Litlu sigrar seinustu missera des 29, 2021 - Það er svo ótrúlega skrítið þegar tilveran fer svona á hvolf eins og síðustu tæplega tvö ár hafa liðið þá er til fólk sem mislíkar það ekki svo sárt. Mér líður sjálfri stundum líkt og að þegar hægist svona skyndilega á tilveru fólks í kringum mig þá hafi ég betra tækifæri en áður til þess […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2021 - Í dag eru 26 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Lærdómsríkur hjólatúr sep 17, 2021 - Ég hef aldrei notið þess að fara hratt um. En þegar það er tekið frá manni þá saknar maður þess að hafa valið. Þegar ég fékk hjólið mitt þá gafst mér loksins tækifæri til þess að fara frjáls ferða minna á eyrinni. Ég þurfti að læra á hjólið og fór því mjög hægt í fyrstu […]
Til hamingju með lífið! / Sky is the limit! jún 15, 2021 - MEÐ VINDINN Í BAKIÐ Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst. Ég finn núna hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Veröldin smækkar þegar maður er […]
🎊🎉2020🎉🎊 des 25, 2020 - Nú þegar fimm ár eru liðin frá því að ég fékk stóra heilaáfallið þá hélt ég að mér yrði alveg batnað, ég yrði örugglega búin að læra eitthvað og farin að vinna einhversstaðar við það sem ég hefði lært. En það voru bara draumsýnir. Batinn hefur gengið hægar en ég óskaði mér en það sem […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2020 - Í dag eru 25 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Enn einn stóri sigurinn! ágú 14, 2020 - Fyrst eftir að ég fékk áföllin þá stóð ég föst í þeirri trú, sem var í samræmi við það sem ég fékk iðulega að heyra frá fólki sem vann við þetta og spáði í þessu á hverjum einasta degi, að batinn myndi allur verða á fyrsta árinu. Þegar ár var liðið hélt ég samt áfram […]
Sumarævintýr! júl 1, 2020 - Í sætri sumarbyrjun þá gat ég platað fjölskyldu mína með mér í íslenskt sumarævintýri. Svo við héldum suður á land og ég fékk í fyrsta skipti að sjá suðurlandið skarta sínu fegursta. Við byrjuðum á því að halda suður á bóginn þar sem fyrsta stopp var Seljalandsfoss, algjörlega túristalaus og við vorum þar nánast ein […]
Hvort er ég að missa af lífinu eða endurheimta það? jún 15, 2020 - Fyrir fimm árum síðan vaknaði ég einmitt þennan dag, þann 15. júní, heilum sólarhring of seint eftir að hafa fengið stórt heilaáfall sem var ekkert víst að ég myndi ná að lifa af. Þegar ég vaknaði heyrði ég og skildi allt það sem fram fór í kringum mig en ég gat ekki tjáð mig og […]
Ég er heppnasta stelpa í öllum heiminum! okt 30, 2019 - Ég er svo heppin að eiga frænda sem er læknir og vísindamaður og stýrir þessa dagana rannsókn á lyfi fyrir mig. Þetta lyf er talið geta haft afgerandi áhrif á þá sem bera þetta stökkbreytta gen sem olli heilablæðingunum mínum. Ég hef sjálf óbilandi trú á að þetta lyf geti hjálpað mörgum og vona að […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2019 - Í dag eru 24 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Stóra leyndarmálið mitt! apr 11, 2019 - Þegar lífið fer í átján kollhnísa, fimmtán handahlaup, tólf heljarstökk og brotlendir svo, þá er gott að vera umvafinn góðu fólki sem gerir allt til þess að gera lifið tryggt og öruggt. Ég stend staðföst og óhagganleg í þeirri trú að ég sé í hópi þeirra allra heppnustu. Fjölskylda mín og vinir mínir standa þétt […]
Langt síðan síðast! mar 13, 2019 - Peysa, buxur og taska eru frá ZO-ON Halló fallegi heimur! Nú er ég að vakna og byrjuð að líkjast sjálfri mér eftir fjóra mjög krefjandi og þunga mánuði. Ég er svo innilega þakklát öllum þeim sem standa mér næst og þau passa upp á að góða og bjarta skapið fái aldrei að víkja mér frá. […]
Litlu sigrarnir nóv 5, 2018 - Frá því ég loksins vaknaði eftir blæðinguna og aðgerðina þá man ég allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum og ég man eftir rónni og þakklætinu sem ég fylltist þegar hún sagði mér frá þessu, ég varð samstundis svo þakklát að ég skildi hafa lifað þetta af. […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2018 - Í dag eru 23 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Litlu sigrarnir í ágúst ágú 26, 2018 - Ágúst er greinilega mánuðurinn sem kemur með stóru sigrana og sýnir mér að ég megi aldrei nokkurntímann svo mikið sem íhuga það að gefast upp. Lífið er bölvaður barningur á mismunandi sviðum fyrir okkur öll.. Ég er svo gífurlega lánsöm að vera elskuð og pössuð af þeim allra besta unnusta sem hugsast getur. Fólkið sem […]
Reykjavíkur maraþonið 2015 ágú 15, 2018 - Ég var ósköp venjuleg 21 árs gömul stelpa þegar ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft […]
Það sem ég ætla að gera í ágúst ágú 8, 2018 - Ég hef alltaf átt í virkilega skrítnu sambandi við ágústmánuð þar sem ég hef iðulega fyllst ónotum og orðið að stórum stresshnúti eftir því sem líður á þennan mánuð. En eftir að mér var kippt úr þessu óvenjulega en samt svo alltof algenga hversdagslífi þá hafa seinustu þrír ágústmánuðir verið mér sem gjörbreytir. Þið getið […]
Litlu sigrarnir í júlí júl 27, 2018 - Ég er svo ofboðslega heppin að hafa alltaf trúað því að ég sé að stefna á drauma mína og vinna að óskum mínum Ég gæti verið alla daga að vorkenna mér yfir hlutskipti mínu í lífinu, að ég tali óskiljanlega, líkami minn allur er kraftlaus og ég þarf hjálp við nánast allt. En lífið það […]
Litlu sigrarnir í júní jún 26, 2018 - Ég er svo ofboðslega heppin að hafa alltaf trúað því að ég sé að stefna á draumana mína og vinna að óskunum mínum Fyrir þremur árum fékk ég þriðja og lang stærsta heilaáfallið. Þá var ég 22 ára og gat bara hreyft annað augað, vöðvarnir misstu allann kraft svo ég lá fyrstu vikurnar í öndunarvél […]
Í dag er ég þriggja ára! jún 15, 2018 - Það eru komin þrjú ár síðan ég vaknaði eftir stóru heilablæðinguna. Ég hélt að ég myndi alla tíð vera skjálfandi á beinunum og hágrenjandi af kvíða og hræðslu bæði fyrir fjórtánda og fimmtánda júní, en í ár sýndi ég sjálfri mér að öllu má breyta og ég bauð vinkonum mínum til mín í movie night […]
Glaðningur fyrir áhugamanninn minn! jún 11, 2018 - Verðandi eiginmaður minn er forfallinn fótboltaáhugamaður og hef ég alltaf fundið hjá mér þörf til að styðja og kynda undir þann áhuga. Ég hef ekki tölu á öllum þeim skiptum sem ég hef setið inn í miðjum strákahóp og kallinn minn setið hjá mér og útskýrt fyrir mér allt sem ég ekki skil. Fyrir að […]
Litlu sigrarnir í mars mar 25, 2018 - Ef einhver hefði spurt mig þegar ég var lítil stelpa ,,hvað ætlar þú þér að verða þegar þú verður stór?” Þá hugsa ég að mitt svar hefði verið eitthvað á þessa leið ,,ég ætla að verða hjúkrunarkona alla virka daga sem yrði svo að leikkonu á kvöldin og söngkonu um helgar. Það má segja að […]
Óhefðbundnar tjáskiptaleiðir mar 6, 2018 - Í tilefni af 6. mars sem er Evrópudagur talþjálfunnar hef ég ákveðið að gera það sem ég lofaði sjálfri mér að ég myndi aldrei nokkurn tíma gera en það er að skrifa hér alla mína sögu sem viðkemur talmeinafræðingum. Ég er 24 ára gömul stelpa sem missti allan vöðvakraft vegna heilaáfalla og er því ótalandi, […]
Fleiri stórir sigrar í febrúar! feb 14, 2018 - Áður en ég veiktist þá lagði ég mikla áherslu og ég gerði mitt allra besta í að rækta bæði líkama og sál af heilbrigði og gera það eins vel og ég gæti. Ég naut mín aldrei betur en þegar ég var hlaupandi um Ægissíðuna eða út fallega fjörðinn minn andandi að mér þessu tæra, hreina […]
Óvæntir sigrar feb 7, 2018 - Það er svo ótrúlega gaman og það eru í rauninni forréttindi að fá að búa í þannig umhverfi að mér sé tekið alveg eins og ég er og mér er meira segja tekið vel! Fyrir þremur mánuðum þá var ég svo óörugg að ég átti í mestum vandræðum að fara út á meðal fólks því […]
Litlu sigrarnir í Janúar jan 28, 2018 - Frá því ég var lítil hef ég alltaf getað verið ákaflega ánægð og stolt af sjálfri mér. Við þessi þrjú áföll óttaðist ég að þessi eiginleiki sem skiptir mig svo afar miklu máli hefði horfið og myndi örugglega aldrei sýna sig aftur í mínum karakter. Ég stóð mig jafnvel að því að vera að hugsa […]
2 0 1 8 jan 10, 2018 - Eftir þessa ljúfu hátíð er ég virkilega endurnærð og ég er sko mikið meira en tilbúin til að takast á við nýtt ár. Á árinu 2018 ætla ég að breyta aðeins áherslum mínum og vinna vinnuna sem ég hef ekki þorað að takast á við hingað til. Eftir svona flott ár eins og 2017 var […]
Jólasigurinn des 8, 2017 - Ég sigraðist virkilega stórt á sjálfri mér á þriðjudagskvöldið, ég fór á mína fyrstu jólatónleika síðan ég veiktist. Þá fyrstu í þrjú ár og mikið var það nú gott að gleyma sér í tónaflóðinu og þetta var svo einstaklega náttúrulegt fyrir mig. Áður en heilaáföllin fóru að ónáða mig þá var desember sá mánuður sem […]
Litlu sigrarnir í nóvember // The small victories nóv 30, 2017 - Í nóvember eru þrjú ár síðan ég vaknaði upp í mína verstu martröð, ég vaknaði á laugardagsmorgni heima hjá mér í Vesturbænum, níu dögum eftir að ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, ég var að fara að hitta vinkonur mínar. Þegar ég reyndi að fara fram úr þá gat ég ekki hreyft hægri hluta líkama míns, […]
Fallegasta gjöf sem til er nóv 10, 2017 - Á liðnum dögum voru tvö ár frá því þessi stórkostlegi atburður átti sér stað. Þá söng þessi dásamlega vinkona mín, bæði ein og í hópi með öllu hæfileikaríkasta tónlistafólki Ísafjarðarbæjar, heila stórtónleika fyrir mig og fjölskyldu mína. Fyrir troðfullri Ísafjarðarkirkju skilaði hver einn og einasti sem komu að þessum tónleikum af sér algjörlega ógleymanlegum, dásamlegum […]
I was only two and a half and do not remember anything okt 26, 2017 - Í dag eru 22 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Litlu sigrarnir í október okt 25, 2017 - Ég fékk extra langa helgi um þessa helgi, ég fékk einnig að njóta mín í félagsskap þeirra sem standa hjarta mínu næst alla helgina og svo aukalega mánudag og þriðjudag. Mér líður sem ég sé endurnærð og ég finn alveg hvað félagsskapur með mínum nánustu lyftir mér upp, kætir og bætir! Eftir þessa frábæru helgi […]
My life in pictures between strokes ágú 25, 2017 - Ég fékk mitt fyrsta heilaáfall 13. nóvember 2015, svo kom annað heilaáfall tíu dögum seinna. Næstu sjö mánuði lifði ég í algjöru hugarhelvíti. Á þessum tíma fannst mér þetta vera óyfirstíganlega ósanngjarnt og mér fannst það nánast því vera óhugsandi að einhver gæti verið svona óheppinn. Ég sem hafði alla tíð verið káta og glaða […]
Stóri sigurinn // the small victories ágú 23, 2017 - Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta upp á […]
The story of how I lost my speech and am slowly gaining it back júl 19, 2017 - Þegar ég byrjaði að blogga þá lofaði ég sjálfri mér því að skrifa aldrei nokkurntímann um það hvernig ég tjái mig en þar sem litlu sigrarnir eru orðnir svo ótrúlega margir og ég er fyrst núna farin að trúa því að þetta muni einn daginn loksins koma hjá mér þá fyrst get ég tjáð mig […]
Laktósafríar mjólkurvörur júl 11, 2017 - Ég hef alveg frá því ég man eftir mér alltaf haft mjög viðkvæman maga. Áður en ég fékk stóru heilablæðinguna þá leið varla sú vika þar sem ég kastaði ekki upp, ég náði að leyna því fyrir nánast öllum en eftir að ég veiktist þá næ ég ekki að stunda þennan feluleik ég hef ekki […]
Litlu sigrarnir // the small victories jún 19, 2017 - Ég er svo vitlaus að alltaf stend ég föst á því að ég sé heppnasta manneskja í heimi og mér finnst að öllum eigi að finnast það um sjálfan sig en eftir svona daga eins og ég er búin að eiga síðustu daga þá verður trú mín sterkari. Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum […]
Today is my anniversary 🎉 jún 15, 2017 - Til hamingju með lífið allir! Í dag er ég tveggja ára. //Congratulations to life everyone! Today is my two year anniversary. Í dag eru tvö ár frá því ég vaknaði sólarhring of seint eftir stóru heilablæðinguna og aðgerðina, fyrstu vikurnar eftir að ég vaknaði þá gat ég bara rétt svo opnað augun og þá var […]
My story jún 14, 2017 - Ég lærði alltof ung að ég geng ekki að morgundeginum sem vísum og síðan ég fór að muna eftir mér þá nýt ég hverrar líðandi stundar. Ég er svo ótrúlega heppin að þetta hugafar hefur fylgt mér alveg síðan þá og mun fylgja mér út lífið. . . . //I was way too […]
A week in paradise jún 6, 2017 - Ég held að ég geti alveg sagt að þessar draumkenndu myndir tali fyrir sig sjálfar og lýsa dásamlegustu utanlandsferð sem ég hef farið. Hver dagur einkenndist af innilegri , sól og hita, bragðgóðum drykkjum og hlátri. Við vorum stödd á þeim fallegasta stað sem fyrirfinnst við strendur Miðjarðarhafsins, ég naut mín umvafin mínum þéttasta […]
The story behind the photos maí 31, 2017 - Ég hef alltaf haft gaman af því að leika mér með myndir, ég hef leikið mér við að taka myndir og svo finnst mér skemmtilegast að vinna myndirnar sjálf. Eftir stóru blæðinguna þá hafði ég ekki krafta til að gera neitt annað en að opna augun. Þegar liðnir voru sex mánuðir frá því ég fékk […]
Draumur verður að veruleika maí 28, 2017 - Föstudaginn19 maí lá leið mín af landi brott til suður Evrópu að miðjarðarhafinu í mestu paradís sem ég hef upplifað og þar naut ég mín umvafin ástvinum þar sem ég átti dásamlegan tíma. Hver dagur var uppfullur af sigrum og tíminn leið áfram í innilegri hamingju, gleði og stolti yfir fólkinu mínu sem lét þennan […]
Throwback Thursday apr 20, 2017 - Mér fannst svo magnað þegar ég áttaði mig á því að ár er síðan ég lá enn á sjúkrahúsi, mig langaði því að bera saman hvernig hversdagslega lífið mitt var fyrir ári síðan og hvernig hversdagurinn er hjá mér i dag. . . . //I found it so amazing when I realized that […]
Litlu sigrarnir || the small victories apr 18, 2017 - Frá því ég loksins vaknaði eftir blæðinguna og aðgerðina þá man ég allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum og ég man eftir rónni og þakklætinu sem ég fylltist þegar hún sagði mér frá þessu, ég varð samstundis svo þakklát að ég skildi hafa lifað þetta af. Ég varð […]
Birthday week mar 31, 2017 - Ég er búin að eiga æðislega daga þeir hafa liðið svo hratt og verið fullir af gleði, ég varð líka árinu eldri á dögunum svo gleðin varð enn þá innilegri. Ég er svo innilega þakklát að stóra heilablæðingin tók ekki lífið frá mér og afmælin halda áfram að koma, það er það sem er svo […]
Litlu sigrarnir í mars mar 21, 2017 - Það er svo létt að loka sig frá öllu og verða ótrúlega reiður og sár við lífið eftir að það hefur leikið mann svona illa, rétt eins og það hefur gert við mig. Það er svo auðvelt að verða fúll og brjálaður út í lífið, ég eigi þetta svo alls ekki skilið og af hverju […]
Litlu sigrarnir í febrúar feb 27, 2017 - Ég var ótrúlega stressuð yfir því að fara suður, ég loka tilfiningar inni og segi engum að neitt sé að trufla mig og þá bitnar stressið á svefninum. Á nóttunni lá ég andvaka og velti fyrir mér áhyggjum mínum, ég var svo hrædd um að geta ekki verið á þeim stað þar sem ég er […]
Litlu sigrarnir í janúar jan 25, 2017 - Í janúar ætla ég bara að hafa tvo risastóra sigra. Fyrsta mánuðinn eftir að ég vaknaði eftir aðgerðina þá gat ég ekki myndað nein hljóð svo komu hljóðin smátt og smátt. Ég gleymi aldrei þegar það komu í fyrsta sinn viljastýrð hljóð, þá grét ég af gleði það var svo frelsandi að geta látið fólkið […]
Óvænt ánægja jan 16, 2017 - TAKK ALLIR, ég er svo þakklát öllum þeim sem kusu mig! Þetta kom gjörsamlega flatt upp á mig, ég bara roðnaði, hló og skildi ekkert hver væri að plata mig núna. Mér fannst þessi titill vera alltof stòr og mikill fyrir mig, núna er ég í hópi með alvöru hetjum sem hafa jafnvel bjargað mannslífi […]
10 atriði sem ég lærði á árinu 2016 des 31, 2016 - Þetta ár var svo lærdómsríkt, skemmtilegt og gott. Þetta var svo sannarlega ár framfara. Árið 2015 fór í að berjast fyrir lífinu, 2016 var upphitun bæði á líkama og sál, upphitun sem ég þurfti virkilega á að halda fyrir 2017 sem ég ætla að gera að einni heljarinnar æfingu. Á árinu 2016 lærði ég að […]
Litlu sigrarnir í desember des 27, 2016 - LAST CHRISTMAS Mér finnst skrítið að hugsa til seinustu jóla, það er í alvöru bara ár frá því ég fór ekki í ipad, skoðaði ekki samfélagsmiðla og eyddi öllum mínum frítíma liggjandi upp í rúmi, því ég gat ekki setið, og hlustaði á bækur. Akkúrat fyrir ári var ég tiltölulega nýfarin að halda haus, hreyfa […]
Útprentaðar minningar á spýtu des 14, 2016 - Ég hef alveg síðan ég man eftir mér haft áhuga á að taka myndir, ég man eftir mér 4 ára raða böngsunum mínum upp fyrir myndatöku svo var bara svo gaman að horfa í gegnum linsuna og taka myndir frá öllum sjónarhornum og allt í einu var filman búin. Sem betur fer komu stafrænar myndavélar […]
Litlu sigrarnir í nóvember nóv 23, 2016 - Í nóvember eru tvö ár síðan ég vaknaði upp í mína verstu martröð, ég vaknaði á laugardagsmorgni heima hjá mér í Vesturbænum, níu dögum eftir að ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, ég var að fara að hitta vinkonur mínar. Þegar ég reyndi að fara fram úr þá gat ég ekki hreyft hægri hluta líkama míns, […]
Ég var tveggja og hálfs árs og man ekki neitt okt 26, 2016 - Í dag eru 21 ár frá því sá atburður sem mótaði mig hvað mest átti sér stað. Ég var tveggja og hálfs árs þegar við fjölskyldan lentum í snjóflóðinu á Flateyri. Sem betur fer hafði pabbi byggt svo sterkt hús að efri hæðin flaut ofan á flóðinu og við komumst öll lífs af. Við misstum […]
Litlu sigrarnir í september sep 21, 2016 - Ég gæti verið alla daga að vorkenna mér yfir hlutskipti mínu í lífinu, að ég tali óskiljanlega, líkami minn allur er kraftlaus og ég þarf hjálp við nánast allt. En lífið það er ekki erfitt nema maður geri það erfitt. Mér finnst ég vera heppnasta manneskja í heimi. Ég er umvafin því besta og skemmtilegasta […]
Ég fer sátt inn í helgina sep 16, 2016 - Ég er svo ánægð með þessa æfingaviku! Mér líður svo vel í hverjum einasta vöða í líkamanum. Ég finn svo mikinn mun á hverjum degi hvað ég er að verða styrkari og kraftmeiri. Ég er glöð allan daginn eftir æfingar því í hverri æfingu þá get ég gert eitthvað sem ég gat ekki gert í […]
Litlu sigrarnir í ágúst ágú 26, 2016 - Á vegferð minni að bata hef ég ákveðið að horfa alltaf á litlu sigrana, annars myndi ég sturlast. Mig langar að gefa ykkur innsýn í hvaða sigrar hafa unnist síðan ég blikkaði bara augunum. Í einum stórum sigri eru nefnilega margir litlir sigrar bæði líkamlegir og andlegir. Ég á það til að gleyma því í […]
Reykjavíkur maraþonið gerði kraftaverk ágú 15, 2016 - Ég var ósköp venjuleg 21 árs gömul stelpa þegar ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, hún var svo lítil að mér fannst varla ástæða til að mamma og pabbi gerðu sér ferð suður það var ekkert að mér. Höggið kom svo tíu dögum seinna þegar ég fékk blóðtappa sem olli því að ég missti allan kraft […]
Litlu sigrarnir í júlí júl 19, 2016 - Ég var 21 árs í háskólanámi mjög óviss í lífinu, stressuð og hrædd við lífið. Ég fékk vænt kjaftshögg, stóð samt upp aftur en fékk þá annað enn fastar. En ég stóð upp aftur reyndar bara með eina nothæfa hönd. Ég kreppti þá hnefann á annari, það þarf meira til að ég gefist upp. Ég […]
Sumar í Paradís jún 28, 2016 - Ég er þannig gerð að ég geri alltaf allt sem ég get og svo aðeins meira, þannig er ég vön að keyra mig út. En ég veit fátt betra en að finna að allir vöðvarnir eru gjörsamlega búnir á því. En ég hef aldrei nokkurn tíman verið jafn búin á því og núna um helgina. […]
Litlu sigrarnir jún 24, 2016 - Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum á hvað við fókusum. Ég hef alla tíð einblínt frekar á það góða, litlu sigrarnir hjálpa mér að komast í gegnum hvern dag, ég nýt þess að finna hvað ég get meira í dag en í gær. Það er stórkostleg tilfinning. Stundum er ég ótrúlega meðvituð um vanmátt […]
Til hamingju með lífið! jún 15, 2016 - Eitt sem ég hef lært við að lífið kollvarpaðist svona, það er að lifa í núinu og snúa erfiðu og leiðinlegu hlutunum í þolanlega. Lífið er of stutt til að kvíða, maður á að njóta lífsíns með þeim sem maður elskar og líður vel í kringum! Áður en ég veiktist var ég eín kvíðaklessa, bjó […]
Þegar lífið fer í 18 kollhnísa, 15 handahlaup, 12 heljarstökk og brotlendir svo jún 14, 2016 - Ég heiti Katriín Björk Guðjónsdóttir og er 23 ára. Í dag er ár síðan ég fékk stærri heilablæðinguna. Þá voru 7 mánuðir frá því að ég fékk fyrstu heilablæðinguna og svo 10 dögum seinna blóðtappa. Fyrsta blæðingin lamaði mig hægra megin og blóðtappinn líka en seinni blæðingin vinstra megin en sú blæðing var miklu, miklu […]