Það sem ég ætla að gera í febrúar

Ég bíð febrúar svo hjartanlega velkominn! Ég er svo bjartsýn á að þegar þessi töfrandi vetrarmánuður skrýðir sinn sess og á sama tíma muni hann hrinda af stað einhverjum alveg hreint mögnuðum hlutum. Mér finnst svo margir vera að tala um að þeir séu eitthvað svo neikvæðir fyrir febrúar en ef það væri þannig hjá mér þá fyndist mér alveg tilvalið að nýta einmitt þennan mánuð til að byrja að skipuleggja sumarfríið eða einhverja aðra atburði sem vekja hjá manni eftirvæntingu og tilhlökkun. Fyrir mig dugar að gera svona lista sem er með tíu hlutum sem ég annað hvort hlakkar til að gera eða það verður gott að klára að gera þá.

Í febrúar þá ætla ég að…

Lesa fjórar bækur! Ég hef alltaf átt mjög auðvelt með lesa en aldrei gert það af neinu viti en ég setti mér áramótaheit um að breyta því og í janúar kláraði ég fjórar bækur svo í febrúar ætla ég að gera slíkt hið sama.

Æfa eftir skipulagi og búa til æfingaplön fyrir hvern æfingatíma! Ef ég ákveð ekki fyrirfram hvað ég ætla að gera þá enda ég bara á því að gera endurtekningu á sömu æfingunum. Ég ætla að skipuleggja mig með þjálfurunum mínum og kortleggja framhaldið.

Í febrúar ætla ég að borða oftar! Í febrúar ætla ég að bæta mig í þessu. Við stóru blæðinguna þá misstu allir vöðvarnir mínir kraft og þá varð það mér nánast ógerlegt að borða. En í febrúar geta gerst undur og stórmerki ég æfi mig á hverjum degi og trúi á að þetta lagist.

Finna hið fullkomna samband milli mikillar vinnu og bara lifa! Það má segja að hið fullkomna samband á milli mikillar vinnu og njóta lífsins sé vandfundið. Dagarnir mínir líða svo oft annað hvort pakkaðir í vinnu eða enda bara allir í leti. Þannig að janúar fór eiginlega allur í að reyna að finna hentugt dagskipulag og sníða það svo að mér og því sem dagarnir bjóða upp á. Þannig að febrúar á að fara í að gera það að rútínu.

Í febrúar ætla ég að skora á mig! Og gera eitthvað sem ég hef ekki þorað að gera síðan ég veiktist!

Klæða mig í spelkur sex daga vikunnar! Mér finnst nauðsynlegt að setja þetta sem markmið, þá geng á milli staða.

Horfa á myndina “The Glass Castle! Ég las bókina í janúar og ég heillaðist svo af sögunni að það tók mig tvo daga að klára hana. Mér finnst þessi saga svo áhugaverð, skemmtileg og vel skrifuð því þetta er að mörgu leiti virkilega erfitt líf en mér finnst hún vera skrifuð af svo aðdáunarverði virðingu sem geri bókina að góðri lesningu og ég er forvitin að sjá hvernig sagan skilar sér sem bíómynd.

Halda áfram að setja mér fyrir verkefni! Á morgnanna þykir mér alveg upplagt að setja mér fyrir eitt til þrjú verkefni þá verður mikið meira úr deginum.

Í febrúar ætla ég að teygja vel! Ég ætla að vera sérstaklega dugleg og leggja virkilega mikla áherslu á allar teygjur þennan mánuðinn. Það er virkilega nauðsynlegt fyrir bæði stoltið mitt og ekki síður líkama minn að vera vel teygð.

Í Febrúar ætla ég að njóta lífsins alveg sérstaklega mikið. Ég ætla að njóta hverrar líðandi stundar, sama hvort sem ég sé bara ein eða með Ásgeiri, fjölskyldunni minni eða vinum.

Leave a Reply