Lærdómsríkur hjólatúr sep 17, 2021 - Ég hef aldrei notið þess að fara hratt um. En þegar það er tekið frá manni þá saknar maður þess að hafa valið. Þegar ég fékk hjólið mitt þá gafst mér loksins tækifæri til þess að fara frjáls ferða minna á eyrinni. Ég þurfti að læra á hjólið og fór því mjög hægt í fyrstu […]
Sumarævintýr! júl 1, 2020 - Í sætri sumarbyrjun þá gat ég platað fjölskyldu mína með mér í íslenskt sumarævintýri. Svo við héldum suður á land og ég fékk í fyrsta skipti að sjá suðurlandið skarta sínu fegursta. Við byrjuðum á því að halda suður á bóginn þar sem fyrsta stopp var Seljalandsfoss, algjörlega túristalaus og við vorum þar nánast ein […]
Langt síðan síðast! mar 13, 2019 - Peysa, buxur og taska eru frá ZO-ON Halló fallegi heimur! Nú er ég að vakna og byrjuð að líkjast sjálfri mér eftir fjóra mjög krefjandi og þunga mánuði. Ég er svo innilega þakklát öllum þeim sem standa mér næst og þau passa upp á að góða og bjarta skapið fái aldrei að víkja mér frá. […]
Vetrarkuldi ❄️ des 12, 2018 - Mér finnst svo innilega ánægjulegt og bókstaflega yndislegt að desember hafi gengið í garð umvafinn fannhvítri jörð. Snjórinn gerir allt svo mikið hátíðlegra, allt verður bjartara og jólalegra. Reyndar er einn óhjákvæmilegur fylgikvilli sem fylgir svona veðurfari og þessum árstíma bara yfir höfuð og það er kuldinn. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég á […]
Vantar þig jólagjöf? nóv 28, 2018 - Ég hef alltaf verið svo heppin að vera gædd þeim hæfileika að eiga auðvelt með að kynnast fólki og eignast vini. Á þessu ári kynntist ég íþróttafatamerkinu Brandson, það má segja að ég hafi orðið ástfangin af fötunum við fyrstu kynni. Þeir sem hafa fylgst með mér á instagram vita að ég nota þau nánast […]
Glaðningur fyrir áhugamanninn minn! jún 11, 2018 - Verðandi eiginmaður minn er forfallinn fótboltaáhugamaður og hef ég alltaf fundið hjá mér þörf til að styðja og kynda undir þann áhuga. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég hef setið inn í miðjum strákahóp og kallinn minn setið hjá mér og útskýrt fyrir mér allt sem ég ekki skil. Fyrir að […]
New in des 6, 2017 - Mér finnst alveg sérstaklega dásamlegt að fá að vakna heima hjá mömmu og pabba einmitt þennan morguninn við lyktina sem fyllir húsið þegar pabbi kveikir upp í kamínunni og mamma mín er inn í eldhúsi og töfrar fram dásamlegu jólasmákökurnar. Núna eru jólin alveg að koma hjá mér! Í dag þá átti ég pakka á […]
My favorite season nóv 5, 2017 - bestseller.is – HÉR Gleðilegan sunnudag! Hér eru nokkrar hugmyndir hugmyndir af klæðnaði fyrir komandi tímabil. Hvort sem maður er að fara á tónleika með fjölskyldu eða vinum, út að borða með betri helmingnum sínum eða bara í partý þá finnast mér þessi dress tilvalin. Ég á það til að fá einhverja óútskýranlega ofsafenga löngun í […]
Change of Mindset okt 18, 2017 - Kaupmaðurinn Sweater: Farmers Market Um helgina veltist ég um í óplönuðum hversdagsleika, en núna á virkum dögum þá líður mér best að hafa allt planað, ég æfi alla virka daga og vinn svo alltaf eftir æfingar. Um helgina fékk ég nóg af sjálfri mér, það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér […]
When it’s gets cooler okt 13, 2017 - Góðan daginn þið yndislegu. Ég finn það svo vel á öllu í kringum mig að haustið er komið fyrir alvöru. Í morgun vaknaði ég meira segja við rigninguna lemja gluggann minn. Ég er og hef alltaf verið ótrúlega mikil kuldaskræfa svo það fyrsta sem var gert í morgun var að ná í úlpuna mína, það […]
Haust 💕 sep 18, 2017 - Samstarf við Kaupmanninn Ponsjó og peysa: Farmers Market Það er búið að vera svo yndislegt haustveður hérna seinustu daga, þannig að þessi ponsjó hefur verið mikið notaður ef ég hef verið að fara út þá hef ég bara hent honum yfir mig og þá er ég tilbúin. Það eru í alvöru komin meira en þrjú […]
// A Sweater for Fall and Winter sep 7, 2017 - Samstarf við Kaupmanninn Sweater from Farmers Market and jeans from Vila Þessi dásamlega peysa sem ég er í á þessum myndum var að koma í Kaupmanninn á Ísafirði búðina mína sem ég vann alltaf í á meðan ég gat bæði talað og gengið hjálparlaust. Þau munu samt aldrei losna við mig því ég er iðulega […]
Adventures from the past week ágú 27, 2017 - Þessar myndir voru teknar síðasta fimmtudag en sá dagur var vægast sagt dásamlegur. Ég vaknaði við sólina sem var að brjóta sér leið í gegnum gluggatjöldin á glugganum mínum og þegar ég sá það þá varð ég viss um þessi dagur yrði dásamlegur. Ég flýtti mér fram úr og plantaði mér á pallinn okkar og […]
Sunday outfit ágú 20, 2017 - Halló elskurnar mínar! Mér fannst svo skrítið og fyndið þegar ég áttaði mig á því að það eru komin þrjú ár frá því ég tók alltaf eitt kvöld í viku þar sem eg mátaði og setti saman dress fyrir vikuna. Þar ákvað ég öll fötin sem ég myndi klæðast alla daga í komandi viku. Með […]
Mixing and matching clothes júl 7, 2017 - Shirt and trousers: Zara, belt:Guess Ég hef alltaf klæðst fötum sem láta mér líða vel, mér hefur alltaf fundist föt svo skemmtileg að því leiti að ef mér líður vel þá klæðist ég helst litum eða casual fínum fötum, svo ef mér líður bara venjulega þá klæði ég mig bara í gallabuxur og eitthvað […]
Season of the rising sun apr 11, 2017 - Peysa: Craft sport, buxur: Adidas Með hækkandi sólu ☀️ Ég er orðin svo spennt fyrir hækkandi sólu og hlýrra lofti, ég hlakka svo til þegar ég vakna við sólina og fyrsta sem ég geri er að bera á mig sólarvörn því ég borða morgunmatinn úti sitjandi undir sólinni og nýt alls dagsins úti með vinum […]
About last week mar 14, 2017 - Í síðustu viku var ég með flensu, en núna er mér batnað, þá er svo gaman að finna hvernig manni á að líða þegar maður er með fullan kraft. Ég hef alltaf eftir að ég fékk stóru blæðinguna þurft að taka svona viku öðru hvoru þar sem ég hef varla náð að lyfta höfðinu frá […]
Go-to outfit feb 24, 2017 - Hæ elskurnar, núna hefur heldur betur verið mikið að gera hjá mér, ég ætla bara að reyna að njóta á meðan ég get. Mitt go-to outfit þegar það er mikið að gera hafa verið þessar oroblu leggings sem eru fáránlega flottar og þægilegar, það passar líka allt við þær, ég nota þær við boli, peysur […]
Ég fer sátt inn í helgina sep 16, 2016 - Ég er svo ánægð með þessa æfingaviku! Mér líður svo vel í hverjum einasta vöða í líkamanum. Ég finn svo mikinn mun á hverjum degi hvað ég er að verða styrkari og kraftmeiri. Ég er glöð allan daginn eftir æfingar því í hverri æfingu þá get ég gert eitthvað sem ég gat ekki gert í […]
Nýtt í fataskápnum ágú 29, 2016 - Ég er spennt fyrir komandi hausti og ég hlakka til að kúra mig upp í sófa undir teppi og með kertaljós logandi um alla stofuna. Ég kann líka betur við tískuna sem fylgir haustinu, kuldaskræfan ég er á heimavelli þegar kemur að því að klæða sig í mörg lög af fötum eða í hlý föt. […]
Hæ, ég stend! ágú 18, 2016 - Það er svo dásamlegt að standa svona og finna hvernig ég stjórna þunganum í fótunum. Það er óútskýranleg tilfinning sem ég fyllist þegar ég stend svona nánast ein, ég fyllist gleði, sjálfstæði og stolti allt í bland. Ég gæti staðið og gengið allan daginn bara ef ég hefði úthald, en það kemur. Bolur: Monki, buxur: […]
Æfingaföt ágú 10, 2016 - Ég fer í æfingar fjórum sinnum í viku, hver dagur er æfing útaf fyrir sig en það eru fjórir dagar sem ég klæðist íþróttafötum og tekst á við skipulagðar áskoranir. Ég klæðist sjaldan litum í daglega lífinu ég nota meira jarðliti og plain föt, en þegar ég fer á æfingar get ég verið litskrúðugasta manneskjan […]
Góð helgi að baki ágú 1, 2016 - Smekkbuxur: Forever 21, skyrta: ANNARANNA Ég held að þessi dagur sé mesti letidagur ársins. Eg er enn í náttfötum og kúri mig undir teppi upp í sófa og horfi á þætti. Þannig ætla ég að vera í allan dag. Það er skrítið til þess að hugsa að um seinustu verslunarmannahelgi þá var hápunktur helgarinnar að […]