My life in pictures between strokes

Ég fékk mitt fyrsta heilaáfall 13. nóvember 2015, svo kom annað heilaáfall tíu dögum seinna. Næstu sjö mánuði lifði ég í algjöru hugarhelvíti. Á þessum tíma fannst mér þetta vera óyfirstíganlega ósanngjarnt og mér fannst það nánast því vera óhugsandi að einhver gæti verið svona óheppinn. Ég sem hafði alla tíð verið káta og glaða stelpan svo á einni nóttu umturnaðist sú sjálfsmynd og ég varð að lífshræddri, óöruggri, sígrenjandi, hrikalega óhamingjusamri stelpu sem átti alltaf von á því versta. Ég var sífellt að ögra sjálfri mér og öllum þeim sem stóðu mér næst, en sem betur fer fékk þetta ástand ekki að vara nema í fimm mánuði því þá fékk ég risastóru heilablæðinguna sem tók svo endalaust mikið frá mér en hún bjargaði brotinni sjálfsmynd minni og hleypti mér aftur á þann góða stað sem ég hef alltaf verið á.

Mig langaði að sýna ykkur myndir af mér sem ég tók þessa sjö mánuði sem þessi gífurlega hræðsla, feluleikurinn og óhamingjan einkenndu líf mitt.

BROSIÐ HYLUR SVO ÓTRÚLEGA MARGT!

Frekar uppgefinn sjúklingur

Ég man hvað ég óskaði þess heitt að ég þyrfti aldrei framar að koma nálægt þessari stofnun en svo mánuði seinna fékk ég stóru blæðinguna

Einhent afgreiðsludama í Kaupmanninum á Ísafirði


Sjómannadagurinn 2015, bara nokkrum dögum áður en ég fékk stóra áfallið


Fyrsta skipti sem ég lagði í stigalabb eftir fyrstu tvö áföllin


Að eiga þennan kall og hafa þennan faðm að leita í sáu til þessað ég kæmist í gegnum þennan tíma


Ásgeir lærði að flétta hárið  á einhentri kærustunni sinni

 

Það var gaman að skila hjólastólnum það gerði mig hamingjusama


Þessi skotta var besti sjúkraþjálfinn


Við vorum orðin þreytt á þessu sjúkrahúslífi


Ég æfði mig endalaust þessa mánuði

Ég var alltaf að ögra mér!


Æfa,æfa,æfa


Mr important fléttaði einhentu kærustuna og blaðraði í símann í leiðinni!


Það er ekki til sú búð sem ég naut mín meira að vinna og vera í en KaupmaðurinnSvona var útlitið á mér á morgnanna eftir þessar erfiðu nætur sem liðu áfram í óstöðvandi grát


Að hugsa sér að ég hafi í alvöru skammast mín fyrir skakkt andlit!


Ég var alltaf með höndina í raförvun. Ég hætti ekki að ögra mér


Þessi mynd lýsir því hvernig mér leið þennan tíma


Ég nýt þess að ögra mér!

The story behind the photos 


Ég hef alltaf haft gaman af því að leika mér með myndir, ég hef leikið mér við að taka myndir og svo finnst mér skemmtilegast að vinna myndirnar sjálf. Eftir stóru blæðinguna þá hafði ég ekki krafta til að gera neitt annað en að opna augun. Þegar liðnir voru sex mánuðir frá því ég fékk áfallið þá var hreyfingin í vinstri hendi orðin nægilega mikil þannig ég ég þorði að byrja að æfa mig.
.   .  .


//I’ve always loved working with photos, I really like taking them and think the most fun part is editing them. After the big stroke I didn’t have the strength to do anything but open my eyes. Six months after the brain attack I had gained enough strength in my left hand to dare to start practicing.

30. janúar 2016 lét ég fyrstu myndina af mér sjálfri inn á instagram. Ég var svo óörugg með útlit mitt, ég var svo innilega ósátt við þennan kraftlausa líkama. Ég var nýfarin að geta lyft fótunum svona en ég var á þessum tíma ekki farin að sitja og hélt höfðinu illa. Undir myndina skrifaði ég ,,Ég er að lifna við” ég hefði ekki getað orðað það betur því þetta var nákvæmlega það sem var að gerast. Á þessum tíma hafði ég ekkert setjafnvægi en mánuði seinna…
.   .   .

January 30th 2016 I posted the first photo of myself on instagram. I was so insecure about my look, so upset about my weak body. I had just become able to lift my feets like this but at that time I wasn’t able to sit and had trouble holding my head upright. Below the picture I wrote “I’m coming alive”, I could not have put it better because that’s exactly what was happening. At that time I was lacking balance to sit but one month later…

27. febrúar 2016. Ég hef aldrei nokkurntíma verið jafn montin af neinni mynd sem tekin hefur verið af mér. Þegar þessi mynd var tekin var ég ný farin að sitja. Ég hef aldrei nokkurn tíma reynt jafn mikið á mig til að ná hinni fullkomnu mynd eins og ég varð að gera til að ná þessari mynd. Mamma tók meira en hundrað myndir en á aðeins þessari sat ég með bakið alveg beint. Undir myndina skrifaði ég ,,Litlu sigrarnir” því það lýsa engin orð mér betur.


.   .   .

//February 27th 2016. I have never been as proud of any photo taken of me. When this photo was taken I had recently started to sit again. I’ve never pushed myself as hard to get the perfect picture as when this photo was taken. My mom took more than a hundred of pictures of me but this was the only one where I could sit with my back completely straight. Below the picture I wrote “The little victories” because no words describe me better.

Þessar myndir voru teknar á þrjóskunni einni saman, þær uppstilltar og á sama tíma risa stórir sigrar fyrir mig!

 
.   .   .


//Those photos were taken with pure stubbornness, they were posed but were also huge victories for me! 

On  my way to paradise 

Aðfaranótt föstudags liggur leið mín út fyrir landsteinana, í fyrsta sinn með þennan kraftlausa líkama mun ég ferðast um loftin og ég hlakka svo mikið til! Ég ætla að læra að ferðast með þennan kraftlausa en batnandi líkama ég veit að það verður erfiðast fyrst en mun svo bara verða mér lítið mál þegar ég verð búin að ferðast í nokkur skipti, þetta er bara byrjunin. Ég veit ekki hvort ég muni nokkuð ná að blogga á meðan ég verð úti þannig í staðinn ætla ég að vera virk á instagram story ef þið viljið fylgjast með mér á meðan ég verð þarna úti þá ættuð þið að fylgja mér á instagram og sjá story hjá mér (katrinbjorkgudjons)


.   .   .

//Early Friday morning I’ll be traveling abroad, for the first time since I got sick and I’m so excited! I’m going to learn how to travel with this weak but recovering body, I know it will be difficult at first, but will get easier once I’ve travelled a few times. This is only the beginning. Since I probably won’t be blogging much while on vacation I hope you’ll follow my instagram story (katrinbjorkgudjons), I’ll be active there.