Litlu sigrarnir

 

 

Frá því ég loksins vaknaði eftir blæðinguna og aðgerðina þá man ég allt, ég man þegar mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum og ég man eftir rónni og þakklætinu sem ég fylltist þegar hún sagði mér frá þessu, ég varð samstundis svo þakklát að ég skildi hafa lifað þetta af. Ég varð ekki fúl eða reið yfir því að geta bókstaflega ekkert og sú reiði mun aldrei koma. Fyrst einhver varð að lenda í þessu þá er mikið betra að það hafi verið ég en einhver annar, fyrir það fyrsta þá er ég svo heppin að persónuleikinn minn er jafn sterkur og stapíll og fjöllin sem standa af sér öll vonsku veður, ég var slegin niður en ég mun reisa mig við og þá ætla ég mér að vera við öllu varin. Því lífsgleðin og nautnin við að njóta hvers augnabliks og gleðin eru mín vopn og þau munu vera það eins lengi og ég lifi. Á meðan ég reisi mig við þá er ég umvafin því albesta fólki sem fyrirfinnst á þessari jörðu, unnusti minn, stóra ástin í mínu lífi umvefur mig allri þeirri ást og hamingju sem ég þarf á að halda á sama tíma ofdekrar hann mig og er hann mér sá allra besti og skemmtilegasti félagi sem ég gæti látið mig dreyma um að eiga. Fjölskylda mín öll stendur við bakið á mér þá sérstaklega mamma mín og pabbi, systur mínar og yndislegu fjölskyldur þeirra, tengdafjölskylda og vinir sem sjá alltaf um að passa mig og umvefja mig svo innilegri umhyggju sem mér þykir svo vænt um. Mamma mín hefur alltaf verið langbesta mamman í öllum heiminum en núna er hún komin svo langt fyrir ofan lýsanleg mörk hún er bara svo mikið betri en albesta mamman sem fyrirfinnst, hún les huga minn líkt og hann sé hennar eigin svo er hún sú eina sem skilur öll óskýru orðin mín, hún gerir mig bókstaflega að þeirri sem ég er og með hennar hjálp að þeirri sem ég mun verða. Ég er svo óendanlega heppin í lífinu og með allt fólkið í kringum mig.

Ég er nýkomin heim eftir langt stopp í Reykjavík. Þar sigraði ég sko heldur betur sjálfan mig, á svo ólíkan hátt og marga litla en á sama tíma svo stóra og mikilfenglega sigra.

Þegar ég vaknaði eftir stóru heilablæðinguna þá gat ég bara hreyft annað augað og var bundin við öndunarvél. Ekki nokkur manneskja gat leitt hugann að því að þá fór að safnast vökvi bak við hljóðhimnurnar mína, með öllum sínum tilheyrandi verkjum og þessu helvítis suði. Í þrjú ár heyrði ég ekki neitt og ég bara hélt og trúði því í allri minni einlægni og hræðilegu þögn að bifhárin mín hefðu misst alla skynjun og verkirnir væru bara eitthvað sem ég þyrfti að lifa með svo ég sagði ekki nokkrum manni frá þessu, því þannig tekst ég á við mikinn ótta, minnist ekki á það og græt svo bara hljóðlausum tárum í koddann á kvöldin. Svo í sumar fór mig samt að langa að fá mér heyrnartæki. Ég saknaði þess svo að heyra allann venjulegan og hversdagslegan umgang, heyra óminn frá fjölskyldumeðlimum sem baksa um í húsinu og öll umhverfis hljóðin sem berast inn, tifið í klukkunni og ég þráði svo sárt bara að heyra og sáru tárin féllu hljóðlaus á kvöldin þegar ég tók þá afdrifaríku ákvörðun að á morgun skildi ég segja við mömmu ,,Hey! Ég var að pæla í að fá mér heyrnartæki.” Og mikilvægast væri að brosa þegar ég myndi segja þetta því henni mætti aldrei gruna að ég hafi eytt öllum þessum mikla tíma í að loka mig frá öllum og hágrenja. Þegar morgundagurinn loksins kom mörgum dögum eftir þessa örlagaríku nótt þá varð ég að einum risa stórum stresshnút og með tárin í augunum, loksins segi ég þetta við mömmu, og hún bara skellihló og brosti og sagði ,,Hjúkk! Þá get ég loksins lækkað sjónvarpið!”

Þetta var pínulítill persónulegur sigur sem vannst þegar ég fór að hlæja með henni. Allt í einu urðu þessi svo sorglegu sorgartár að stórskemmtilegum gleðitárum. Mamma reyndi og reyndi að finna tíma sem hentaði mér hjá Heyrnar og talmeinastöðinni en það gekk heldur brösuglega svo við ákváðum að ég færi fyrst til háls, nef og eyrnalæknis útaf eyrnaverknum sem hafði verið að plaga mig frá því ég fékk áfallið. Hann leit í eyrun á mér og sagði mér að það væri ekkert skrítið þó ég heyrði bara alls ekki neitt og verkjaði svona rosalega í eyrun, þau væru troðfull af vökva. Ég þurfti því bara rör og núna heyri ég allt! Það er ekkert í heiminum öllum sem getur verið dásamlegra en það að liggja við hliðina á ástinni sinni og geta ekkert sofið því þú ert of upptekin við að hlusta á andardráttinn hjá manneskjunni sem á bæði hjarta þitt og hug þinn allann. Þegar Ásgeir fór í vinnuna þá hlustaði ég bara á fuglana eða á regndropana falla til jarðar með sínum róandi dynkjum. Ég heyri vel í fyrsta sinn í þrjú ár!

Frá því ég fékk áfallið þá var eins og það hefði verið klippt á allar mínar ótal mörgu og pirrandi ofvirku kítlutaugar, mig bara var gjörsamlega hætt að kítla. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég var fegin að kítla ekki eftir að hafa kítlað óeðlilega mikið. Það var núna um daginn, sem sagt alveg nýliðinn, einn fallegann haustmorgunn þegar mamma var að hjálpa mér að klæða mig í peysu og þegar hún fór með hendina sína í handakrikann á mér til að ná í peysuna og toga hana niður þá var eins og hún hefði vakið upp af svefni sem ég hafði í sannleika sagt ekkert saknað þessi síhlæjandi og kítlandi fiðrildi sem fara um mig alla þegar einver gerir sig líklegan til að snerta mig í handakrikunum. Ég var fljót að skella höndinni niður og hlæja eins og hinn mesti vitleysingur!

Þegar ég hélt í sigurförina til Reykjavíkur þá játaði ég smá þrá fyrir foreldrum mínum sem hafði blundað í hjarta mínu í lengri tíma. Draumur minn var heldur langþráður og eitthvað sem margir héldu að ég myndi aldrei ná en ég ætlaði mér að ná því. Ég lá inn á stofunni minni á Grensás þegar ég ákvað að eftir nokkur ár þá ætlaði ég mér að koma gangandi inn á Grensás. Síðan þá hefur þetta verið eitt af mínum allra stærstu markmiðum. Núna eru þrjú ár frá því ég lá á Grensás og leyfði mér að dreyma þennan draum. Ég þarf að fara með  reglulegu millibili á Grensás til að hitta lækninn minn og þá fer ég alltaf og heilsa upp á starfsfólkið sem reyndist mér svo vel á þessum erfiðu tímum. Í október heimsókninni fór ég gangandi inn á Grensás og var í augnhæð við alla sem ég hitti!

Litlu sigrarnir í febrúar

Ég var ótrúlega stressuð yfir því að fara suður, ég loka tilfiningar inni og segi engum að neitt sé að trufla mig og þá bitnar stressið á svefninum. Á nóttunni lá ég andvaka og velti fyrir mér áhyggjum mínum, ég var svo hrædd um að geta ekki verið á þeim stað þar sem ég er vön að vera og við þyrftum að leigja einhverja íbúð og kannski væri sú íbúð með vondum rúmum eða það væri bara eitthvað ógeðfellt við hana, þá er miklu betra að vera heima hjá Ásgeiri og geta kúrt sig í hans fang á nóttunni í góðu rúmi sem ég hef  margoft sofið í áður,  þó það sé á annarri hæð. Einnig hafði ég áhyggjur yfir því að ég væri að gera sömu mistök og ég gerði oft þegar ég var í skóla þá tók ég svo mörg verkefni að mér að ég endaði fárveik. Ég hélt að úthald mitt væri ekki svona gott. 

//I was so incredibly stressed about going to Reykjavik, I hide my feelings and don’t tell anybody what’s bothering me which affects my sleep. At nights I just lay in bed, unable to sleep, worrying about things, worrying about whether I’d be able to stay in the apartment I’m used to stay in, although it’s on second floor, and if not whether we’d have to rent an apartment that might have horrible beds or be in some way unpleasant, rather than being able to sleep at home, in our apartment, lying in Ásgeir’s arms in our good beds that I’ve slept in so many times before. I also worried about whether I was making the same mistakes I often did when I was a student, I took on too many projects at once and ended up becoming ill. I didn’t realise my endurance was this good.
 

| LIFE ISN’T UNFAIR, I JUST DEMAND UNFAIR THINGS FROM LIFE |Eina nóttina þegar ég var að reyna að búa til plan B bara svona ef allt færi á versta veg. Ég hugsaði hvað ég þráði að vera eins og ég var áður en ég fékk áföllin, þegar ég gat hlaupið ein syngjandi upp í morgunvél og komið til baka með kvöldvélinni ef mig langaði, núna þá væri allt orðið að svo mikil fyrirhöfn og það þarf svo mikið að hafa fyrir mér, ég kæmist ekki fet ef ég væri ein og svo þarf þessi hjólastóll alltaf að fylgja mér, svo þá er betra að keyra og þá er nú betra að pabbi komi líka svo við erum þá orðin þrjú og svo þarf íbúðin helst að vera í lyftuhúsnæði og rúmgóð íbúð svo hjólastóllinn komist fyrir. Um nætur þá verða svona hugsanir að risastórum hnút í maganum á mér og ég fór þá að hugsa um hvað lífið væri nú ósanngjarnt og hvað ég væri óheppin. En þá áttaði ég mig á því að lífið er ekki ósanngjarnt við gerum bara ósanngjarnar kröfur til lífsins. Ég slakaði á kröfunum og stressið hvarf. Ég er heppnasta stelpa í heimi, ég er umkringd öllu því besta fólki sem fyrirfinnst í öllum heiminum, ég á foreldra sem nenna að ferðast með mér og unnusta sem gerir allt hvað hann getur til að auðvelda mér lífið.

//One night I was making a plan B in my mind, what to do if everything would turn out badly. I thought about how I much I wished everything could be as before I got the strokes, when I could jump singing and carefree onto one airplane in the morning and get back on another one the same day if I wanted. Now everything required so much effort, I couldn’t get anywhere alone and I always needed this wheelchair with me, and because of it it’s better to go by car and therefore it’s better if dad comes with us, so we’ve become three people and also it’s better if there’s an elevator in the building and the apartment should be spacious because of the wheelchair. At nights, thoughts like those made my stomach tie up in knots and I started thinking about how unfair life was and how unlucky I felt. But then I realised that life isn’t unfair, we just demand unfair things from life. I let go of those demands and the anxiety disappeared. I’m the luckiest girl in the world, I’m surrounded by all the best people you could find on this planet, I’ve got parents who want to travel with me and a fiancé who does whatever he can to make my life easier. 
Í mínum huga var bara einn risastór sigur unninn í febrúar, það var sigurinn að geta verið í íbúðinni ,,minni” í Reykjavík þótt hún sé á annari hæð. Þegar Ásgeir var í vinnunni þá gekk ég með stuðning niður 19 tröppur og alla leið út í bíl, ég bjóst við því að verða úrvinda eftir eina ferð en þegar ég fann varla fyrir því þá varð ég viss um að ég kæmist ekki upp þessar 19 tröppur  eftir að ég væri búin að stússast, en það varð svo bara margfallt léttara og ég ekkert þreytt þá varð ég svo innilega glöð, þettta kom mér svo á óvart!

//In my mind there was only one huge victory won in February, and that was to be able to stay in “my” apartment in Reykjavík, although it’s on second floor. When Ásgeir was at work I walked with a little help down 19 steps and all the way to the car. I expected to be exhausted afterwards but when I could hardly feel anything, I still thought to myself that I couldn’t get back up the 19 steps after having been busy in town. However, it was easier than before and I wasn’t tired at all, that was truly surprising and made me so incredibly happy!

About last week 

Seinasta vika var nú heldur betur viðburðarík hjá mér. Ég komst ekki í neinar æfingar alla vikuna heldur fór ég til Reykjavíkur og vann þar heilan helling af sigrum og kom sjálfri mér svo mikið á óvart. Allir dagarnir voru með skipulagðri dagskrá bæði var ég að gera persónulega hluti og vinnu. Þessi ferð var löngu ákveðin en ég hefði aldrei þorað að trúa að ferðin myndi enda svona. Ég hafði hugsað mér að eiga stundir með fjölskyldu og vinum en ég endaði á að láta engan vita af mér því dagarnir mínir voru pakkaðir frá morgni til kvölds. Ég held samt að ég gæti ekki verið sáttari ég fór svo langt fram úr mínum væntingum. Fyrir ferðina þá grét ég og svaf illa af stressi yfir því hvað allt væri breytt ég hélt ég gæti ekki verið á sama stað og ég er vön, ég hélt að ég kæmist ekki þangað og svo efaðist ég um úthald mitt. Ég var bókuð í mismunandi hluti dag eftir dag, ég hélt að vegna þess að allt væri þetta svo nýtt fyrir mér þá myndi ég ekki halda þetta út. En ég kom mér svo sannarlega á óvart (!!!) Ég gat léttilega verið ,,heima” hjá okkur í Reykjavík og ég hef nánast fullt úthald, miklu meira en ég þorði að láta mig dreyma um. Ég hitti bara alla næst.

//Last week was really eventful. I didn’t manage to attend my trainings for the whole week but instead I went to Reykjavík where I won a lot of victories and truly surprised myself. All of the days were fully scheduled both for personal things and work. This trip was planned a long time ago but I could never have believed that it would be so great. I had planned to spend my days with family and friends but in the end I didn’t let anyone know I was there since all of my days were completely packed. Still I think I couldn’t be happier with everything, I did so well, totally beyond my expectations. Before the trip I cried and could hardly sleep from anxiety, thinking how everything was changed, I thought I wouldn’t be able to stay at the same place as I’m used to because I thought I couldn’t get to there and I doubted my strength. I was booked for different things all of the days and I thought that since all of that is so new for me I wouldn’t be able to take it. But I truly surprised myself (!!!) I could easily stay at our “home” in Reykjavík and I’ve almost got full endurance, much more than I had ever hoped for. I’ll meet everyone next time I visit.Fyrsta skemmtiferðin mín suður í tvö ár gekk framar mínum björtustu vonum! Ég vona að ykkar vika hafi líka verið ykkur góð og eigið fínan dag 🙂
// My first vacation in Reykjavík for two years ended up being greater than any expectations. I hope you all had a good week as well and that you’ll have a nice day 🙂