Day dreaming 

7
Jacket from massimo dutti, jeans: Only, Tshirt from F21, belt and bag: Guess 

Eftir svona langa sólríka daga eins og seinustu vikur eru að mestu búnar að vera þá finnst mér ég vera að gera eitthvað af mér með því að viðurkenna að nú hefur tilhlökkun mín til haustsins aukist til muna, enda eru komin fjögur ár frá því ég var heima yfir allan þennan yndislega tíma. Mér finnst miklu betra þegar æfingarnar eru reglulegar og ég fæ bara að vakna við vekjarann minn á hverjum virkum degi. Maginn minn iðar allur ég hlakka svo til komandi tíma og alls þess góða og skemmtilega sem tíminn mun hafa í för með sér. En þangað til nýt ég síðsumarsins eflaust betur en margir aðrir.

.  .   .

// I feel like I’m doing something wrong by acknowledging how excited I am for the fall while there are still long sunny days here in Iceland, although it has been four years since I’ve been home during this wonderful time. I feel much better when my exercises are regular and I wake up with my alarm clock five days a week. My stomach is buzzing I’m so excited for what is yet to come and all the good and fun time will entail. In the meantime I’ll enjoy the late summer probably more than others. 

Wonderful days of summer go by a lot more relaxed now 

Seinustu vikur eru búnar að vera dásamlegar þá sérstaklega síðasta vika og verslunarmannahelgin. Það tekur mig alltaf smástund að fatta að nú er verslunarmannahelgin búin, allir farnir eða alveg að fara og allt sumarfjörið búið, haustið er handan við hornið. Mér finnst það alls ekki leiðinlegt, það er bara spennandi ég er búin að eiga yndislegt sumar mér finnst svo gaman að finna hvað margt hefur breyst frá því seinasta sumar núna finn ég hvað allt er orðið mikið léttara fyrir mig og ég fæ að vera miklu afslappaðri, í fyrra var ég svo óörugg og vildi ekki hitta nokkurn mann ég faldi mig inn í herbergi og óskaði þess að enginn kæmi í heimsókn núna fer ég með þeim sem nennir að ýta hjólastólnum út um allt og vona að ég hitti sem flesta. Dagarnir líða svo miklu afslappaðri núna.
.   .   .
//The last few weeks have been wonderful and especially last week and this weekend. It always takes me a little while to realise that the 1st weekend of August (bank holiday in Iceland) is over, people either gone or about to go and all the summer fun is over, the fall is just around the corner. I don’t dislike it at all, it’s just exciting, I’ve had a wonderful summer and I love to feel how much has changed since last summer. Everything has become so much easier for me and I get to be much more relaxed, last year I was so insecure and didn’t want to meet anyone, I just hid in my room and wished that no one would come visit but now I go everywhere with anyone who want’s to push my wheelchair and hope that I meet as many people as possible. The days go by a lot more relaxed now.

Mixing and matching clothes 

 
Shirt and trousers: Zara, belt:Guess 
Ég hef alltaf klæðst fötum sem láta mér líða vel, mér hefur alltaf fundist föt svo skemmtileg að því leiti að ef mér líður vel þá klæðist ég helst litum eða casual fínum fötum, svo ef mér líður bara venjulega þá klæði ég mig bara í gallabuxur og eitthvað skemmtilegt að ofan, þegar eitthvað er að angra mig þá vel ég mér frekar hlutlaus föt, þetta á nánast alltaf við nema þegar ég fer á æfingar þá klæði ég mig í litrík föt sem veita mér orku. Ég hef alltaf notið þess að leika mér að fötum þá sérstaklega að stílum og litum. Ég hef alltaf eytt svo ótrúlega miklum tíma í að para fötin mín saman og grúska í fötum og aukahlutum og þó aðstæður bjóði kannski ekki upp á að ég standi tímunum saman fyrir framan spegilinn og máti föt þá veit ég hvað virkar fyrir mig svo ég set dressin saman í huganum og yfirleitt passar það mjög vel saman. Með því að segja þetta er ég bara að reyna að undirstrika það að mér finnast fötin ekki gera manninn heldur er það manneskjan sem klæðist fötunum sem gerir þau flott. Ég klæðist öllum litum, sniðum og stærðum, það eina sem ég vil að fötin geri fyrir mig og það allra mikilvægasta í þessu öllu að mér líði vel sama hverju ég klæðist.

Á svona dögum eins og í dag þegar mér líður alveg extra vel þá nýt ég þess að klæðast litum. Ég fór í æfingar í morgun og núna tekur bara við vinna á skrifstofunni svo ætla ég mér að eiga notalegt föstudagskvöld, eftir svona annasama viku veit ég ekkert betra en að eiga góðar stundir með mikilvæga fólkinu mínu. Eigið yndislega helgi <3
.    .   .
//I’ve always worn clothes that make me feel good, I’ve always found clothes fun in the way that if I feel good I dress up in something colorful or casual nice, if I just feel normal I wear jeans and something fun up top, when something is bothering me I choose neutral clothes. This usually applies except when I go to trainings, then I wear colorful clothes that give me energy. I’ve always enjoyed playing with clothes and especially different styles and colors. I’ve always spent so much time putting together outfits, mixing clothes and accessories and although my condition right now might make it harder for me to stand for hours in front of the mirror putting on different clothes, I know for sure what works for me and can put the outfits together in my mind and usually it matches really well. By saying that I just want to underline that I don’t think that clothes make the man but the one wearing the clothes makes them look good. I like every color, cut and size, the only thing I think matters is that I feel good in the clothes.

On days like today when I feel super well I enjoy wearing colors. I went to trainings this morning and now I will go working in my office and afterwards enjoy the Friday evening, after a busy week like this I don’t know anything better than having quality time with my important people. Have a wonderful weekend <3