SKILMÁLAR

1. Almennt

Vefsíðan katrinbjorkgudjons.com er blogg- og sölusíða fyrir listaverk og skartgripi í eigu Katrínar Bjarkar Guðjónsdóttur. Alga ehf., kt. 661121-0330, sér um sölu á þessum vörum fyrir hönd Katrínar Bjarkar. Kaup á listaverkum, skartgripum eða öðru sem Katrín Björk hyggst að selja er háð eftirfarandi skilmálum. Eftirfarandi skilmálar kveða m.a. á um réttindi og skyldur kaupenda og eru kaupendur því hvattir til þess að lesa þá gaumgæfilega yfir áður en greiðsla er lögð inn. Skilmálar þessir eru í gildi eftir að kaupandi gefur greitt fyrir vöru sína.

Með kaupum á hverskyns vöru samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála.

2. Fyrirvari

Rekstraraðili og seljandi á vefsíðunni katrinbjorkgudjons.com er Alga ehf., kennitala 661121-0330 og VSK númerið er 144826 og er hér eftir nefnt Alga.

Kaupandinn er sá aðili sem er skráður fyrir kaupum. Aðeins þeir sem náð hafa 15 ára aldri mega panta vörur hjá Alga.

Alga áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Skilmálarnir geta breyst án fyrirvara. Allar breytingar á skilmálunum eru vistaðar með tímastimpli og gildir viðskiptaskilmálar miðast við dagsetningu þegar kaupandinn keypti vöruna á katrinbjorkgudjons.com.

3. Verð

Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatti. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn og reiknast út í samræmi við sendingarmáta og upphæð sem verslað er fyrir. Sendingarkostnaður er reiknaður út í greiðsluferlinu. Öll verð geta breyst án fyrirvara.

4. Greiðslur og sendingarmáti

Vörur eru greiddar í ISK og framkvæmdar á http://www.katrinbjorkgudjons.com. Verð á vörum getur breyst án fyrirvara. 

Allar greiðslur berast Alga og eru gerðar í gegnum greiðsluþjónustu SaltPay, kt. 440686-1259. Nánari upplýsingar um þeirra skilmála má finna á www.borgun.is (athuga að persónuupplýsingum sem tengjast greiðslu á vöru er deilt með Borgun til þess að greiðsla geti átt sér stað). Þegar greiðsla hefur borist í gegnum heimasíðuna fær kaupandi sendan tölvupóst með staðfestingu frá Borgun (nú SaltPay) og katrinbjorkgudjons.com.

Ef vara er keypt er hægt að fá hana senda á næsta pósthús / póstbox (gegn greiðslu) eða með heimsendingu (gegn greiðslu) í gegnum þjónustu Póstsins. Persónuupplýsingum sem þú deilir á þessari síðu (nafn, heimilisfang, tölvupóstfang og síma) sem tengjast sendingunni er deilt með Póstinum (Íslandspóstur kt. 701296-6139) sjálfkrafa þannig að varan geti verið afgreidd. Afgreiðsla sendinga þegar sótt er á næsta pósthús er um 5-10 virka daga og um 1-3 virka daga í viðbót þegar um heimsendingu er að ræða. Nánari upplýsingar má finna inn á http://www.postur.is (pakki pósthús eða pakki heim).

5. Skilaréttur og endurgreiðsla

Hægt er að fá endurgreitt fyrir vöru, ef varan er í upprunalegu ástandi, innan við 14 daga frá því að varan var afhent. Til þess að óska eftir endurgreiðslu á vöru skal senda tölvupóst á katrinbjorkgudjons@alga.is með nafni, kennitölu, reikningsnúmeri og ástæðu fyrir skilum.

Allar endurgreiðslur eru afgreiddar í seinasta lagi 30 dögum eftir að varan barst til Alga eða tilkynning barst til Alga um að varan sé gölluð eða verði endursend.

Ef vörunni er skilað þarf kaupandinn að bera allan sendingarkostnað og Alga endurgreiðir greitt vöruverð. Ef vöru er skilað á þeim forsendum að hún teljist gölluð endurgreiðir Alga allan sendingarkostnað sem kaupandi hefur þegar greitt við vörukaup en einnig sendingarkostnað til Alga.

Með því að halda áfram í greiðsluferli samþykkir kaupandi skilmála og persónuverndarstefnu Alga.