Lærdómsríkur hjólatúr

Ég hef aldrei notið þess að fara hratt um. En þegar það er tekið frá manni þá saknar maður þess að hafa valið.

Þegar ég fékk hjólið mitt þá gafst mér loksins tækifæri til þess að fara frjáls ferða minna á eyrinni. Ég þurfti að læra á hjólið og fór því mjög hægt í fyrstu en smám saman jukust möguleikar mínir á að stilla það sjálf hversu hratt ég færi um. Þetta skyndilega val varð mér bæði framandi og spennandi. Ég er samt svo varkár að eðlisfari að ég var ekkert að drífa gírana upp. Í mestallt sumar fór ég ekki hærra en í þriðja gír. Þá var ég ekkert að þeysast langt fram úr þeim sem komu gangandi með mér. Í lok sumars fór þessi fjandans þriðji gír að vera svolítið leiðigjarn að mínu mati. Ég fór út að hjóla með systur minni, sem er miklu meiri glanni en ég. Þá fóru gírarnir upp og ég endaði í fimmta gír í þeirri ferð. Við fórum út á hlíð í það skipti og ég fékk að finna fyrir örlítilli golu leika um hárið mitt á meðan ég hjólaði og ég fann líka hvernig ég svitnaði við áreynsluna. Brosið sem það vakti og allar góðu minningarnar sem rifjuðust upp við að hjóla einmitt á þessum stað og að finna nákvæmlega sömu tilfinningar í líkamanum og þegar ég hljóp einmitt þarna sjö árum fyrr. Eftir þennan hjólatúr hef ég verið vitlaus í að fá að fara ein út að hjóla og finna fyrir endorfíni streyma um æðarnar.

Á laugardaginn var mamma næstum búin að segja já við þeirri bón en hún hætti svo við á síðustu stundum og kom hjólandi á eftir mér. Ég varð þá frekar fúl, setti hjólið í hæsta mögulega gírinn og ákvað að láta eins og hún væri ekki með mér. Ég fór í torfærur hjá varnargörðunum og hélt svo niður Hjallaveginn á fullu spani og var fljótlega komin niður á Hafnarstrætið. Þá fann ég svo vel hvernig vindurinn lék um hárið á mér svo ég gaf ennþá meira í og fann endorfínið þá streyma svo um mig að ég var næstum búin að gleyma að ég væri ekki alveg sátt við mömmu. Í huganum var ég farin að syngja lög af gamla hlaupa lagalistanum mínum og þegar ég var komin að viðlaginu í ,,Run fast for your mother” þá var ég komin að gatnamótum Hafnarstrætis og Öldugötunnar. Þá fannst mér óhugsandi að þurfa að hægja á mér og beygja inn Öldugötuna til að finna skáa af þessari háu gangstétt. Ég ákvað þá við undirspil trommuleiksins í millikaflanum að taka sénsinn og láta mig fljúga út af háu gangstéttarbrúninni. Ég var á þríhjóli svo að ég var ekkert hrædd um að detta. Mamma var sem betur fer ekki langt undan þegar hún sá mig hendast í loftköstum á hjólinu út á miðja götu og byrja í loftinu að steypast til vinstri. Sem betur fer er öryggisbelti á hjólinu mínu því að annars hefði þetta farið mikið verr. En djöfull var ég pirruð út í þessi helvítis belti þegar ég var loksins lent og gat þá ekki komið mér á fætur, rétt hjólið við og látið eins og ekkert hefði í skorist. Mamma sá í hvað stefndi og gaf þá allt í botn á sínu hjóli til þess að reyna að afstýra fallinu. Það fór þó ekki betur en svo að mamma brotlenti á hjólinu mínu þegar hún reyndi að ýta því til og datt sjálf kylliflöt á götuna. Næstu mínúturnar brölti mamma um og reyndi að reisa bæði mig og níðþungt hjólið við til þess að koma okkur af götunni. Ég hef aldrei þakkað jafn einlæglega fyrir það hvað umferðin er lítil á Flateyri. Mömmu brá svo við byltuna að við urðum ekki aftur vinkonur næstu klukkutímana. Ég varð bara þögla hlýðna stúlkan og mamma varð brjálaða mamman. Allt út af ást. Og einmitt vegna ástar þá má ég sem betur fer ekki fara ein út að hjóla næstu vikurnar.

Mig hefði aldrei grunað að einn hjólatúr gæti kennt mér svona margt. Nú veit ég að ég á ekki að fara þessa leið ef ég vil fara glannalega um. Eins ætla ég aldrei að óska þess að losna við mömmu. Ég fann hvað það er gott og mikilvægt að fá að læra af reynslunni. Það var líka undarlega hressandi að fá marblett og sár á hnéð og að finna aftur að það er hluti af lífinu að gera mistök og jafnvel meiða sig og læra þá af misstökunum. Ég finn að þarna er möguleiki fyrir mig til þess að takast á við nýjar áskoranir með öðru hugarfari en áður. Það er mikilvægast af öllu að fá að taka ákvarðanir sjálf, en vera ekki alltaf skjólstæðingur sem allir skýla og verja og taka ákvarðanir fyrir. Sem betur fer urðu meiðslin sem hlutust af þessari byltu ekki meiri en einn marblettur og ein skráma. Ég lærði þó mikið meira á sjálfa mig.

Miss organized, tips and tricks

Áður en ég fékk blóðtappann sem tók hægri höndina frá mér þá skipulagði ég hverja mínútu af hverjum einasta degi og mér leið aldrei betur en þegar dagbókin mín var litrík og ofboðslega fín. Þá var ég í skóla og gerði lista fyrir hvern mánuð svipaðan og ég deili hér, þeir snérust um heimilið, mat, æfingar, heilsu og hluti sem mig langaði að gera þann mánuðinn. Svo gerði ég lista alltaf á sunnudögum þeir snérust þá meira um skólann, ég kallaði þá ,,eftir viku ætla ég…” þeir litu ca. svona út:


//Before I got the blood clot, the thrombosis that took away my right hand, I used to plan every single minute of my days. I never felt better than when my diary was covered in colorful and beautifully written and decorated to-do lists. Back then I was in Uni and I used to make a list for each month, similar to the one I’m sharing with you here, concerning my home, food, exercising, health and things I wanted to do that particular month. Every Sunday I also made a special list for the upcoming week, usually regarding school related things, I used to name them “in one week from now, I’m gonna have…”.

//”In one week from now I’m going to have… read all pages in this book until this one” 

Svo planaði ég morgundaginn á hverju kvöldi. Þá skipulagði ég hverja mínútu af deginum mínum, allan mat og þrif, alla peningaeyðslu, allt var út í listum. En öllu má ofgera! Þetta var komið út í öfgar og ég var farin að leggja svo mikla pressu á sjálfan mig alla daga, alltaf.
//Each night I made a plan for the following day where I organized every minute of the day, food, cleaning, how much money I would spend, everything was covered in lists. This was too much and I had started to put way too much pressure on myself.

Í dag skipulegg ég mig hæfilega mikið bara vegna þess að mér finnst það gaman og mér líður betur. Ég skrái alltaf hjá mér það sem ég vil gera í hverjum mánuði. Svo elska ég að nota notes og þar skrái ég hjá mér minnst tvær væntingar fyrir vikuna og minnsta kosti einn hlut sem mig langar að gera á morgun. Með því að gera þetta svona eru ákveðnir hlutir sem ná að vera bak við eyra mitt. Stundum er það bara ,,gera mitt besta” og aðra daga er kannski fullt af hlutum sem mig langar til að gera einhvern daginn.

//Today I plan myself less, I make shorter lists, just enough to make me feel good, because I really do enjoy making them. I always make a list of the things I want to do the following month. I write down two expectations I’ve got for that upcoming week and at least one thing I want to do the following day. Just small reminders for myself, some days “doing my best” is enough and other days I’ve got a lot of things I want to do that day.