About last week 


Í síðustu viku var ég með flensu, en núna er mér batnað, þá er svo gaman að finna hvernig manni á að líða þegar maður er með fullan kraft. Ég hef alltaf eftir að ég fékk stóru blæðinguna þurft að taka svona viku öðru hvoru þar sem ég hef varla náð að lyfta höfðinu frá koddanum og mig verkjað í allan líkamann, en svo þegar ég byrja að líkjast sjálfri mér aftur þá hafa yfirleitt orðið svakalegar framfarir. Ég man enn þegar ég lá á spítalanum og var lömuð um allan líkama, svo náði ég allt í einu eftir að ég hafði legið hreyfingalaus í margar vikur, þá vakna ég einn daginn og þá gat ég lyft höfðinu frá koddanum og horft niður eftir líkama mínum.

//Last week I had the flu but now I’ve gotten better, and it’s so great to feel how you should feel when you’re at full strength. Since I had the big stroke I’ve had to go through weeks as this one every once in a while, where I’ve been in a lot of pain and have barely managed to lift my head from the pillow, but when I start to feel better I usually notice huge progress. When I lay on the hospital and my whole body was paralyzed, I still remember the feeling when I, one day, suddenly managed to lift my head from the pillow and see my whole body.Ég veit ekki hversu margar gráar þykkar peysur ég á en enga jafn flotta og þessa. Á svona köldum fallegum dögum er nauðsynlegt að geta hent sér í þykka stóra peysu, ekki skemmir fyrir að hún er ótrúlega falleg og mamma prjónaði hana handa mér. Þessi peysa kallar á mig ég væri til í að eiga hana í öllum litum og stærðum. Ég og systir mín höfum sama auga fyrir fötum og þegar ég lýsti peysunni sem mig langaði svo í þá hafði systir mín einmitt líka tekið eftir henni og fattaði að ég væri að lýsa þessari peysu og með krókaleiðum tókst þessari allra bestu að kaupa bókina með uppskriftinni og fá hana senda til landsins og mamma snillingur prjónaði hana svo fyrir mig og ég gæti ekki verið ánægðari með hana!

//I don’t even know how many thick gray sweaters I’ve got but no one as great as this one. On cold beautiful days it’s necessary to be able to put on a thick big sweater, and on top of that it’s so beautiful and my mom knitted it for me. I love it so much I’d want to have it in every size and color there is. Me and my sister have the same taste in clothes and when I told her about this sweater I wanted she knew exactly what sweater I was talking about. My awesome sister went out of her way to buy the book with the knitting pattern and have it sent to Iceland and then my super talented mother knitted it for me so I could not be happier about this new sweater of mine!Það sem ég ætla að gera í mars

Þá er mars runninn upp, afmælismánuðurinn minn. Ég held að tíminn frá jólum að afmælinu mínu sé alltaf að styttast, svo sé bara mars bara allt í einu kominn. Mars minnir okkur á að vetur konungur sé hérna enn þó hann hafi legið í hálfgerðum dvala hingað til svo þarf hann ekki að gera annað en að berja hnefanum í borðið og þá fennir allt í bólakaf. Við skríðum inn í marsmánuð með hvíta jörð og sól á himni. Mér finnst landslagið og birtan stíga undraverðan dans saman, ef ég gæti þá myndi ég gleyma mér úti við að mynda og reyna að fanga þessa fegurð.

Við ætlum að búa til notalegt vinnurými handa mér og í mars ætla ég að velja lit og mála allt holið frammi.

Eins þarf ég að kaupa skrifborð og skrifborðsstól.

Mig langar að vera duglegri við að prófa mig áfram með nýjar uppskriftir og deila þeim bestu hér með ykkur.

Eftir þessa Reykjavíkurferð hef ég enga afsökun að ganga ekki mikið meira og í mars ætla ég mér að gera það.

Ögra mér meira, ég hef aldrei verið týpan sem gerir ekki hlutina vegna þess að þeir eru mér erfiðir, ég geri hlutina af því þeir eru mér erfiðir, þannig verða þeir léttari.

Ég ætla að leggja mikla áherslu á allar æfingar.

Ég þarf að passa mig á því að lokast ekki inni í fallega húsinu okkar, í mars ætla ég í göngutúra.

Mig langar líka að panta mér miða í leikhús, það gekk svo ljómandi vel seinast að mig langar aftur, helst með góðri vinkonu.

Mig langar að gera mér einhvern dagamun útaf afmælinu mínu.

Með hækkandi sól er svo gaman að láta sér hlakka til vorsins og sumarsins.

Litlu sigrarnir í febrúar

Ég var ótrúlega stressuð yfir því að fara suður, ég loka tilfiningar inni og segi engum að neitt sé að trufla mig og þá bitnar stressið á svefninum. Á nóttunni lá ég andvaka og velti fyrir mér áhyggjum mínum, ég var svo hrædd um að geta ekki verið á þeim stað þar sem ég er vön að vera og við þyrftum að leigja einhverja íbúð og kannski væri sú íbúð með vondum rúmum eða það væri bara eitthvað ógeðfellt við hana, þá er miklu betra að vera heima hjá Ásgeiri og geta kúrt sig í hans fang á nóttunni í góðu rúmi sem ég hef  margoft sofið í áður,  þó það sé á annarri hæð. Einnig hafði ég áhyggjur yfir því að ég væri að gera sömu mistök og ég gerði oft þegar ég var í skóla þá tók ég svo mörg verkefni að mér að ég endaði fárveik. Ég hélt að úthald mitt væri ekki svona gott. 

//I was so incredibly stressed about going to Reykjavik, I hide my feelings and don’t tell anybody what’s bothering me which affects my sleep. At nights I just lay in bed, unable to sleep, worrying about things, worrying about whether I’d be able to stay in the apartment I’m used to stay in, although it’s on second floor, and if not whether we’d have to rent an apartment that might have horrible beds or be in some way unpleasant, rather than being able to sleep at home, in our apartment, lying in Ásgeir’s arms in our good beds that I’ve slept in so many times before. I also worried about whether I was making the same mistakes I often did when I was a student, I took on too many projects at once and ended up becoming ill. I didn’t realise my endurance was this good.
 

| LIFE ISN’T UNFAIR, I JUST DEMAND UNFAIR THINGS FROM LIFE |Eina nóttina þegar ég var að reyna að búa til plan B bara svona ef allt færi á versta veg. Ég hugsaði hvað ég þráði að vera eins og ég var áður en ég fékk áföllin, þegar ég gat hlaupið ein syngjandi upp í morgunvél og komið til baka með kvöldvélinni ef mig langaði, núna þá væri allt orðið að svo mikil fyrirhöfn og það þarf svo mikið að hafa fyrir mér, ég kæmist ekki fet ef ég væri ein og svo þarf þessi hjólastóll alltaf að fylgja mér, svo þá er betra að keyra og þá er nú betra að pabbi komi líka svo við erum þá orðin þrjú og svo þarf íbúðin helst að vera í lyftuhúsnæði og rúmgóð íbúð svo hjólastóllinn komist fyrir. Um nætur þá verða svona hugsanir að risastórum hnút í maganum á mér og ég fór þá að hugsa um hvað lífið væri nú ósanngjarnt og hvað ég væri óheppin. En þá áttaði ég mig á því að lífið er ekki ósanngjarnt við gerum bara ósanngjarnar kröfur til lífsins. Ég slakaði á kröfunum og stressið hvarf. Ég er heppnasta stelpa í heimi, ég er umkringd öllu því besta fólki sem fyrirfinnst í öllum heiminum, ég á foreldra sem nenna að ferðast með mér og unnusta sem gerir allt hvað hann getur til að auðvelda mér lífið.

//One night I was making a plan B in my mind, what to do if everything would turn out badly. I thought about how I much I wished everything could be as before I got the strokes, when I could jump singing and carefree onto one airplane in the morning and get back on another one the same day if I wanted. Now everything required so much effort, I couldn’t get anywhere alone and I always needed this wheelchair with me, and because of it it’s better to go by car and therefore it’s better if dad comes with us, so we’ve become three people and also it’s better if there’s an elevator in the building and the apartment should be spacious because of the wheelchair. At nights, thoughts like those made my stomach tie up in knots and I started thinking about how unfair life was and how unlucky I felt. But then I realised that life isn’t unfair, we just demand unfair things from life. I let go of those demands and the anxiety disappeared. I’m the luckiest girl in the world, I’m surrounded by all the best people you could find on this planet, I’ve got parents who want to travel with me and a fiancé who does whatever he can to make my life easier. 
Í mínum huga var bara einn risastór sigur unninn í febrúar, það var sigurinn að geta verið í íbúðinni ,,minni” í Reykjavík þótt hún sé á annari hæð. Þegar Ásgeir var í vinnunni þá gekk ég með stuðning niður 19 tröppur og alla leið út í bíl, ég bjóst við því að verða úrvinda eftir eina ferð en þegar ég fann varla fyrir því þá varð ég viss um að ég kæmist ekki upp þessar 19 tröppur  eftir að ég væri búin að stússast, en það varð svo bara margfallt léttara og ég ekkert þreytt þá varð ég svo innilega glöð, þettta kom mér svo á óvart!

//In my mind there was only one huge victory won in February, and that was to be able to stay in “my” apartment in Reykjavík, although it’s on second floor. When Ásgeir was at work I walked with a little help down 19 steps and all the way to the car. I expected to be exhausted afterwards but when I could hardly feel anything, I still thought to myself that I couldn’t get back up the 19 steps after having been busy in town. However, it was easier than before and I wasn’t tired at all, that was truly surprising and made me so incredibly happy!