Laktósafríar mjólkurvörur

Ég hef alveg frá því ég man eftir mér alltaf haft mjög viðkvæman maga. Áður en ég fékk stóru heilablæðinguna þá leið varla sú vika þar sem ég kastaði ekki upp, ég náði að leyna því fyrir nánast öllum en eftir að ég veiktist þá næ ég ekki að stunda þennan feluleik ég hef ekki möguleika því ég get ekki farið ein og falið mig inn á klósettum og kastað upp án þess að nokkur viti, í dag æli ég bara þar sem ég er eftir að ég hef borðað einhvern mat sem ég ekki þoli. Eftir 22 ár í þessum feluleik þá loksins er ég farin að borða einungis mat sem ég þoli og ég er í fyrsta sinn að upplifa magaverkjalausa daga núna!

 

 
Eitt af því sem ég þoli alls ekki eru mjólkurvörur. Það kom mér ekki á óvart þar sem ég hef alla mína ævi ósjálfrátt forðast mjólkurvörur. Í gegnum tíðina hafa þessar ógeðslega góðu rjómasósur séð til þess að máltíðin fái ekki að dvelja of lengi í maganum mínum en ef það er notaður laktósafrír rjómi frá Örnu þá get ég loksins notið. Ég hef alltaf haldið að mér finnist skyr og jógúrt bara virkilega vond þangað til ég smakkaði skyrin frá Örnu mér finnst þau öll vera svo bragðgóð og ég elska að fá mér skyr áður en ég fer á æfingu þá veit ég líka að ég er að innbyrgða prótein fyrir æfinguna!