Til hamingju með lífið! / Sky is the limit!

MEÐ VINDINN Í BAKIÐ

Eftir að hafa legið bjargarlaus í sjúkrarúmi og ekki getað náð sambandi við nokkra manneskju en þó með heila hugsun allan tímann sem ég gat ekki tjáð þá hefur hugurinn þroskast og sýn mín á lífið breyst. Ég finn núna hvað litlu hlutirnir skipta miklu máli. Veröldin smækkar þegar maður er hverja stund við dauðans dyr. Hver einasta stund verður svo dýrmæt og hver andardráttur skiptir svo miklu meira máli en fréttir dagsins.

//

Lífið varð eins og dýrgripur sem ég þurfti að halda fast í svo ég myndi ekki missa hann. Ég lærði að kunna að meta hvert það skipti sem ég fékk að vakna, sjá litbrigði náttúrunnar og hlusta á hversdaginn ganga sinn vanagang. Ég er svo óendanlega þakklát fyrir að fá að taka þátt í þessu lífi með öllum þeim tækifærum sem það færir manni, sigrum jafnt sem ósigrum. 

Síðan í haust hef ég fengið að njóta lífsins á minn hátt. Þá keypti ég mér hjól og get í kjölfarið í fyrsta sinn síðan ég veiktist farið ein út í náttúruna og notið lífsins á mínum hraða og forsendum. Það er bara ég sem stjórna því hvert ég fer og á hvaða hraða ég er. Þetta er svo ólíkt því að vera keyrð um í hjólastól úti. Þá verður mér alltaf svo kalt og á erfitt með að vera í samskiptum við fólkið sem er með mér. Ég elska að fá að vera á hjólinu,  hvort sem það er ein með hugsunum mínum eða með öðru fólki.  Alveg eins og þegar ég fór í hlaupatúrana mína áður en ég veiktist þá kvikna oft bestu hugmyndirnar mínar þegar ég er búin að reyna á mig og er orðin sveitt ein á hjólinu. Þó að fyrstu skiptin á hjólinu hafi ég verið mjög óörugg þóttist ég vera öryggið uppmálað. Innst inni var ég þó skíthrædd og alltaf að pæla í því hvar ég væri staðsett á götunni eða gangstéttinni. Í dag er ég orðin miklu öruggari og stundum líður mér eins og kærulausu fífli á vegum úti. Það er mjög hressandi tilfinning. 

Það eru svo mikil forréttindi að fá að sjá náttúruna vakna eftir veturinn og vera hluti af henni. Það er svo magnað að sjá heiminn opnast beint fyrir framan augun á sér og finna fyrir árstíðaskiptunum og veðrabrigðunum. Að sjá trén laufgast og grasið grænka, að vera köld og blaut úti í rigningu og vindi eða svitna og finna fyrir hitanum í sólskini. Það er ekkert sem getur toppað það! Ég nýt þess að hjóla með vindinn í bakið og ber höfuðið hátt með alla mína lífsreynslu.

Photos: Ásgeir Helgi Þrastarson at Gústi Productions

WITH THE WIND AT YOUR BACK

After laying helpless in a hospital bed, unable to reach out to the people around me, being of a sound mind with no way to express myself. It matured me and my outlook on life has changed. I can now understand how important the little things are. The world becomes smaller when each moment is lived on the brink of death. Each second becomes so precious and each breath means so much more than what is going on in todays news.

Life suddenly felt like a prized possession that I had to hold on to as tight as I could so I wouldn‘t loose it. I learned to appreciate each time I got to wake up, see the colors of nature and listen to everyday life go on around me. I am endlessly thankful to get to be a part of this life with all its opportunities, victories and ups and downs.

Since last fall I have gotten to enjoy life in my own way. I bought myself a bike which means that now, for the first time since I got sick, I can go alone out to nature and enjoy life on my own pace and my own terms. I control where I go and how fast I go. It‘s nothing like being pushed around in a wheelchair outside. I always get so cold and have difficulties communicating with the people around me. I love being on the bike, whether it‘s by myself or with other people. And just as I used to get all my best ideas while out jogging before I got sick, now I get them when I‘m sweating, alone on the bike. I remember being insecure when I first started riding the bike. I faked confidence for those around me but inside I was struggling. Afraid where I was positioned on the streets or the sidewalk. Today I‘m much more confident and sometimes I feel like a careless fool out on the streets. It‘s a very refreshing feeling.

I feel so privileged getting to see nature waking up after winter and being a part of it. It‘s amazing to see the world open right before your eyes and feel the seasons changing with the changing weather. Seeing the trees flaunt new leaves and the grass getting greener. Being cold and wet out in the rain and wind or sweating in the heat of the sun. Nothing will top these feelings! I enjoy riding my bike with the wind at my back and my head held high inspite of everything life has thrown at me.

Photos: Ásgeir Helgi Þrastarson at Gústi Productions

Sumarævintýr!

Í sætri sumarbyrjun þá gat ég platað fjölskyldu mína með mér í íslenskt sumarævintýri. Svo við héldum suður á land og ég fékk í fyrsta skipti að sjá suðurlandið skarta sínu fegursta.

Við byrjuðum á því að halda suður á bóginn þar sem fyrsta stopp var Seljalandsfoss, algjörlega túristalaus og við vorum þar nánast ein að skoða þessa náttúruperlu þar sem við gátum farið á bakvið fossinn og notið okkar í úðanum af fossinum og séð fallegu klettana sem eru í felum á bakvið fossinn sem og í fjallinu í kringum fossinn. Við nutum þess að horfa á fossinn í sólinni og sumarylnum. Ég var í dásamlegum fötum frá Zo-on, Engey Superstretz buxunum sem henta vel í bíl sem og úti í náttúrunni þar sem þær eru flísfóðraðar og eru því hlýjar og góðar sama hvort þær séu notaðar sem innsta lag undir aðrar buxur eða einar og sér. Við þær var ég í bláum Dynjandi stuttermabol. Það var æðislegt að ferðast um í þessum fötum svo áður en ég fór út að skoða Seljalandsfoss þá fór ég í peysu frá Zo-on sem heitir Vindur og í úðanum frá fossinum þá fór ég í jakka sem er einnig frá Zo-on og kallast Demba, sem er sérstaklega gott að hafa við höndina þar sem hann er alveg vatnsheldur en andar einnig mjög vel. Þar sem við vissum ekkert hvernig veðri væri von á. Eftir góða stund héldum við næst að Skógafossi og þá var einmitt komin rigning.

Ég naut mín vel við kraftinn frá Skógafossi. Ég fór eins langt og ég komst og reyndi að innbyrgða alla þá orku sem ég gat. Ég naut mín að standa við rætur fossins í rigningu og fá úðann af fossinum beint framan í mig. Við héldum svo á leið á Hótel Rangá og mér finnst svo gaman að keyra um í svona allt öðruvísi landslagi en ég er vön, sjá glitta í fjöllin í Vestmannaeyjum og einnig í Eyjafjallajökul. Flatlendið er svo mikið þarna. Þegar við komum að Hótel Rangá fannst mér svo merkilegt að sjá fjallið Heklu og fá að njóta fegurðar hennar svona í fjarska.

Það var tekið mjög vel og hlýlega á móti okkur á Hótel Rangá. Þegar við komum inn á hótelið tók stærðarinnar ísbjörn á móti okkur sem ég tók sem tákn um hlýju og kröftugheit. Ég hef sjaldan gist á svo góðu hóteli. Okkur var úthlutað svo góðum og flottum herbergjum þar sem við hvíldum okkur dálitla stund áður en við fórum á veitingastaðinn þeirra í kvöldmat. Þar var komið fram við okkur eins og við værum konungsfólk og betri mat hefur enginn af okkur smakkað. Alveg sama hvort það var lax, lamb, nautalund eða svepparisotto. Svo fengum við okkur eftirrétt, súkkulaðiköku og ís sem fullkomnaði daginn. Eftir matinn héldum við í pottana þar sem við gátum leyft ferðalagi dagsins að líða úr okkur með útsýni yfir þessa einstöku náttúru sem er þarna í kring áður en við fórum inn í herbergin okkar að sofa í þessari einstöku kyrrð og ró sem býr út á landi á næturnar.

Skyrta og buxur: Lindex
Skór: Adidas
Náttföt: Lindex
Bók: Forlagið

Svo vöknuðum við endurnærð daginn eftir og fórum í morgunmat. Svo fóru sumir í leikjaherbergið en þá fór ég að lesa og svo var haldið heim á leið með stoppum í Friðheimum, Geysi, Gullfoss og Þingvöllum. Ég klæddi mig rétt fyrir þann dag, þá var ég í buxum frá Zo-on sem heita Ganga. Þær eru bæði smart og einstaklega þægilegar. Svo var ég í gulum Dynjandi stuttermabol frá Zo-on og í Skarðshlíð peysu frá Farmers Market. Ég þurfti varla að fara í Dembu jakkann því sólin lék við okkur. Mér fannst svo áhugavert að fara í Friðheima og fá að sjá alla þá ræktun sem er þarna og fá að njóta matarins sem er í boði þarna sem er einmitt gerður úr ferskum tómötum og grænmeti sem er ræktað á staðnum.

Taska: zo-on

Þetta var góð byrjun á deginum sem var nýttur til að bera helstu náttúruperlur suðurlandsins augum og í sól þá skörtuðu þær sínu fegursta. Hvort sem það var Strokkur að gjósa, krafturinn í Gullfossi eða kyrrðin við Þingvallavatn. Þá voru þessir dagar fullkomnaðir með fegurð suðurlandsins hvort sem það var rigning eða sól. Mér finnst ég vera svo heppin að hafa fólk í kringum mig sem nennir að taka þátt í svona ævintýrum með mér!

The Ordinary

Fyrir rúmlega einum og hálfum mánuði fékk ég gjöf frá versluninni Maí (mai.is) sem innihélt meðal annars þrjár vörur frá húðvörumerkinu The Ordinary sem ég verð að segja ykkur frá! Ég er algjör húðumhirðu dýrkandi og elska að hugsa vel um húðina mína þannig ég var mjög spennt að fá að prófa þessar vörur.

Granactive Retinoid 2% Emulsion

Ég var svo hrædd við að byrja að nota þessa vöru! Ég er með mjög viðkvæma húð og hafði ekki góða reynslu af öðru Retinol eða samskonar vörum áður. Svo ég byrjaði hægt og notaði þetta bara einu sinni í viku til að byrja með. Svo eftir því sem húðin mín vandist vörunni gat ég aukið notkunina og fór að taka eftir að húðin virkaði bjartari, jafnari og jafnvel ferskari á morgnana! Ég nota þetta bara á kvöldin og mæli að sjálfsögðu með að verja húðina sérstaklega fyrir sólinni á daginn þar sem hún verður viðkvæmari fyrir sól.

Buffet

Þetta serum inniheldur peptíð sem hjálpa kollagen framleiðslu húðarinnar og veitir líka raka í leiðinni. Það er smá sticky fyrst en ef maður leyfir því að fara inn í húðina fyrst þá hættir þá hverfur þessi áferð. Ég nota þetta alltaf eftir hreinsun á morgnana svo ef ég er í tímaþröng finnst mér líka virka vel að setja rakakrem yfir. Ég er með frekar þurra húð og finnst þessi vara halda rakanum vel inni í húðinni.

Natural Moisturizing Factors + HA

Ég dýrka þetta krem! Mér finnst það mjög létt, rakagefandi en líka milt og ekkert ertandi. Það inniheldur amínósýrur, hyaluronic sýrur sem veita raka og líka ceramide sem heldur rakanum vel inn í húðinni. Ég nota það bæði á kvölds og morgna. Ef ég nota það á kvöldin finnst mér ég vakna með mjúka og vel nærða húð. Það þarf ekki mikið af því en það virkar samt mjög vel. Ég elska svona einfaldar og nærandi vörur!