Litlu sigrarnir nóv 5, 2018 - Frá því ég loksins vaknaði eftir blæðinguna og aðgerðina þá man ég allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum og ég man eftir rónni og þakklætinu sem ég fylltist þegar hún sagði mér frá þessu, ég varð samstundis svo þakklát að ég skildi hafa lifað þetta af. […]
Það sem ég ætla að gera í október okt 10, 2018 - Ég vakna einn bjartann og fallegan haustmorgun. Ég gef mér alltaf góðann tíma til að hugleiða upp í rúmi í morgunbirtunni, helst áður en nokkur annar vaknar, þá kem huganum í það dagsform sem mér þykir réttast hverju sinni. Svo núna um daginn þá fann ég að ég væri tilbúin í ærlega sjálfskoðun. Sú skoðun […]
Litlu sigrarnir í ágúst ágú 26, 2018 - Ágúst er greinilega mánuðurinn sem kemur með stóru sigrana og sýnir mér að ég megi aldrei nokkurntímann svo mikið sem íhuga það að gefast upp. Lífið er bölvaður barningur á mismunandi sviðum fyrir okkur öll.. Ég er svo gífurlega lánsöm að vera elskuð og pössuð af þeim allra besta unnusta sem hugsast getur. Fólkið sem […]
Það sem ég ætla að gera í ágúst ágú 8, 2018 - Ég hef alltaf átt í virkilega skrítnu sambandi við ágústmánuð þar sem ég hef iðulega fyllst ónotum og orðið að stórum stresshnúti eftir því sem líður á þennan mánuð. En eftir að mér var kippt úr þessu óvenjulega en samt svo alltof algenga hversdagslífi þá hafa seinustu þrír ágústmánuðir verið mér sem gjörbreytir. Þið getið […]
Litlu sigrarnir í júlí júl 27, 2018 - Ég er svo ofboðslega heppin að hafa alltaf trúað því að ég sé að stefna á drauma mína og vinna að óskum mínum Ég gæti verið alla daga að vorkenna mér yfir hlutskipti mínu í lífinu, að ég tali óskiljanlega, líkami minn allur er kraftlaus og ég þarf hjálp við nánast allt. En lífið það […]
Litlu sigrarnir í júní jún 26, 2018 - Ég er svo ofboðslega heppin að hafa alltaf trúað því að ég sé að stefna á draumana mína og vinna að óskunum mínum Fyrir þremur árum fékk ég þriðja og lang stærsta heilaáfallið. Þá var ég 22 ára og gat bara hreyft annað augað, vöðvarnir misstu allann kraft svo ég lá fyrstu vikurnar í öndunarvél […]
Það sem ég ætla að gera í júní jún 8, 2018 - Nú er ég nýkomin heim úr langþráðu og ákaflega nauðsynlegu fríi. Ég byrjaði júnímánuð sinnandi verkefnum í Bandaríkjunum á milli þess sem ég var að vinna að þeim þá átti ég yndislegar stundir með fólkinu mínu. Mánuðurinn minn byrjaði í sól og hita handan Atlantshafsins svo kom ég heim í sumaryl og grænan garð. Það […]
Það sem ég ætla að gera í maí: maí 14, 2018 - Nú er það svo greinilegt að sumarið er rétt handan við hornið. Allt líf handan glugganna vaknar með hverjum deginum sem líður, ég sé nánast daglegan mun á hvað grasið grænkar, blómin vakna og tréin laufgast og grænka frá degi til dags. Ég þarf ekki mikla sól til að henda öllum þykku vetrarfötunum úr fataskápnum […]
Litlu sigrarnir í mars mar 25, 2018 - Ef einhver hefði spurt mig þegar ég var lítil stelpa ,,hvað ætlar þú þér að verða þegar þú verður stór?” Þá hugsa ég að mitt svar hefði verið eitthvað á þessa leið ,,ég ætla að verða hjúkrunarkona alla virka daga sem yrði svo að leikkonu á kvöldin og söngkonu um helgar. Það má segja að […]
Það sem ég ætla að gera í febrúar feb 3, 2018 - Ég bíð febrúar svo hjartanlega velkominn! Ég er svo bjartsýn á að þegar þessi töfrandi vetrarmánuður skrýðir sinn sess og á sama tíma muni hann hrinda af stað einhverjum alveg hreint mögnuðum hlutum. Mér finnst svo margir vera að tala um að þeir séu eitthvað svo neikvæðir fyrir febrúar en ef það væri þannig hjá […]
Litlu sigrarnir í Janúar jan 28, 2018 - Frá því ég var lítil hef ég alltaf getað verið ákaflega ánægð og stolt af sjálfri mér. Við þessi þrjú áföll óttaðist ég að þessi eiginleiki sem skiptir mig svo afar miklu máli hefði horfið og myndi örugglega aldrei sýna sig aftur í mínum karakter. Ég stóð mig jafnvel að því að vera að hugsa […]
Litlu sigrarnir í nóvember // The small victories nóv 30, 2017 - Í nóvember eru þrjú ár síðan ég vaknaði upp í mína verstu martröð, ég vaknaði á laugardagsmorgni heima hjá mér í Vesturbænum, níu dögum eftir að ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, ég var að fara að hitta vinkonur mínar. Þegar ég reyndi að fara fram úr þá gat ég ekki hreyft hægri hluta líkama míns, […]
Litlu sigrarnir í október okt 25, 2017 - Ég fékk extra langa helgi um þessa helgi, ég fékk einnig að njóta mín í félagsskap þeirra sem standa hjarta mínu næst alla helgina og svo aukalega mánudag og þriðjudag. Mér líður sem ég sé endurnærð og ég finn alveg hvað félagsskapur með mínum nánustu lyftir mér upp, kætir og bætir! Eftir þessa frábæru helgi […]
Það sem ég ætla að gera í október okt 9, 2017 - Í október skrifaði ég niður tíu atriði sem ég ætla að hafa á bak við eyrun, þessi mánuður tekur á móti okkur prýddur öllum þeim fallegustu litum sem haustið getur skartað. Stóru markmið mánaðarins hjá mér er að ég ætla að leggja mig alla fram um að njóta tímanns með yndislega fólkinu mínu og ég […]
Stóri sigurinn // the small victories ágú 23, 2017 - Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta upp á […]
Hversdagshamingja vikunnar júl 16, 2017 - Ég er búin að eiga stórkostlega viku bæði liggjandi á sólbekk út í garði umvafin yndislega fólkinu mínu og tekið á móti stórskemmtilegum heimsóknum. Mér finnst það svo ómetanlegt að fá að búa heima hjá foreldrum mínum á æskuheimilinu mínu umvafin öllu því albesta fólki sem fyrirfinnst á þessari jörðu. Lífið litast einhverjum ótrúlega björtum […]
Það sem ég ætla að gera í Júlí júl 3, 2017 - Nú er loksins júlí byjaður minn allra mesti uppáhalds mánuður. Stóru markmið mánaðarins eru hjá mér að ég ætla að leggja mig alla fram um að njóta tímans með yndislega fólkinu mínu og ég ætla á hverjum degi að ögra sjálfri mér. Mér finnst ég svo heppin að hafa tækifæri á að verða útkeyrð og […]
Litlu sigrarnir // the small victories jún 19, 2017 - Ég er svo vitlaus að alltaf stend ég föst á því að ég sé heppnasta manneskja í heimi og mér finnst að öllum eigi að finnast það um sjálfan sig en eftir svona daga eins og ég er búin að eiga síðustu daga þá verður trú mín sterkari. Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum […]
Það sem ég ætla að gera í maí maí 2, 2017 - Nú er mánuðurinn sem ég hef beðið eftir með eftirvæntingu loksins að byrja. Maður sér og finnur það svo vel hvað allt er að léttast og eftirvænting sumarsins er að yfirtaka hugann. Mér finnst ég svo heppin að eiga tækifæri á að verða útkeyrð og ég elska þegar ég finn hvern vöðva verða algjörlega úrvinda […]
Litlu sigrarnir || the small victories apr 18, 2017 - Frá því ég loksins vaknaði eftir blæðinguna og aðgerðina þá man ég allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum og ég man eftir rónni og þakklætinu sem ég fylltist þegar hún sagði mér frá þessu, ég varð samstundis svo þakklát að ég skildi hafa lifað þetta af. Ég varð […]
Það sem ég ætla að gera í apríl apr 6, 2017 - Öll þessi vika er búin að vera stútfull af óvæntum uppákomum. Í gær var mér komið svo innilega og ótrúlega skemmtilega á óvart, þannig að ég missti svolítið dampinn í allri gleðinni. Með litla einbeitingu og milli hlátursroka þá er þetta styttri útgáfan af því hvað ég ætla að gera i mánuðinum, en hugurinn er […]
Litlu sigrarnir í mars mar 21, 2017 - Það er svo létt að loka sig frá öllu og verða ótrúlega reiður og sár við lífið eftir að það hefur leikið mann svona illa, rétt eins og það hefur gert við mig. Það er svo auðvelt að verða fúll og brjálaður út í lífið, ég eigi þetta svo alls ekki skilið og af hverju […]
Það sem ég ætla að gera í mars mar 6, 2017 - Þá er mars runninn upp, afmælismánuðurinn minn. Ég held að tíminn frá jólum að afmælinu mínu sé alltaf að styttast, svo sé bara mars bara allt í einu kominn. Mars minnir okkur á að vetur konungur sé hérna enn þó hann hafi legið í hálfgerðum dvala hingað til svo þarf hann ekki að gera annað […]
Litlu sigrarnir í febrúar feb 27, 2017 - Ég var ótrúlega stressuð yfir því að fara suður, ég loka tilfiningar inni og segi engum að neitt sé að trufla mig og þá bitnar stressið á svefninum. Á nóttunni lá ég andvaka og velti fyrir mér áhyggjum mínum, ég var svo hrædd um að geta ekki verið á þeim stað þar sem ég er […]
Það sem ég ætla að gera í febrúar feb 10, 2017 - Í lok janúar byrjaði ég að að skrifa það sem ég ætlaði að gera í febrúar, þá voru mörkin ansi há og enginn tími fyrir flensuskít, enda átti höfuðverkur og hiti bara að fylgja janúar. Í dag eru næstum tvær vikur liðnar af febrúar og ég er í fyrsta sinn að kveikja á tölvunni núna, […]
Litlu sigrarnir í janúar jan 25, 2017 - Í janúar ætla ég bara að hafa tvo risastóra sigra. Fyrsta mánuðinn eftir að ég vaknaði eftir aðgerðina þá gat ég ekki myndað nein hljóð svo komu hljóðin smátt og smátt. Ég gleymi aldrei þegar það komu í fyrsta sinn viljastýrð hljóð, þá grét ég af gleði það var svo frelsandi að geta látið fólkið […]
Það sem ég ætla að gera í janúar jan 8, 2017 - Í mörg ár hef ég skráð hjá mér mánaðalegan to do lista, mér þykir gaman að deila honum með ykkur. Núna þá þrái ég að koma mér aftur i rútínu eins og sést vel á þessum lista. Eins gaman og spennandi mér þykir að jólaskreyta þá verður mér alltaf létt þegar jólaskrautið er komið ofan […]
Litlu sigrarnir í desember des 27, 2016 - LAST CHRISTMAS Mér finnst skrítið að hugsa til seinustu jóla, það er í alvöru bara ár frá því ég fór ekki í ipad, skoðaði ekki samfélagsmiðla og eyddi öllum mínum frítíma liggjandi upp í rúmi, því ég gat ekki setið, og hlustaði á bækur. Akkúrat fyrir ári var ég tiltölulega nýfarin að halda haus, hreyfa […]
Það sem ég ætla að gera í desember des 9, 2016 - Loksins er desember kominn, mánuðurinn sem ég hef beðið eftir með eftirvæntingu síðan hann kláraðist í fyrra. Ég elska allt við jólin, skreytingarnar, jólaljósin, bakstur, pakka inn pökkum, hlusta á jólatónlist, horfa á jólamyndir og eiga mikilvægar stundir með fjölskyldu og vinum. Allir eiga sér einhverjar minningar sem kveikja á jólabarninu í manni. Ég held […]
Litlu sigrarnir í nóvember nóv 23, 2016 - Í nóvember eru tvö ár síðan ég vaknaði upp í mína verstu martröð, ég vaknaði á laugardagsmorgni heima hjá mér í Vesturbænum, níu dögum eftir að ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, ég var að fara að hitta vinkonur mínar. Þegar ég reyndi að fara fram úr þá gat ég ekki hreyft hægri hluta líkama míns, […]
Það sem ég ætla að gera í nóvember nóv 12, 2016 - Að hugsa sér að það sé kominn nóvember, mér finnst það ótrúlegt. Þessi mánuður á að fara í jólastúss, kaupa jólagjafir og jólaskraut. Þessi mánuður hefur venjulega verið stútfullur af jólatónlist enda hef ég verið í tónlistarnámi og alltaf mikið að syngja í desember þannig að ég byrja að hlusta á jólalög í nóvember, ég […]
Litlu sigrarnir í október okt 30, 2016 - Ég gæti látið það stoppa mig í öllu í lífinu að talfæri mín séu kraftlítil og ég tali því nánast óskiljanlega, allir vöðvar eru kraftlitlir og ég er með jafnvægi á við veltikall þegar ég stend, því nota ég oftast hjólastól. ,,Nei Katrín vill ekki hitta fólk, hún þarf ekki ný föt eða skó, ekki […]
Það sem ég ætla að gera október okt 8, 2016 - Nú skríðum við inn í október og segjum skilið við allar vonir um falllegt veður til að lengja sumarið, því núna er komið haust. Við finnum hvað það kólnar með hverjum deginum sem líður. Mér finnst fátt notalegra en þegar veðrið er svona eins og það hefur verið undanfarna daga, þá finnur þú mig undir […]
Litlu sigrarnir í september sep 21, 2016 - Ég gæti verið alla daga að vorkenna mér yfir hlutskipti mínu í lífinu, að ég tali óskiljanlega, líkami minn allur er kraftlaus og ég þarf hjálp við nánast allt. En lífið það er ekki erfitt nema maður geri það erfitt. Mér finnst ég vera heppnasta manneskja í heimi. Ég er umvafin því besta og skemmtilegasta […]
Það sem ég ætla að gera í september sep 9, 2016 - Ég bíð þennan septembermánuð kærlega velkominn eftir dásamlegt sumar finnst mér haustið vera kærkomið, mér finnst fátt meira kósý en hlusta á riginguna lemja gluggann. Ég elska haustin, haustlitina og hvernig samfélagið allt umturnasr í skipulagi og rútínu. September er hjá mörgum byrjunin á einhverju nýju og maður finnur það á samfélaginu, andrúmsloftið breytist. Ég […]
Litlu sigrarnir í ágúst ágú 26, 2016 - Á vegferð minni að bata hef ég ákveðið að horfa alltaf á litlu sigrana, annars myndi ég sturlast. Mig langar að gefa ykkur innsýn í hvaða sigrar hafa unnist síðan ég blikkaði bara augunum. Í einum stórum sigri eru nefnilega margir litlir sigrar bæði líkamlegir og andlegir. Ég á það til að gleyma því í […]
10 hlutir sem ég ætla að gera í ágúst ágú 6, 2016 - Nú er ágústmánuður byrjaður. Mér finnst tíminn líða hraðar en nokkru sinni. Ágúst byrjar hjá mörgum með látum á verslunarmannahelginni. Ég get ekki sagt að það hafi verið læti hjá mér, það var meira eins og allur kraftur hefðii verið sleginn úr mér, ég gat sofið endalaust og átti erfitt með að koma mér almennilega […]
Litlu sigrarnir í júlí júl 19, 2016 - Ég var 21 árs í háskólanámi mjög óviss í lífinu, stressuð og hrædd við lífið. Ég fékk vænt kjaftshögg, stóð samt upp aftur en fékk þá annað enn fastar. En ég stóð upp aftur reyndar bara með eina nothæfa hönd. Ég kreppti þá hnefann á annari, það þarf meira til að ég gefist upp. Ég […]
10 hlutir sem ég vil gera í júlí júl 2, 2016 - Júlí er rétt nýhafinn með sól og heitu lofti. Það verður allt annar bragur yfir öllu á björtum sumardögum líkt og ævintýraryki hafi verið stráð um allt sem veitir hverjum manni gljáa, eftirvæntingu og gleði. Ég nýt þess að liggja á sólbekk út á palli með góða bók og hlusta á fuglana í gróðursæla fallega […]
Litlu sigrarnir jún 24, 2016 - Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum á hvað við fókusum. Ég hef alla tíð einblínt frekar á það góða, litlu sigrarnir hjálpa mér að komast í gegnum hvern dag, ég nýt þess að finna hvað ég get meira í dag en í gær. Það er stórkostleg tilfinning. Stundum er ég ótrúlega meðvituð um vanmátt […]
MONTHLY
Það sem ég ætla mér að gera í september sep 4, 2017 - Vá það er kominn september, mér finnst tíminn aldrei hafa liðið jafn hratt og hann er að gera akkurat núna en það þýðir bara að það sé gaman. Ég er í fyrsta sinn að taka á móti haustinu í sátt og algjörlega stresslaus, mér finnst það alveg stórkostlegt og ég ætla að njóta þess alveg […]