New from top to toe 

Mér finnst fátt skemmtilegra en að skoða mér föt á internetinu og einstaka sinnum leiðir það til þess að nokkur þeirra enda óvart í körfunni minni og birtast svo alveg óvart heima hjá mér. Ég reyni samt sem áður alltaf að vera skynsöm í öllum kaupum því nískupúkinn sem eltir mig út um allt passar upp á að ég eyði ekki peningum í algjöran óþarfa. Af þeirri ástæðu liggur það nú alveg ljóst fyrir að ég gat ekki látið nokkurn mann sjá mig í gömlu íþróttafötunum, eða kannski ekki alveg, ég mæti allavega sjúklega montin og ótrúlega ánægð með mig í nýju frá toppi til táar í æfingar á morgun!
.   .   .
//I love looking at clothes on the internet and every once in a while they accidentally end up in my cart and accidentally get delivered to my home. However, I try to be sensible about my purchases because the cheapskate that follows me every day makes sure I don’t spend money on something unnecessary. That’s why it’s absolutely clear that I can’t let anyone see me in my old sportswear, or maybe not completely, at least I’m showing up incredibly proud to my trainings tomorrow, wearing everything new from top to toe!

Wonderful days of summer go by a lot more relaxed now 

Seinustu vikur eru búnar að vera dásamlegar þá sérstaklega síðasta vika og verslunarmannahelgin. Það tekur mig alltaf smástund að fatta að nú er verslunarmannahelgin búin, allir farnir eða alveg að fara og allt sumarfjörið búið, haustið er handan við hornið. Mér finnst það alls ekki leiðinlegt, það er bara spennandi ég er búin að eiga yndislegt sumar mér finnst svo gaman að finna hvað margt hefur breyst frá því seinasta sumar núna finn ég hvað allt er orðið mikið léttara fyrir mig og ég fæ að vera miklu afslappaðri, í fyrra var ég svo óörugg og vildi ekki hitta nokkurn mann ég faldi mig inn í herbergi og óskaði þess að enginn kæmi í heimsókn núna fer ég með þeim sem nennir að ýta hjólastólnum út um allt og vona að ég hitti sem flesta. Dagarnir líða svo miklu afslappaðri núna.
.   .   .
//The last few weeks have been wonderful and especially last week and this weekend. It always takes me a little while to realise that the 1st weekend of August (bank holiday in Iceland) is over, people either gone or about to go and all the summer fun is over, the fall is just around the corner. I don’t dislike it at all, it’s just exciting, I’ve had a wonderful summer and I love to feel how much has changed since last summer. Everything has become so much easier for me and I get to be much more relaxed, last year I was so insecure and didn’t want to meet anyone, I just hid in my room and wished that no one would come visit but now I go everywhere with anyone who want’s to push my wheelchair and hope that I meet as many people as possible. The days go by a lot more relaxed now.

Do everything you can to enjoy your days off 

Það er svo dásamlegt að fá að vera í sumarfríi með yndislega fólkinu mínu, ég er bara búin að vera heima og þar leyfi ég mér að eiga þær dýrlegustu stundir sem ég á. Seinustu daga er ég bara búin að leyfa mér að njóta þess að vera í fríi þá kveiki ég ekki á vekjaranum og reyni að sofa smá út, njóta tímans með fólkinu mínu og njóta þess að ég get verið úti í garði og njóta alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. 

Ég er samt farin að sakna þess smá að vera ekki í æfingum ég hlakka svo til að byrja aftur, en þangað til ætla ég að reyna að njóta þess að vera ekki bundin yfir neinu. Mér finnst frekar fyndið að lesa yfir vikulegu markmiðin mín fyrir þessa vikuna það er bara eitt markmið og ég brosi alltaf þegar ég sé það en það er góð áminning fyrir mig ,,Gerðu allt sem þú getur til að njóta þess að vera í fríi!” Ég hef reynt að gera allt sem ég get til að þetta gangi upp
.   .   .
//It’s wonderful to be on summer vacation with my lovely family, I’ve just been at home where I allow myself to enjoy every moment. For the past few days I’ve been allwoing myself to just enjoy my days off where I don’t set my alarm clock and sleep in, enjoy some quality time with my family and being outside in my backyard with everything it has to offer. 

However, I kind of miss working out and can’t wait to start again but until then I’m going to try and enjoy not being bound to anything. It’s kind of funny reading over my goals for this week because there is only one goal and everytime I see it I smile because it’s a good reminder for me ,,Do everything you can to enjoy your days off!”. I’m trying my best to make it happen.