Haust 💕

Samstarf við Kaupmanninn 

Ponsjó og peysa: Farmers Market 

Það er búið að vera svo yndislegt haustveður hérna seinustu daga, þannig að þessi ponsjó hefur verið mikið notaður ef ég hef verið að fara út þá hef ég bara hent honum yfir mig og þá er ég tilbúin. Það eru í alvöru komin meira en þrjú ár síðan ég fór að nota Katanes ponsjó en það var sumarið 2014 þegar ég gat bæði talað og gengið hjálparlaust, Það sumar var hann Ásgeir minn á fullu í fótboltanum og var að keppa á hverri helgi þá geymdi ég alltaf Katanes í bílnum mínum því ef ég losnaði úr vinnu og komst óvænt á leik þá hafði ég alltaf hlýja yfirhöfn ef mig vantaði, en ef það var fínasta veður þá breiddi ég úr því á grasið og sólaði mig á meðan ég fylgdist með leiknum.

Mér finnst þetta vera ekta haust outfit. Þegar verður kaldara þá sé ég það alveg fyrir mér og ég veit ég að ég mun nota þetta dress mikið ég þyrfti bara að bæta við fínni kápu eða jakka, þá myndi ég vera í þessum rúllukragabol undir kápunni eða jakkanum og svo í Katanesinu yfir það. Mér finnst að nákvæmlega þessi rúllukragabolur ætti að vera skyldueign yfir kaldasta tímann, hann er bæði mjög smart og svo er hann svo afskaplega hlýr. Ég nota hann mikið bæði einann og sér þá get ég girt hann ofan í buxurnar og þegar það verður kaldara þá get ég sett hann saman við næstum hvaða peysu sem er.