Litlu sigrarnir í október

Ég fékk extra langa helgi um þessa helgi, ég fékk einnig að njóta mín í félagsskap þeirra sem standa hjarta mínu næst alla helgina og svo aukalega mánudag og þriðjudag. Mér líður sem ég sé endurnærð og ég finn alveg hvað félagsskapur með mínum nánustu lyftir mér upp, kætir og bætir!

Eftir þessa frábæru helgi sit ég undir kasmírullarteppi upp í sófanum á skrifstofunni minni, með heitann og góðann tebolla og kertaljós, ég kúri mig sérlega vel undir teppið þegar ég heyri í haustinu sem dansar úti með kulda og látum, það reynir að ná öllum laufblöðunum með sér. Mér finnst ég svo heppin að vera inni og þurfa ekki að fara út.

Mér finnst ég líka svo óendanlega heppin að vera gædd mínu hugarfari. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum sé ég það góða í flest ölllu. Ég man þegar ég vaknaði eftir stóra áfallið hvað ég upplifði mig óendanlega heppna. Ég lifði, ég hef nægan tíma til að ná kröftum mínum upp aftur. Heppilegt að ég hef aldrei ætlað mér eða langað nokkuð til að verða afrekskona í íþróttum eða tónlistarkona. Ég komst að því að þessi óvelkomna heilablæðing mun ekki að stoppa mig í neinu þó hún tefji rosalega fyrir mér þá veit ég að ég get allt sem ég ætla mér þó það taki mig lengri tíma en annars hefði gert. Ég er svo heppin að ég get skrifað um litlu sigrana sem vinnast á leiðinni þangað. Ég skrifa um litlu sigrana bara fyrir mig sjálfa svo að ég hafi eitthvað til að gleðjast yfir á dögum sem þráin til að tala og ganga verður óbærileg.

Stundum eru litlu sigrarnir ekki stærri en þetta:

Ég get sleikt á mér efri vörina

Þó ég komist ekki alltaf þegar ég vil með tunguna út í munnvikin þá get ég verið ákaflega stolt af þessum litla sigri.

Ég get rækst mig og hóstað

Mér finnst svo erfitt að telja þetta upp sem lítinn sigur en það er eiginlega fáránlega stutt síðan það varð að soga allt slím sem var aukalega í lungunum mínum frá mér. Núna get ég ræskt mig og hóstað það burt!

Change of Mindset

Kaupmaðurinn


Sweater: Farmers Market


Um helgina veltist ég um í óplönuðum hversdagsleika, en núna á virkum dögum þá líður mér best að hafa allt planað, ég æfi alla virka daga og vinn svo alltaf eftir æfingar. Um helgina fékk ég nóg af sjálfri mér, það er búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki náð að koma huganum almennilega inn í það sem ég átti að vera að gera, svo á sunnudaginn var ég komin með algjört ógeð af þessum hugsunarhætti sem hafði verið að íþyngja mér seinustu vikurnar, svo ég ákvað að markmiðið mitt þessa vikuna yrði að ,,hugsa bara um eitt í einu og leggja mig alla fram um að ná að gera það eins vel og ég gæti”. Svo vaknaði ég á mánudagsmorgninum með algjörlega gjörbreytt hugafar, þegar ég ákveð eitthvað þá tekst ég á við það í fúlustu alvöru (haha!). Ég tókst á við æfingarnar sem ég fór í bæði í gær og fyrradag sem allt önnur manneskja, manneskja sem veit hvað hún vill og ég veit sko alveg hvað ég þarf að gera til að ná því. Þessi hugarfarsbreyting varð til þess að mér gekk svo mikið betur í æfingunum og núna er ég að farast úr harðsperrum á leiðinni í aðrar æfingar þar sem ég ætla að leggja mig alla fram um gera þær eins vel og ég á möguleika á að gera! Eigið yndislegann dag ❤
.   .   .


// This weekend I had no plan and the days just went by, but now during the weekdays I feel better to have everything planned, PT every day and then work in my office in the afternoon. I got enough of myself over the weekend, I have had so much to do lately but my mind has not been focused on what I should be doing and this Sunday I got enough of the chaos in my mind and decided that my goal this week would be “to just think about one thing at a time and do my very best to achieve it”. When I woke up Monday morning my mind had changed, usually when I set my mind to something I take it very seriously (haha!) Both yesterday and today I did the exercises in PT as a different person, someone who knows what needs to be done to reach a goal. This change of mindset made me do so much better in the exercises and I have sore muscles all over but I’m on my way to PT again where I will push my self to do everything to my very best ability! Have a wonderful day ❤

BEA-utiful!

Ég elska þessa fallegu haustdaga, núna þegar sólin er farin að lækka á lofti á ég alltaf jafn erfitt með að trúa því að það koma bara í alvöru dagar þar sem hún nær ekki að yfirstíga efstu fjallatindana, þá gægist hún á milli fjallana og skín þá yfirleitt beint í augun á mér og gefur mér svo endalausan kraft til að takast á við það sem framundan er. Ég er svo endalaust heppin að fá alltaf að njóta hvers augnabliks og á sama tíma þá hlakka ég alltaf til morgundagsins. Ég lifði einu sinni svo þjökuð af kvíða og allri þeirri vanlíðan sem honum fylgir, morgundagurinn stressaði mig svo upp og mér kveið svo mikið fyrir því að planið sem ég hafði gert mér fyrir morgundaginn myndi ekki ganga upp. En þegar ég veiktist þá var þessum ímyndunarveika og afar mikilvæga stórsveitastjórnanda kippt frá borði, og þá fyrst fæ ég að njóta alls þess fallega og skemmtilega sem óplanaður hversdagur hefur upp á að bjóða.
.   .   .


// I love those beautiful days of fall, the sun does not go high on the horizon and I have a hard time believing that soon the days will arrive it will not manage to look over the mountain tops, then it will just peek between them and usually shine right into my eyes and gives me endless power to deal with what’s ahead. I’m so very lucky to able to enjoy each and every moment and at the same time to look forward for tomorrow. Once I lived in anxiety, the thought of tomorrow stressed me out and that the plan I had made for it would not work out. But when I got sick this imagined power of anxiety disappeared and now I can enjoy all the fun and beautiful unplanned things each day will bring.