Milestone of the week 

Svona á sunnudögum er ég farin að þurfa virkilega mikið á æfingum að halda eða alltaf á sunnudögum sakna ég þess að svitna í æfingasalnum fyrst ég hef ekki möguleika á því þá fékk ég mér bara ávexti og labbaði mér á skrifstofuna mína og er núna farin að vinna að svo mörgum mismunandi verkefnum að ég hugsa að ég gleymi mér hér í lengri tíma. Á sunnudögum skrifa ég yfirleitt alltaf hjá mér markmið fyrir komandi viku og eitthvað eitt atvik sem stóð upp úr hjá mér og gerðist i liðinni viku. Ég má til með að deila því með ykkur. Áður en ég fékk áföllin þá var ég nær alltaf úti að hlaupa því mér fannst hugurinn endurnærast svo við það og ég fylltist sömu orku og æfingar gefa mér í dag, og ef það var rigning þá elskaði ég að fara út að hlaupa. Það er svolítið fyndið en ég fylltist nákvæmlega þessum tilfinningum á föstudagsmorgninum þegar ég vildi í fyrsta sinn ganga með stuðning frá mömmu alla leiðina út í bíl og það var rigning, auðvitað eru átökin hjá mér við það að ganga álíka mikil og þegar ég gat hlaupið. Hér eftir mun ég alltaf ganga í bílinn 🙂

. . .

//When Sunday comes around I feel the need to exercise and really miss working out and sweating where I do my training. Since I don’t have the option to go to the training facility on Sundays I decided instead to grab a bowl of fruit and go to my office, where I lose all sense of time as I’m involved in so many different projects at the moment. On Sundays I usually write down my goals for the upcoming week and one incident that stood up for me this past week. I want to share that with you this incident. Before I experienced the strokes I use to go for runs that would clear my mind and I would feel reenergized after, similarly to how I feel once I have completed the exercises I do during the week. If it was raining outside I particularly enjoyed the run. It’s kind of funny to think about it but I experienced the same reenergizing feeling this past Friday morning when it was raining and I walked without the assistance from my mom for the first time all the way to the car. For me today the difficulty of walking to the car is similar to the difficulty when I use to run. Hereafter I will always walk by myself to the car 🙂

My Sunday routine 

Ég hef alltaf sett mér tvö markmið fyrir komandi viku á sunnudögum og reynt að skipuleggja tima minn út vikuna og skrifað niður hjá mér langanir og væntingar fyrir komandi viku. Ég kem mér alltaf fyrir upp í sófa á sunnudögum og skrifa nokkur atriði niður. Þetta eru bara minnismiðar bara fyrir mig sem ekki nokkur annar fær að sjá, þegar ég var skóla þá vandi ég mig á þetta og þetta er bara orðinn fastur þáttur af mér nú sit ég hér í kósýgallanum með kveikt á Friends, með maska í andlitinu og þá get ég fyrst byrjað að skrifa hjá mér atriði sem ég vil hafa bak við eyrun þessa vikuna. Eigið yndislega viku 🙂

. . .

//On Sundays I have always set two goals for the upcoming week. I have also schedule my time throughout the week as well as written down my desires and expectations. I do this on my couch on Sundays, write down a few notes for myself that no one else gets to see. I became use to doing this while I was in school and now it has become a routine. Now I am sitting here in my comfy clothes, watching Friends, with a mud mask on my face, writing down a few things that I want to keep in mind this week. Hope you all have a wonderful week. 

Sunday funday

Núna er fyrsta vikan í æfingum liðin eftir næstum því mánaðarfrí og ég fann það strax eftir fyrstu æfingu hvað ég varð dauðþreytt í líkamanum en ég held að það sé ekki mjög auðvelt að finna glaðari og kátari manneskju en mig. 
.   .   .
//I’ve just finished the first week of workouts after nearly one month break. Immediately after the first exercise I was exhausted, but I think it’s not easy to find a happier and more cheerful person than myself. 

Ég hef alltaf sótt mikið í hreyfingu þó ég hafi aldrei stigið fæti mínum inn líkamsræktarstöð. Ég elskaði að hlaupa og ég naut mín svo vel horfandi í kringum mig, hlusta á hafið og öll önnur hljóð sem voru í kringum mig, þá gat ég skipulagt komandi tíma og skipulagt hugsanir mínar. Svo fór ég inn og gerði æfingar og teygði svo vel. Ég hef aldrei æft neitt en alltaf komist í splitt og spíkat og ég nýt mín aldrei betur en þegar ég teygi mg vel og finn teygjuna líða úr líkamanum.
.   .   .
//I’ve always sought after working out, even though I haven’t stepped foot into a gym. I loved running outdoors, enjoying the scenery around me, listening to the ocean and other sounds nearby. I was able to organize upcoming days and my thoughts. After a run I would go inside to do exercises and stretches. I’ve never practiced any sport but have always been able to do a split. I enjoy myself the most when I stretch to the point that I can feel the stretch throughout my whole body.

Ég var búin að sakna þess svo innilega að fara í æfingar og verða útkeyrð og þreytt því hef ég núna um helgina farið snemma að sofa og sofið lengi og nýtt svo daginn fyrst og endað á að vera á skrifstofunni minni en á milli þess hef ég notið lífsins umvafin fólkinu mínu. Ég hef alla mína ævi sótt mikið í að hreyfa mig og eftir þetta alltof langa þriggja vikna hlé sem ég tók mér núna þá lét fríið mig algjörlega þrá æfingar aftur og það er svo gott að vera byrjuð loksins aftur.
.   .   .
//I’ve really missed doing workouts this past month, getting exhausted and tired. This weekend I’ve gone to bed early, slept in, made the most out of each day by working in my office and enjoying life with my loved ones. All my life I have sought after working out and after this three week break I was craving to workout again. It feels so good to finally be back at it.