Hæ, ég stend!


Það er svo dásamlegt að standa svona og finna hvernig ég stjórna þunganum í fótunum. Það er óútskýranleg tilfinning sem ég fyllist þegar ég stend svona nánast ein, ég fyllist gleði, sjálfstæði og stolti allt í bland. Ég gæti staðið og gengið allan daginn bara ef ég hefði úthald, en það kemur.

Bolur: Monki, buxur: Monki

Síðustu dagar hafa verið ótrúlega kyrrlátir og fallegir síðsumarsdagar með sléttum sjó, hlýtt og ský á himni en samt sól. Þrátt fyrir að minn hversdagsleiki sé svolítið frábrugðinn hversdagsleikanum hjá jafnöldrum mínum þá eyði ég ekki deginum í að gráta það sem ég hef ekki heldur vinn ég að því að komast þangað á hverjum degi. Alveg frá því ég veiktist þá höfum við passað að halda rútínu, ég klæddist aldrei sjúkrahúsfötum og um helgar fékk ég maska og dekur. Ég held það sé mikið mikilvægara en nokkurn mann grunar að leyfa persónuleikanum að njóta sín sama þó aðstæður breytist. Núna vakna ég alla morgna klukkan 8, fer niður og fæ mér morgunmat, svo skipti ég um föt sama þótt það sé ekkert plan fyrir daginn nema bara að vera heima þá klæði ég mig í föt eins og ég sé að fara að hitta fullt af fólki og laga hárið og mála mig. Þetta skiptir mig ótrúlega miklu máli og er að ég held lykillinn að því hvað mér líður vel andlega. Föt hafa verið í mörg ár mitt helsta áhugamál ég hef samt alltaf reynt að versla föt með skynsemi að leiðarljósi. Þegar ég versla mér föt þá reyni ég að passa upp á að ég geti parað öll fötin mín saman og ég hugsa mikið um notagildi, ég vel gæði og klassísk föt fram yfir magn.
Ég ætla nýta þennan fallega dag í að takast á við nýjar áskoranir. Ég vona að þið eigið góðan dag 🙂

15 athugasemdir við “Hæ, ég stend!

  1. Þú ert nú það allra ótrúlegasta sem ég veit um.
    Þvílíkar framfarir!
    Ég þarf að fara að koma mér vestur og hitta ykkur :*

  2. Samgleðst þér með sjálfstæðið,Góðir hlutir gerast hægt og þu hefur seiglu til að ná betri og betri árangri

  3. Þú ert alveg mögnuð! Ég held það sé varla hægt að segja það of oft! En nú er ég forvitin um það sem þú nefnir með að geta parað saman öll fötin og svona. Ég er alveg glötuð í þeim málum, haha. Ég myndi alveg vilja sjá svona lookbook frá þér. Dæmi um hvernig maður getur matchað fötin og svona! Æðislega kósí og fallegt outfit á myndunum 🙂

  4. Mikið er yndislegt að fylgjast með þér kæra Katrín. Þú ert sannarlega falleg kraftakona sem veitir öðrum styrk og uppörvun.

  5. Ég rambaði inn á bloggið þitt fyrir tilviljun í morgun og gat ekki hætt að lesa fyrr en ég var búin að lesa öll bloggin! Takk fyrir að deila þessari risa áskorun sem þú ert að takast á við. Þú ert frábær penni og ég er sannfærð um að þitt jákvæða hugarfar og hugrekki muni koma þér alla leið þangað sem þú ætlar þér. Áfram þú!

  6. Þetta er dásamleg lesning…gagni þér sem best á vegferð þinni að bata…og það þekki ég þig að þú ert nagli 🙂

Leave a Reply