About last week 

Seinasta vika var nú heldur betur viðburðarík hjá mér. Ég komst ekki í neinar æfingar alla vikuna heldur fór ég til Reykjavíkur og vann þar heilan helling af sigrum og kom sjálfri mér svo mikið á óvart. Allir dagarnir voru með skipulagðri dagskrá bæði var ég að gera persónulega hluti og vinnu. Þessi ferð var löngu ákveðin en ég hefði aldrei þorað að trúa að ferðin myndi enda svona. Ég hafði hugsað mér að eiga stundir með fjölskyldu og vinum en ég endaði á að láta engan vita af mér því dagarnir mínir voru pakkaðir frá morgni til kvölds. Ég held samt að ég gæti ekki verið sáttari ég fór svo langt fram úr mínum væntingum. Fyrir ferðina þá grét ég og svaf illa af stressi yfir því hvað allt væri breytt ég hélt ég gæti ekki verið á sama stað og ég er vön, ég hélt að ég kæmist ekki þangað og svo efaðist ég um úthald mitt. Ég var bókuð í mismunandi hluti dag eftir dag, ég hélt að vegna þess að allt væri þetta svo nýtt fyrir mér þá myndi ég ekki halda þetta út. En ég kom mér svo sannarlega á óvart (!!!) Ég gat léttilega verið ,,heima“ hjá okkur í Reykjavík og ég hef nánast fullt úthald, miklu meira en ég þorði að láta mig dreyma um. Ég hitti bara alla næst.

//Last week was really eventful. I didn’t manage to attend my trainings for the whole week but instead I went to Reykjavík where I won a lot of victories and truly surprised myself. All of the days were fully scheduled both for personal things and work. This trip was planned a long time ago but I could never have believed that it would be so great. I had planned to spend my days with family and friends but in the end I didn’t let anyone know I was there since all of my days were completely packed. Still I think I couldn’t be happier with everything, I did so well, totally beyond my expectations. Before the trip I cried and could hardly sleep from anxiety, thinking how everything was changed, I thought I wouldn’t be able to stay at the same place as I’m used to because I thought I couldn’t get to there and I doubted my strength. I was booked for different things all of the days and I thought that since all of that is so new for me I wouldn’t be able to take it. But I truly surprised myself (!!!) I could easily stay at our “home” in Reykjavík and I’ve almost got full endurance, much more than I had ever hoped for. I’ll meet everyone next time I visit.



Fyrsta skemmtiferðin mín suður í tvö ár gekk framar mínum björtustu vonum! Ég vona að ykkar vika hafi líka verið ykkur góð og eigið fínan dag 🙂
// My first vacation in Reykjavík for two years ended up being greater than any expectations. I hope you all had a good week as well and that you’ll have a nice day 🙂