Það sem ég ætla að gera í október

Í október skrifaði ég niður tíu atriði sem ég ætla að hafa á bak við eyrun, þessi mánuður tekur á móti okkur prýddur öllum þeim fallegustu litum sem haustið getur skartað. Stóru markmið mánaðarins hjá mér er að ég ætla að leggja mig alla fram um að njóta tímanns með yndislega fólkinu mínu og ég ætla á hverjum degi að ögra sjálfri mér. Mér finnst ég svo heppin að hafa tækifæri á að verða útkeyrð og ég elska þegar ég finn hvern vöðva verða algjörlega úrvinda af þreytu eftir æfingar. Ég er að æfa mig svo ég geti í framtíðinni tekið á móti öllum árstíðum fótgangandi án allrar aðstoðar og talandi.

Ég ætla að vera sparsöm í þessum mánuði því eftir svona búðarráp eins og ég átti í Reykjavík þar sem ég leyfði mér alls konar sárnauðsynlegt fínerí og óþarfa, en ég er svo óþolandi sparsöm að eðlisfari þannig að núna ætla ég mér að eyða peningum bara í það allra nauðsynlegasta og svo væri óskandi ef ég gæti byrjað að kaupa einhverjar jólagjafir, það minnkar svo stressið í desember.

.
Finna hið fullkomna samband á milli mikillar vinnu og njóta lífsins, dagarnir mínir líða svo oft annað hvort pakkaðir í vinnu eða enda bara allir í leti sérstaklega ef mér er kippt svona úr minni dagsdaglegu rútínu eins og Reykjavíkurferðin var. Þannig að seinustu dagar hafa farið í að reyna að finna hentugt dagsskipulag og sníða það svo að mér og því sem dagarnir bjóða upp á. Kannski set ég það í færslu og hingað inn ef ég finn eitthvert skipulag sem hentar mér.
.
Hugsa um heilsuna, byrja aftur að taka vítamínin mín og hugsa um hvað ég læt ofan í mig. Í október ætla ég ekki að sigra heiminn í þessum málum þannig að ég mun einungis setja markið gífurlega lágt í þessum málum og ég ætla mér að bæta fleiri ávöxtum inn í það sem ég borða yfir daginn.
.
Skrifa niður á hverjum degi einn til þrjá hluti sem ég ætla að gera yfir daginn, Alltaf þegar ég hef gert þetta þá fyllist ég einhverri skemmtilegri sigurtilfinningu á kvöldin þegar ég sest niður og strika yfir þau markmið sem mér tókst að standast yfir daginn.
.
Októbermánuður verður mánuðurinn þar sem ég byrja aftur að nota appið “Headspace”. Áður en ég fékk heilaáföllin þá notaði ég þetta app á hverjum degi. Mér var hugsað til þess um daginn hvað það var ótrúlega góð tilfinning sem ég fylltist eftir bara korters tíma, það var einhver ólýsanleg yfirveguð ró sem fylgdi mér út allan daginn.
.
Þegar það fara að koma köld haustkvöld þá ætla ég að drekka te, mér finnst fátt haust- og vetrarlegra en þegar ég eyði góðum og extra notalegum tíma að kúra mig á kvöldin upp í sófa undir teppi klædd í einhver þægileg föt, er að lesa einhverja skemmtilega bók og það sem gerir þessar stundir svona góðar er þessi undra góði tebolli sem er við hliðina á mér.
.
Ég ætla að vera sérstaklega dugleg og leggja virkilega mikla áherslu á allar teygjur þennan mánuðinn. Það er virkilega nauðsynlegt fyrir bæði stoltið mitt og ekki síður líkama minn að vera vel teygð.
.
Tómstunda markmiðið mitt þennan mánuðinn verður að ég ætla að klára bókina sem ég er að lesa. Ég held að það sé ekkert sem ég tengi meira við haustin en að gleyma sér í hugarheim við lestur á skemmtilegum bókum, núna í haust ætla ég áð klára eina bók og byrja á nýrri!

.
Mér finnst vöðvarnir mínir hafa rýrnað bæði eftir sumrið og fríið sem ég var í, ég finn það svo greinilega, ég ætla mér að byggja upp vöðva núna í haust, ná smá fyllingu upp í íþróttabuxurnar. Í október þá ætla ég mér að verða vöðvasafnari.
.
Ég hef alltaf haldið svo upp á haustlitina og þetta haust ætla ég að vera mikið úti, ég held að þrá mín til að vera úti hafi aldrei verið jafn sterk og einmitt núna, þannig að áður en veturinn kemur af fullum þunga, þá ætla ég að gera allt sem ég get til að njóta haustsins úti.

Það sem ég ætla mér að gera í september

Vá það er kominn september, mér finnst tíminn aldrei hafa liðið jafn hratt og hann er að gera akkurat núna en það þýðir bara að það sé gaman. Ég er í fyrsta sinn að taka á móti haustinu í sátt og algjörlega stresslaus, mér finnst það alveg stórkostlegt og ég ætla að njóta þess alveg extra vel og njóta áhyggjuleysisins. Stóru markmið mánaðarins eru náttúrulega þau sömu og alltaf: æfa vel og helst skora á mig í flest öllu sem ég geri. Svo ætla ég að gera allt hvað ég get til að halda mér í svona góðu hugarástandi það eru meiri forréttindi en eflaust nokkur getur ímyndað sér að fá að takast á við lífið á þennan hátt en ekki sem þessi hríðskjálfandi kvíðaklessa sem ég var orðin, og núna ætla ég að njóta þess. Mér finnst ég svo heppin að hafa tækifæri á að verða útkeyrð og ég elska þegar ég finn hvern vöðva verða algjörlega úrvinda af þreytu eftir æfingar. Ég er að æfa mig svo ég geti í framtíðinni tekið á móti öllum árstíðum fótgangandi án allrar aðstoðar og talandi.

Ég ætla að njóta lífsins alveg sérstaklega mikið. Ég ætla að njóta hverrar líðandi stundar, sama hvort ég sé bara ein eða með Ásgeiri, fjölskyldunni minni eða vinum.

Ég þarf að búa til vetrarvinnurútínu og bara rútínu á daglega lífið mitt og æfingarnar svo ég nái að afkasta sem mestu í vetur, þá finnst mér best að byrja nógu snemma svo rútínan verði sem fyrst orðin að vana

Í september ætla ég að fara í gegnum fötin mín og skóna ná í vetrarfötin sem ég setti í geymslu í vor og setja sumarföt í geymslu, þá sé ég svo mikið betur hvort mig vanti eitthvað af fötum fyrir veturinn.

Ég ætla að koma mér í góða rútínu með mig sjálfa, mat, vinnu og félagslíf, ég ætla mér í hverjum mánuði að sigra einhverja svakalega sigra í þessum málum en í september ætla ég bara að láta mér líða vel 

Ég ætla að leggja mig alla fram í æfingum. Ég veit ekkert betra en þegar ég er úrvinda eftir æfingar.

Ég ætla að leggja mig alla fram í að ganga upp og niður stigann allavega eina ferð upp og niður á hverjum degi.

Í september ætla ég að búa til margar dásamlegar stundir með fólkinu mínu og öllum sem mér þykir vænt um.

Í september ætla ég að nota röddina meira og pína talfærin á mér til að hlýða. 

Í sepember ætla ég mér að gera einu sinni á hverjum degi aukaæfingar fyrir lötu vöðvana mína í talfærunum.

Í sepember ætla ég að leggja áherslu á að teygja sérstaklega vel, því ég bara nýt þess svo vel að finna teygjuna líða úr vöðvunum.

Stóri sigurinn // the small victories 

Í ágúst ætla ég bara að nefna einn svo risa stóran og akfeitan sigur að ég ræð mér vart fyrir svo innilegri gleði, bara tilhugsunin um að ég geti þetta loksins aftur eftir tvö ár. Í tvö ár gat ég þetta ekki og ég hafði ekki nokkurn einasta möguleika á að æfa þetta upp á nokkurn hátt ég varð bara að sætta mig við að geta þetta ekki og sagði ekki nokkurri einustu manneskju frá þessu og sofnaði svo bara með heljarinnar hnút í maganum af áhyggjum.
.   .   .
//In August I’m only going to mention one victory, so enormous and massive that I can hardly contain my happiness, only at the thought of finally being able to do this again after two years. For two years I couldn’t do this and I didn’t have any chance to practice it either, I just had to accept the fact that I couldn’t do it, I didn’t tell anyone about it and just fell a sleep at night with a huge knot in my stomach from worries.

En núna segi ég svo glöð og ótrúlega fegin bless við þennan áhyggjuvald ég mun aldrei nokkurn tímann koma til með sakna hans. Ég græt af gleði bara þegar ég reyni að skrifa það, því núna get ég loksins aftur,

ANDAÐ MEÐ NEFINU! Eftir tvö ár þar sem ég gat aðeins viljastýrt og óviljastýrt andað með munninum það er svo ólýsanlega magnað og svo innilega óstjórnlega undursamlegt og gleðilegt að geta loksins eitthvað sem ég var bara búin að sætta mig við að kæmi aldrei aftur, því ég gat ekkert gert til að æfa þetta. En svo vaknaði ég einn morguninn núna í byrjun ágúst og ég fór strax að undra mig á því af hverju tungan væri ekki föst uppi í skraufþurrum gómnum og varirnar voru hvorki þurrar eða fastar við tennurnar, þá runnu bara gleðitár niður kinnar mínar því ég gat andað með nefinu. Nú get ég loksins haldið munninum lokuðum og andað.
.   .   .   .


//Full of happiness and relief I now say goodbye to this thing that’s been a constant cause of worry for me and I will never ever come to miss. I cry from happiness just trying to write this down, because now I can finally,

BREATHE THROUGH MY NOSE AGAIN! After two years of only being able to breathe with my mouth, both controlled by will and not, it’s so beyond belief, so incredibly wonderful and great to finally be able to do something that I had just accepted would never come back, because I couldn’t do anything to practice it. Then I just woke up one morning in beginning of August and it surprised me that my tongue wasn’t stuck to the roof of my mouth and my lips were neither dry nor stuck to my teeth, I could breathe through my nose and tears of joy started running down my cheeks. Now I can finally keep my mouth closed and still breathe

Ég hélt ég yrði alltaf að leggja mikla og erfiða vinnu í hvern lítinn sigur en svo sigrast sá ósigur sem ég hef saknað svo ógurlega sárt og mikið allt í einu og ég hafði enga möguleika á því að æfa þetta upp, en góðir hlutir gerast svo sannarlega hægt. Núna þarf ég ekki að þykjast finna einhverja lykt þegar það er borið upp að nefinu mínu, núna þá get ég bara fundið lyktina.

Mín hljóðu saknaðartár sem ég hef grátið svo ótal sinnum í koddann án þess að nokkurn gruni að ég sé að gráta hafa nú breyst í innilegann og háværann gleðihlátur sem er ómögulegt að hlæja án þess að gleðitárin fossist úr augunum. Það eina sem þessi sigur þurfti til að vinnast var þolinmæði og það vanhagar sko ekkert á henni hjá mér!
.   .   .   .
//I always thought that I would have to work hard for every small victory, but then suddenly a loss that I had truly missed and could not practice becomes a victory. Good things certainly happen slowly. I don’t have to act as if I can smell things anymore, now I can just actually smell.  

//I’ve cried over this so many times without anyone knowing but now my tears have changed into whole-hearted laughter bringing out tears of joy. The only thing needed for this victory of mine was patience and I sure have enough of that!