunarmannahelginni. Ég get ekki sagt að það hafi verið læti hjá mér, það var meira eins og allur kraftur hefðii verið sleginn úr mér, ég gat sofið endalaust og átti erfitt með að koma mér almennilega […]
Góð helgi að baki ágú 1, 2016 - Smekkbuxur: Forever 21, skyrta: ANNARANNA Ég held að þessi dagur sé mesti letidagur ársins. Eg er enn í náttfötum og kúri mig undir teppi upp í sófa og horfi á þætti. Þannig ætla ég að vera í allan dag. Það er skrítið til þess að hugsa að um seinustu verslunarmannahelgi þá var hápunktur helgarinnar að […]
Spínat mangó smoothie júl 29, 2016 - Í dag er föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi. Maður finnur hvernig andrúmsloftið breytist. Bærinn er að fyllast af fólki. Ég ætla að njóta helgarinnar með góðu fólki og hafa gaman! Ég var að koma heim af æfingu, ég er búin að vera eitthvað slöpp í vikunni svo ég náði bara tveimur æfingum, á mánudaginn og svoí dag. […]
Sunday SPA júl 24, 2016 - Mér hefur alltaf fundist sunnudagar vera sérstakir dekurdagar, til að undirbúa bæði líkama og sál fyrir komandi viku. Ég byrja daginn á heitri langri sturtu set olíu á líkamann og skrúbba mig alla. Svo set ég maska í andlitið, í dag notaði ég hreinsimaska og rakamaska svo setti ég augnmaska, fór í fótabað, bar à […]
Litlu sigrarnir í júlí júl 19, 2016 - Ég var 21 árs í háskólanámi mjög óviss í lífinu, stressuð og hrædd við lífið. Ég fékk vænt kjaftshögg, stóð samt upp aftur en fékk þá annað enn fastar. En ég stóð upp aftur reyndar bara með eina nothæfa hönd. Ég kreppti þá hnefann á annari, það þarf meira til að ég gefist upp. Ég […]
A perfect start to the day júl 16, 2016 - Vikan mín hefði ekki getað byrjað betur á mánudaginn þá kom besta frænkuvinkona mín óvænt til mín. Ég átti alls ekki von á henni og brá rosalega! Eftir nokkur tár og mikinn hlátur þá fórum við að vinna og stoppuðum ekki eina mínútu næstu fjóra daga. Hún er á allan hátt einstök og samband okkar […]
Kókosolía – til matar, í hár og á húð júl 9, 2016 - Ég hef notað kókosolíu í allt mögulegt og í vetur var ég hreinlega böðuð upp úr henni. Það er hægt að nota kókosolíu í flest allt frá steikingu á mat til hárnæringar. Kókosolía er unnin úr kókospálmanum og hefur verið notuð til matargerðar í aldir í asískum eldhúsum. Kókosolía inniheldur margar mettaðar fitusýrur og getur […]
Fyrir þremur árum júl 6, 2016 - Það eru þrjú ár síðan ég og Ásgeir ferðuðumst um Ítalíu. Ásgeir hafði farið í heimsreisu árið áður og sagði að það væri ekkert fyrir mig. Þannig að við fórum í sjö vikna ferðalag þar sem við byrjuðum á Möltu og enduðum í Barcelona, en mest ferðuðumst við um Ítalíu. Þetta var sjö vikna draumaferð […]
10 hlutir sem ég vil gera í júlí júl 2, 2016 - Júlí er rétt nýhafinn með sól og heitu lofti. Það verður allt annar bragur yfir öllu á björtum sumardögum líkt og ævintýraryki hafi verið stráð um allt sem veitir hverjum manni gljáa, eftirvæntingu og gleði. Ég nýt þess að liggja á sólbekk út á palli með góða bók og hlusta á fuglana í gróðursæla fallega […]
Sumar í Paradís jún 28, 2016 - Ég er þannig gerð að ég geri alltaf allt sem ég get og svo aðeins meira, þannig er ég vön að keyra mig út. En ég veit fátt betra en að finna að allir vöðvarnir eru gjörsamlega búnir á því. En ég hef aldrei nokkurn tíman verið jafn búin á því og núna um helgina. […]
Litlu sigrarnir jún 24, 2016 - Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum á hvað við fókusum. Ég hef alla tíð einblínt frekar á það góða, litlu sigrarnir hjálpa mér að komast í gegnum hvern dag, ég nýt þess að finna hvað ég get meira í dag en í gær. Það er stórkostleg tilfinning. Stundum er ég ótrúlega meðvituð um vanmátt […]
Kæri lesandi jún 20, 2016 - ÞÚSUND ÞAKKIR! Takk kærlega fyrir þessi ótrúlegu viðbrögð. Ég trúi þessu eiginlega ekkí. Þetta er miklu meira en ég þorði að vona! Ég hef fengið svo mörg uppörvandi skilaboð. Þetta veitir svo mikinn styrk og er mjög hvetjandi! Ég trúði ekki mínum eigin augum þegar ég fór yfir þetta á föstudaginn. Vegna þess hve margir […]
Pillow Mist jún 17, 2016 - Ég má til með að deila með ykkur þessari snilld sem ég kynntist núna í vetur og hefur reynst mér mjög vel. Ég hef alveg frá því ég man eftir mér átt erfitt með að róa hugann á kvöldin þegar ég er að fara að sofa. Ég er ótrúlega þreytt eftir erfiðan dag og þrái […]
Til hamingju með lífið! jún 15, 2016 - Eitt sem ég hef lært við að lífið kollvarpaðist svona, það er að lifa í núinu og snúa erfiðu og leiðinlegu hlutunum í þolanlega. Lífið er of stutt til að kvíða, maður á að njóta lífsíns með þeim sem maður elskar og líður vel í kringum! Áður en ég veiktist var ég eín kvíðaklessa, bjó […]
Þegar lífið fer í 18 kollhnísa, 15 handahlaup, 12 heljarstökk og brotlendir svo jún 14, 2016 - Ég heiti Katriín Björk Guðjónsdóttir og er 23 ára. Í dag er ár síðan ég fékk stærri heilablæðinguna. Þá voru 7 mánuðir frá því að ég fékk fyrstu heilablæðinguna og svo 10 dögum seinna blóðtappa. Fyrsta blæðingin lamaði mig hægra megin og blóðtappinn líka en seinni blæðingin vinstra megin en sú blæðing var miklu, miklu […]
Bloglovin’ jún 12, 2016 - Follow my blog with Bloglovin