2 0 1 8

Eftir þessa ljúfu hátíð er ég virkilega endurnærð og ég er sko mikið meira en tilbúin til að takast á við nýtt ár. Á árinu 2018 ætla ég að breyta aðeins áherslum mínum og vinna vinnuna sem ég hef ekki þorað að takast á við hingað til. Eftir svona flott ár eins og 2017 var mér, þá tek ég glöð og full eftirvæntingar á móti 2018! Ég ákvað því að sleppa að deila með ykkur hvað ég ætla að gera í janúar en ákvað frekar að deila með ykkur markmiðunum mínum fyrir allt árið.

. . .

//After those lovely holidays I’m truly invigorated and super ready to tackle a new year. In the year 2018 I’m going to change my focus points a little and do the job I was afraid of doing before. After a year as great as 2017, I welcome 2018 happy and excited! Therefore I decided to skip sharing my plans for January with you and instead tell you about my goals for the whole year. Lesa meira

Jól 2017

Svona litu Jólagjafahugmyndirnar mínar í fyrra út, í ár verða þær mjög svipaðar en ég ætla frekar að deila með ykkur þeim lista sem ég hef skrífað hjá mér í notes til að veita mér hugmyndir þegar komið er að því að velja jólagjafir. Það eru auðvitað ekki allir jafn bilaðir og ég sem byrja að bæta inn á listann í maí. En ég byrja ekki að kaupa neitt fyrr en haustar. Þetta er uppáhalds tíminn minn og ég þarf að passa mig ár hvert á því að jóla ekki yfir mig.

JÓL 2017

Kerti og Hershey’s kossar – Mér finnst þessi gjöf virklega sæt ef kossarnir eru settir í eitthvað sætt ílát. Og helst láta miða fylgja með sem stendur eitthvað sætt á t.d. ,,Ég sendi þér/ykkur ást, hamingju, hlýju og næstum þúsund kossa! Gleðileg jól!“ Kertið er þá hlýjan og kossarnir. Allt sett í gjafapoka eða lítinn gjafakassa og þá verður þetta virkilega sæt gjöf.

Múmmín bolli og te eða kaffi ofan í honum – Mér finnst þessi gjöf vera ekta til vinkonu!

Bók, bolli (múmmín eða einhver annar sætur) og sokka – Erfiðu gjöfum er hægt að redda auðveldlega á þennan hátt!

Íþróttaföt – Ég neita að trúa því að einhver segi bara NEI við bara Nike stutterma bol. Ég myndi allavega hoppa og skoppa hæð mína af gleði ef ég myndi fá langerma íþróttabol!

Maski – Ég elska bæði að gefa og fá svona heimadekur.

Naglalakk – Og eitthvað sætt með er gjöf sem getur ekki klikkað.

Föt – Á mínum óskalista eru föt frá Farmers Market, Mango, Zara, Vila, H&M, Vero Moda, GK og miklu fleiri búðum!

Yfirhöfn – Það er gaman að gefa þeim sem maður elskar fallega yfirhöfn.

Skór – Það er bara ekki hægt að eiga of mikið af skóm. Frábært að gefa þá og stórkostlegt að þiggja þá!

Andlitshreinsir — Á mínum óskalista eru bæði Vítamín C hreinsirinn frá The Body Shop og svo hreinsir frá Origins

Skartgripir – Ég er á leiðinni núna í Jón og Óskar til að redda nokkkrum gjöfum.

Náttföt – Ég elska að opna pakka á jólunum og ofan í honum leynast náttföt!

Úr – Klassísk og fàlleg gjöf!

Snyrtidót – Falleg og skemmtleg gjöf sem hægt er að útfæra á marga og mismunandi vegu.

Farmers Market sokkar – Þetta er gjöf sem er ofarlega á mínum óskalista og ég nýt þess að gefa fólki sem mér þykir vænt um gjafir sem hafa reynst mér vel.

Jólasigurinn

Ég sigraðist virkilega stórt á sjálfri mér á þriðjudagskvöldið, ég fór á mína fyrstu jólatónleika síðan ég veiktist. Þá fyrstu í þrjú ár og mikið var það nú gott að gleyma sér í tónaflóðinu og þetta var svo einstaklega náttúrulegt fyrir mig. Áður en heilaáföllin fóru að ónáða mig þá var desember sá mánuður sem ég var hvað mest upptekin allt árið. Bæði var ég í prófum og svo var ég að syngja á gífurlegum fjölda af skemmtilegum jólatónleikum. Mér finnst ég hafa verið svo ólýsanlega heppin að hafa fengið að kynnast og tileinka mér tónlistargleði því hún hreinlega bjargar mér þá daga sem þetta verkefni mitt í lífinu virðist mér óyfirstíganlegt. Þá er svo gott að eiga í alvöru stað sem rekur alla svartsýni burt og boðar frekar bjartsýni, gleði og hóflega af smá vitleysu. Fyrir ári síðan kom það ekki til greina að ég færi á nokkra tónleika og leyfði fólki að sjá mig. Í dag nýt ég mín í athyglinni og ég vona yfirleitt alltaf að ég hitti sem flesta. Eins og á þriðjudagskvöldið þá hitti ég svo marga og ég naut þess svo innilega og meira að segja svo miklu meira en ég hafði þorað að vona. Þetta kvöld varð því sem draumi líkast. Þetta voru bæði stórskemmtilegir og fallegir tónleikar og síðan varð stemmingin svo létt að ég var þurrkandi tárin af hlátri. Bæði falleg og svo undur skemmtileg stund hjá Eyþóri Inga og gamla kórnum mínum, Sunnukórnum!