How much I’ve grown 


Shirt and jacket: Zara

Stundum vantar manni bara að hrósa sjálfum sér því það má líka!

//Sometimes you just need to compliment yourself because that’s also ok!
Mér finnst næstum fáránlegt að fyrir tveimur árum var ég alltaf skíthrædd við dagsetningar, mér fannst það næstum of hræðilegt að fyrsta blæðingin hafði komið 13. dag þess mánaðar og hin stóra hafi komið 7 mánuðum seinna eða 14. júní og svo endurheimti ég lífið 15. júní, fyrsta hálfa árið var ég svo viss um að þetta gæti ekki endað svona vel. Svo ákvað ég að breyta hugarfarinu og hugsa frekar af því ég er svo ótrúlega heppin þá geymdi ég auðvitað það besta þangað til seinast og núna ætlaði ég að líta á þessar hindranir sem stökkpall. Ég fór að gera hluti sem mig hafði lengi langað til að gera og strax í janúar 2016 byrjaði ég að æfa vinstri höndina til að hlýða á lyklaborðið og fimm mánuðum seinna byrjaði ég að blogga. Í fyrra sumar vildi ég helst ekki birta myndir þar sem sæist í þetta kraftlausa andlit, í dag er ég búin að sættast fullkomlega við það og það er bara þessu bloggi að þakka. Ég er svo ótrúlega heppin að hafa loksins leyft mér að þora að byrja að blogga, þá allt í einu fóru dagarnir mínir að hafa meiri tilgang, núna er ég farin að leyfa mér að stefna eitthvert af því mig langar það og í dag þá nýt ég þess að skrifa á hverjum degi. Ég veit að ég myndi halda áfram að birta færslur hér inná sama þó enginn myndi sjá þær bara af því það gefur mér svo mikið meira en nokkurn gæti grunað.
.   .   .
//I almost find it ridiculous that two years ago I was always terrified of dates, I almost found it too scary that the first stroke had happened on the 13th of that particular month, the big stroke on the 14th of June and that I had gotten my life back on the 15th of June, the first half a year I was so certain that it could not end this well. Then I decided to change my mindset and rather think that since I’m so incredibly lucky, of course I saved the best for last. I decided to start looking at those obstacles as a springboard to help me further. I started doing things that I had wanted to do for a long time and as soon as in January 2016 I started training my left hand on the keyboard and five months later I started blogging. Last summer I preferred not to publish photos that showed my powerless face but thanks to this blog I’ve become perfectly okay with that now. I’m so incredibly lucky to finally have allowed myself to have the guts to start blogging because suddenly my days gained more purpose, I allowed myself to head somewhere because I wanted to and today I enjoy writing every day. I know that I would continue to post blogs here although nobody would see them because it gives me so much more than anyone could imagine. 

Litlu sigrarnir // the small victories 


Ég er svo vitlaus að alltaf stend ég föst á því að ég sé heppnasta manneskja í heimi og mér finnst að öllum eigi að finnast það um sjálfan sig en eftir svona daga eins og ég er búin að eiga síðustu daga þá verður trú mín sterkari. Við stjórnum ekki lífinu, en við stjórnum á hvað við fókusum. Ég hef alla tíð einblínt frekar á það góða, litlu sigrarnir hjálpa mér að komast í gegnum hvern dag, ég nýt þess að finna hvað ég get meira í dag en í gær. Það er stórkostleg tilfinning. Stundum er ég ótrúlega meðvituð um vanmátt minn, þá get ég orðið mjög fúl yfir öllu sem ég get ekki og langar svo mikið að geta. En þá finnst mér uppörvandi að hugsa hvar ég var fyrir ári síðan og hvar ég er í dag. Þetta er erfið og löng leið en með rétta hugarfarinu þá hefst þetta og ég er svo lánsöm að ég hef náð að búa mér til leiðir til að koma huganum í réttan farveg ef ég finn að hann er að fara í einhverja vitleysu. Þannig að ég er aldrei lengi í einu í vitleysu. Ég ætla að bera saman færni mína til að blogga fyrir ári og hver hún er í dag því sá munur er sútfullur af litlum sigrum.

.  .   .

//Some may think I am naive but I truly believe that I am the luckiest person in the world, and I wish that everyone would think that way about themselves because my belief has only grown stronger after these last few days. We cannot control our circumstances but we can choose what we focus on. All my life I have focused on the good, my little victories have helped me get through each day, I love experiencing progress each day. It’s an amazing feeling. Sometimes I am very conscious about my weaknesses, which usually drags me down, thinking about everything I wish I could do, that I am unable to do. But at those times I encourage myself by comparing what I was able to do a year ago to what I am able to to do today. Even though this is a difficult and long journey, with the right mindset it is possible. I feel incredibly fortunate that I have created ways where I am able to change my perspective in the right way when I feel that I am losing control, so that I am never without control for a long time. I am going to compare my competence in blogging from where it was one year ago, to where it is now because the difference contains full of little victories.  

Ég get setið og skrifað nánast því hvar sem er.

//I can sit and write nearly anywhere.


Í fyrra þá gat ég bara skrifað á meðan ég hálf lá í einum stól, í dag get ég setið og skrifað næstum hvar sem er.

//Last year I was only able to write lying upright in a chair, today I can sit and write almost anywhere. 

Nota fimm fingur á lyklaborðið.

//I can type with all five fingers on the keyboard.
Blóðtappinn tók frá mér hægri höndina þannig að gleðin varð því bæði ótrúlega mikil og svo innileg þegar fingur vinstri handar fóru að hlýða. Í fyrra gat ég bara notað einn fingur á lyklaborðið í dag notast ég við alla fimm fingur vinstri handar.

//The blood clot caused my right hand to be nearly paralyzed, so the joy of being able to use my left hand was so incredible. Last year I was only able to type with one finger on the keyboard, today I’m able to type with all five fingers of my left hand. 


Átöki við að skrifa eru nánast engin.

//Typing on the keyboard is no longer a struggle.
Fyrir ári síðan voru átökin hjá mér bara við það að skrifa svona texta í líkingu við átök manns sem hleypur maraþon í dag eru átökin engin.

//A year ago, typing on the keyboard was as difficult for me as I can imagine a normal person running a marathon, but today I am able to type effortlessly. 

Myndatökur orðnar léttari

//Photoshoots are easier. 
Ég get staðið upp við vegg eða haldið mér í prikið mitt án þess að það sé mér nokkurt mál fyrir ári síðan voru myndatökur það erfiðasta sem ég gerði!

//I can now easily stand against a wall and support myself with a cane, a year ago photoshoots were the most difficult!


My story

Ég lærði alltof ung að ég geng ekki að morgundeginum sem vísum og síðan ég fór að muna eftir mér þá nýt ég hverrar líðandi stundar. Ég er svo ótrúlega heppin að þetta hugafar hefur fylgt mér alveg síðan þá og mun fylgja mér út lífið. 
.   .   .
//I was way too young when I learned not to take tomorrow for granted and I have enjoyed every passing moment for as long as I can remember. I’m so incredibly lucky to have had this mindset throughout my life, which I am certain will guide me in the future.

Ég var 21 árs í háskólanámi, ég var að farast úr prófkvíða, svo ég las allt námsefni fyrst um sumarið, svo um haustið og síðan í nóvember 2014 var ég byrjuð að lesa allt námsefni yfir í þriðja skiptið, þá fékk ég litla heilablæðingu sem lét mig missa kraft í hægri hlutanum af líkamanum en svo morguninn eftir var ég á góðri leið með að endurheimta allan kraftinn og var hin fúlasta þegar ég mátti ekki fara heim til mín, ég varð sko að fara að læra. Svo um tveim vikum seinna á rólegu föstudagskvöldi þá erum við Ásgeir bara tvö saman og áttum yndislegar stundir saman við hlógum og skemmtum okkur endalaust við að reyna að losa mig við þessa leti í hægri hlutanum. Morguninn eftir þá vakna ég og get ekki hreyft hægri hlutann af líkamanum mínum þá hafði ég fengið blóðtappa sem tók hægri höndina frá mér. Um leið og ég áttaði mig á þessu þá lá leiðin mín beinustu leið inn í ógeðslegt hugarhelvíti, ég var að farast úr hræðslu við eigin hugsanir. Næstu sjö mánuðir liðu í mesta sársauka sem ég hef upplifað, dagarnir liðu í mesta feluleik sem ég hef upplifað og næturnar liðu nánast því allar alveg eins, ég var svo ógeðslega hrædd að ég gat ekkert sofið því ég hræddist svo hugsanir mínar og drauma þannig að ég laumaðist alltaf sem lengst frá öllum og ég grét ein alla nóttina. Eftir nákvæmlega þannig nótt vaknaði ég laugardaginn 13. júní, þann dag ætlaði ég að snúa við blaðinu, ég tók mig í sjálfsskoðun og hljóp svo 5 km þar sem ég hugsaði allan tímann að ég væri að losa mig við þessa endalausu hræðslu, um nóttina svaf ég í fyrsta sinn í mjög langan tíma áhyggjulausum svefni. 14. júní kemur og ég fæ risastóra heilablæðingu og er flutt sofandi með sjúkraflugvél til Reykjavíkur, þar sem ég fer í aðgerð og vakna svo alltof seint eða rúmum sólarhring síðar og síðan ég vaknaði þá man ég allt, ég man þegar ég lá í öndunarvél með súrefni og tengd við fjöldann allan af allskonar vélum og ég gat bara rétt svo opnað augun en ég gat ekki hreyft þau eða gert neitt annað. Ég man svo vel að á sama tíma og mamma sagði mér hvað ég hefði gengið í gegnum þá fylltist ég gleði, hamingju og ró og þessar tilfinningar hafa ekki vikið frá mér síðan 15. júní 2015 og munu aldrei fá að fara, þann 15. júní endurheimti ég stelpuna sem ég hef alltaf verið og er enn þá svo vitlaus að ég er viss um að ég sé heppnasta manneskja í öllum heiminum og mér finnst öllum eiga að finnast það um sjálfan sig. Ég lít bara á veikindi mín sem flækju sem ég ætla mér að leysa og mér er sama um tímann sem þetta mun taka mig. 
.   .   .

//I was a 21 year old University student, suffering from bad test anxiety and had read all of the material the summer before school started, again during the autumn and in November 2014 I had started reading it for the third time when I suddenly had a small stroke causing a loss of function in the right side of my body. The morning after I had already started to regain my strength and just got frustrated about not being allowed to go home, since I really needed to study. About two weeks later on a quiet Friday night, me and Ásgeir had a lovely night just the two of us, laughing and having fun trying to rid me of this lazy right side of mine. The morning after I woke up and couldn’t move the right side of my body at all, I had cerebral thrombosis which took away my right hand. When I realized this my mind became a place like hell, I was out of my mind from fear because I was so terrified of my own thoughts. The following 7 months I went through the most painful period of my life, I was constantly hiding, I was so afraid of my own thoughts and dreams that I could almost never sleep at night and I used to sneak away from everybody and cry alone the whole night. I woke up the 13th of June after exactly that kind of a night and decided to change this, I did some introspection and went out for a 5 kilometer run where I constantly thought to myself that I was getting rid of this fear, the next night I had a long and untroubled sleep for the first time in a long while. 14th of June arrived and I had a very large stroke and was moved asleep to Reykjavík with an ambulance flight. I was put through surgery and woke up way too late or more than 24h later and since that moment I remember everything, I remember being on life support and connected to a variety of different machines, I could only barely open my eyes but I could not move them nor do anything else. I remember so clearly that at the same time my mom told me what I had been through I felt joy, happiness and peacefulness and those feelings have followed me ever since 15th of June 2015 and I will never let go of them, the 15th of June I got back the girl I’ve always been and I’m still foolish enough to believe I’m the luckiest person in the whole world and I think everybody should feel that way about themselves. I only see my illness as a complication I’m going to solve and I don’t care how much time it will take me. 

Í dag, nákvæmlega tveimur árum eftir stóru heilablæðinguna, þá eru vöðvarnir í talfærunum enn kraftlausir þannig ég tala óskiljanlega og ég hef bara kraft til að borða maukaðan mat, ég hef ekkert jafnvægi svo ég hvorki stend né geng án þess að fá stuðning og því nota ég oftast hjólastól. Ég gæti svo vel falið mig inni í herbergi og verið reið og fúl við lífið, þar gæti ėg í friði bloggað og sagt bara því vonda, öllum samskiptum sem hafa gjörsamlega farið úr böndunum og ég gæti skrifað bara um það hvað ég þrái að vera ekki svona. Þá væri líf mitt heldur sviplaust fyrir minn smekk, ég hef alltaf þurft að fara brosandi í gegnum lífið þess vegna skrifa ég nánast eingöngu um jákvæða hluti sem láta mér líða vel því sama þó ég geti hvorki gengið eða talað þá hef ėg heila hugsun og ég get farið brosandi og hlæjandi í gegnum allt lífið.
.   .   .
//Today, exactly two years from the large stroke, the muscles in the vocal organs are still powerless so I can’t articulate clearly and can only eat mashed food, I don’t have much balance so I can neither stand or walk without support and therefore I usually use a wheelchair. I could easily lock myself in my room, angry and mad at life, writing blogs about the bad things, all of the interactions that have gone wrong and how much I don’t want to be like this. But that would be a rather vapid life if you ask me, I’ve always had to live my life smiling and therefore I focus on the positive things in my writings, things that make me feel good because although I can’t walk or talk my thinking is intact and I can go through life smiling and laughing. 
H