Litlu sigrarnir í nóvember // The small victories

Í nóvember eru þrjú ár síðan ég vaknaði upp í mína verstu martröð, ég vaknaði á laugardagsmorgni heima hjá mér í Vesturbænum, níu dögum eftir að ég fékk mína fyrstu heilablæðingu, ég var að fara að hitta vinkonur mínar. Þegar ég reyndi að fara fram úr þá gat ég ekki hreyft hægri hluta líkama míns, í þetta sinn hafði ég fengið blóðtappa. Næstu sjö mánuði var líf mitt sveipað kvíðaþoku og ég var svo ótrúlega reið og hrædd við gjörsamlega allt lífið og allt sem lífið hafði upp á að bjóða. Út á við setti ég upp fake andlit, það mátti engann gruna að mér liði svona ógeðslega, ég náði engum svefni því annað hvort var ég svo kvíðin að ég grét alla nóttina eða ég vaknaði upp með martraðir, ég man enn eftir sigur tilfinningunni sem ég fylltist þegar ég náði í fyrsta sinn að komast fram að nóttu til án þess að vekja nokkurn þá fann ég stað þar sem ég gat grenjað og verið reið í friði. Við seinni blæðinguna, sem var miklu stærri og hún hefti mig meira líkamlega, en þá losaði hún mig úr þessum myrkraböndum. Það hafa margir sagt að ég sé fangi í eigin líkama núna, því ég tala nánast óskiljanlega og sé ekki með neitt jafnvægi þegar ég stend og geti því ekki gengið án stuðnings. En mér líður alls ekki sem ég sé einhver fangi núna, þó orðin séu óskýr þá hef ég mikla rödd og ég get skrifað. Í þessa sjö mánuði sem ég sá ekki skýrt vegna kvíðans og hræðslunnar við lífið, þá var ég fangi. Þessi eilífi feluleikur og ég reyndi að blekkja hvern þann sem hélt að ekki væri allt í himnalagi hjá mér. Ég kveið alltaf morgundeginum sama hvaða rökréttu hugsanir ég reyndi að hugsa. Í sjö mánuði lifði ég full ótta, kvíða og stressi fyrir því sem framundan væri. Þegar ég vaknaði eftir seinni blæðinguna þá áttaði ég mig á því að þetta yrði að hætta, ég ætlaði hér eftir að njóta alls hins besta sem lífið hefur uppá að bjóða. Ég hugsa bara að allir þurfa að takast á við erfiðleika. Ég myndi ekki vilja skipta á mínu verkefni við einhvern annan. Ég óska engum að takast á við svona stórt verkefni. Ég er sannfærð um að ég sé heppnasta manneskja í heiminum nú hefur lífið mitt komist á botninn og þá er bara ein leið í boði og það er upp og ég ætla mér að komast á toppinn!

. . .

//This November there are three years since I woke up to my worst nightmare. I woke up at home on a Saturday morning, nine days after I got my first stroke, I was going to meet my girlfriends. When I tried to get out of bed I could not move the right side of my body, this time it was a blood clot. For the next seven months my life was filled with anxiety and I was very angry and full of fear towards everything in life. To the outside world I put on a fake face, I did not want anybody to know how terrible I felt, I could not sleep, I was either so filled with anxiety that I cried all night or I woke up with nightmares, but I remember the triumph I felt one night when I was able to get out of bed without waking anybody up and found a place where I could just cry and be mad by myself. When I got my last stroke, which was much bigger and took more from me physically, it made me get rid of those terrible feelings. Many people have said that I am a prisoner in my own body since my speech is blurred and hard to understand and I have no balance when I stand and therefore I can not walk without help. But I do not feel like a prisoner at all, even though my words are not clear, I do have a big voice and I can write. I was a prisoner for the seven months I could not see clear because of anxiety and fear towards life. I did put on a fake face and tried to make everybody believe I was totally fine and was always scared for tomorrow and it did not matter how hard I tried to reason with my self. For seven months I lived full of fear and anxiety for the future. When I woke up after the last stroke I realized this had to stop, I was going to enjoy all the good things life has to offer. I just think that everybody have their own challenges to overcome. I would not like to change places with someone else. I do not wish for anybody to conquer such a big challenge. I belive I am the luckiest person in the world, now my life has reach the bottom and there is inly one way out, up, and I am going to reach the top.

Þennan dag fyrir þremur árum missti ég svo mikið meira en nokkurn gæti einhvern tíma grunað. Ég var ákveðin í að ég ætlaði sko aldrei að biðja um hjálp við nokkurn skapaðan hlut, því hætti ég frekar að gera hluti sem ég gat ekki gert í stað þess að þiggja hjálpina. Til dæmis þá henti ég alveg gífurlegu magni af fatnaði sem var í minni stærð því ég gat ekki klætt mig í svo þröng föt með annari hendi, þess vegna keypti ég mér bara stærri föt og sagði öllum að mér fyndist mikið flottara að ganga í oversized fötum. Öðru máli gegndi síðan með þessa bölvaða skó, nú var hægri fóturinn minn orðinn svo lélegur rétt eins og hægri hendin svo ég tók öll skópörin mín og taldi mig hafa hent þeim, því ég varð svo reið og ég grét svo sárt þegar ég komst að því að ég annað hvort komst ekki ofan í skóna eða ég gat ekki gengið á hælunum á þeim, því þeir voru með of háum hælum.

Ég fékk sko að troða þessu bévítans stolti upp í mig aftur því núna þegar ég þarf hjálp frá einhverjum öðrum við nánast allt sem ég geri, þá dregur mamma fram Timberland skónna mína þegar fyrsti snjórinn kom og ég komst ofan í þá í spelkunum, svo núna get ég gengið í snjónum án þess að verða vot eða köld á tánum. Takk,takk, takk elsku heimsins besta mamma mín fyrir að bjarga þeim frá ruslinu!

. . .

// On this day three years ago I lost more than anybody could ever imagine. I was determent to never ask anybody for help to do anything, instead I would just stop doing the things I could not do. For example I threw away allot of clothes in my size because I could not dress myself with one hand if they were tight, I just bought bigger clothes and told everyone I thought that look was much cooler. Same thing went for my shoes, (or so I thought), my right foot was not able to use my shoes and I felt so mad and sad when I found out that I was either not able to fit the foot in them or the heel was to high. Now when I need help with doing almost everything and have had to swallowed my pride in regards to that, my mom digs out my Timberland winter boots and they fit me even with my braces on so now I can walk in the snow without getting wet or cold feet. Thanks, thanks, thanks wolds greatest mom for saving them from the trash!

Litlu sigrarnir í október

Ég fékk extra langa helgi um þessa helgi, ég fékk einnig að njóta mín í félagsskap þeirra sem standa hjarta mínu næst alla helgina og svo aukalega mánudag og þriðjudag. Mér líður sem ég sé endurnærð og ég finn alveg hvað félagsskapur með mínum nánustu lyftir mér upp, kætir og bætir!

Eftir þessa frábæru helgi sit ég undir kasmírullarteppi upp í sófanum á skrifstofunni minni, með heitann og góðann tebolla og kertaljós, ég kúri mig sérlega vel undir teppið þegar ég heyri í haustinu sem dansar úti með kulda og látum, það reynir að ná öllum laufblöðunum með sér. Mér finnst ég svo heppin að vera inni og þurfa ekki að fara út.

Mér finnst ég líka svo óendanlega heppin að vera gædd mínu hugarfari. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum sé ég það góða í flest ölllu. Ég man þegar ég vaknaði eftir stóra áfallið hvað ég upplifði mig óendanlega heppna. Ég lifði, ég hef nægan tíma til að ná kröftum mínum upp aftur. Heppilegt að ég hef aldrei ætlað mér eða langað nokkuð til að verða afrekskona í íþróttum eða tónlistarkona. Ég komst að því að þessi óvelkomna heilablæðing mun ekki að stoppa mig í neinu þó hún tefji rosalega fyrir mér þá veit ég að ég get allt sem ég ætla mér þó það taki mig lengri tíma en annars hefði gert. Ég er svo heppin að ég get skrifað um litlu sigrana sem vinnast á leiðinni þangað. Ég skrifa um litlu sigrana bara fyrir mig sjálfa svo að ég hafi eitthvað til að gleðjast yfir á dögum sem þráin til að tala og ganga verður óbærileg.

Stundum eru litlu sigrarnir ekki stærri en þetta:

Ég get sleikt á mér efri vörina

Þó ég komist ekki alltaf þegar ég vil með tunguna út í munnvikin þá get ég verið ákaflega stolt af þessum litla sigri.

Ég get rækst mig og hóstað

Mér finnst svo erfitt að telja þetta upp sem lítinn sigur en það er eiginlega fáránlega stutt síðan það varð að soga allt slím sem var aukalega í lungunum mínum frá mér. Núna get ég ræskt mig og hóstað það burt!

Það sem ég ætla að gera í október

Í október skrifaði ég niður tíu atriði sem ég ætla að hafa á bak við eyrun, þessi mánuður tekur á móti okkur prýddur öllum þeim fallegustu litum sem haustið getur skartað. Stóru markmið mánaðarins hjá mér er að ég ætla að leggja mig alla fram um að njóta tímanns með yndislega fólkinu mínu og ég ætla á hverjum degi að ögra sjálfri mér. Mér finnst ég svo heppin að hafa tækifæri á að verða útkeyrð og ég elska þegar ég finn hvern vöðva verða algjörlega úrvinda af þreytu eftir æfingar. Ég er að æfa mig svo ég geti í framtíðinni tekið á móti öllum árstíðum fótgangandi án allrar aðstoðar og talandi.

Ég ætla að vera sparsöm í þessum mánuði því eftir svona búðarráp eins og ég átti í Reykjavík þar sem ég leyfði mér alls konar sárnauðsynlegt fínerí og óþarfa, en ég er svo óþolandi sparsöm að eðlisfari þannig að núna ætla ég mér að eyða peningum bara í það allra nauðsynlegasta og svo væri óskandi ef ég gæti byrjað að kaupa einhverjar jólagjafir, það minnkar svo stressið í desember.

.
Finna hið fullkomna samband á milli mikillar vinnu og njóta lífsins, dagarnir mínir líða svo oft annað hvort pakkaðir í vinnu eða enda bara allir í leti sérstaklega ef mér er kippt svona úr minni dagsdaglegu rútínu eins og Reykjavíkurferðin var. Þannig að seinustu dagar hafa farið í að reyna að finna hentugt dagsskipulag og sníða það svo að mér og því sem dagarnir bjóða upp á. Kannski set ég það í færslu og hingað inn ef ég finn eitthvert skipulag sem hentar mér.
.
Hugsa um heilsuna, byrja aftur að taka vítamínin mín og hugsa um hvað ég læt ofan í mig. Í október ætla ég ekki að sigra heiminn í þessum málum þannig að ég mun einungis setja markið gífurlega lágt í þessum málum og ég ætla mér að bæta fleiri ávöxtum inn í það sem ég borða yfir daginn.
.
Skrifa niður á hverjum degi einn til þrjá hluti sem ég ætla að gera yfir daginn, Alltaf þegar ég hef gert þetta þá fyllist ég einhverri skemmtilegri sigurtilfinningu á kvöldin þegar ég sest niður og strika yfir þau markmið sem mér tókst að standast yfir daginn.
.
Októbermánuður verður mánuðurinn þar sem ég byrja aftur að nota appið “Headspace”. Áður en ég fékk heilaáföllin þá notaði ég þetta app á hverjum degi. Mér var hugsað til þess um daginn hvað það var ótrúlega góð tilfinning sem ég fylltist eftir bara korters tíma, það var einhver ólýsanleg yfirveguð ró sem fylgdi mér út allan daginn.
.
Þegar það fara að koma köld haustkvöld þá ætla ég að drekka te, mér finnst fátt haust- og vetrarlegra en þegar ég eyði góðum og extra notalegum tíma að kúra mig á kvöldin upp í sófa undir teppi klædd í einhver þægileg föt, er að lesa einhverja skemmtilega bók og það sem gerir þessar stundir svona góðar er þessi undra góði tebolli sem er við hliðina á mér.
.
Ég ætla að vera sérstaklega dugleg og leggja virkilega mikla áherslu á allar teygjur þennan mánuðinn. Það er virkilega nauðsynlegt fyrir bæði stoltið mitt og ekki síður líkama minn að vera vel teygð.
.
Tómstunda markmiðið mitt þennan mánuðinn verður að ég ætla að klára bókina sem ég er að lesa. Ég held að það sé ekkert sem ég tengi meira við haustin en að gleyma sér í hugarheim við lestur á skemmtilegum bókum, núna í haust ætla ég áð klára eina bók og byrja á nýrri!

.
Mér finnst vöðvarnir mínir hafa rýrnað bæði eftir sumrið og fríið sem ég var í, ég finn það svo greinilega, ég ætla mér að byggja upp vöðva núna í haust, ná smá fyllingu upp í íþróttabuxurnar. Í október þá ætla ég mér að verða vöðvasafnari.
.
Ég hef alltaf haldið svo upp á haustlitina og þetta haust ætla ég að vera mikið úti, ég held að þrá mín til að vera úti hafi aldrei verið jafn sterk og einmitt núna, þannig að áður en veturinn kemur af fullum þunga, þá ætla ég að gera allt sem ég get til að njóta haustsins úti.